Bændablaðið - 22.09.2016, Page 41

Bændablaðið - 22.09.2016, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Mjólkursamlagið TINE í Noregi hefur fyrst allra fyrirtækja þar í landi pantað hybrid-vöruflutn- ingabílinn Nikola One frá Tesla- verksmiðjunum í Bandaríkjunum. Bíllinn er 2000 hestafla, vegur 9,5 tonn og getur keyrt tvö þúsund kílómetra á þeirri orku sem hann hefur fullhlaðinn. Flutningabíllinn er drifinn áfram af sex rafmagnsmótorum, einum við hvert hjólasett. Batteríin eru hlað- in af rafli sem er keyrður áfram af hauggasi (biogas). Notkunin á hauggasi til hleðslu er um einn þriðji af notkuninni á tilsvarandi bíl sem er drifinn áfram með dísilmót- or. Bíllinn með vagni mun verða 25 metra langur og fær fyrirtækið bílinn í hendur eftir tvö til þrjú ár. Í dag er hámarksþungi bifreiða 50 tonn á vegum í Noregi og sækir fyrirtæk- ið nú um undanþágu fyrir Nikola One til að hlaða hann með vörum að hámarki með 60 tonnum. Bíllinn mun kosta um 50 milljónir íslenskra króna. /ehg Mjólkurvörur keyrðar í verslanir á rafmagni Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt Matvælastofnun heldur undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hafa sótt um aðild að gæðastýringu í sauðfjárrækt en krafist er að þátttakendur í gæðastýrði sauðfjárrækt sæki slíkt námskeið. Vakin er athygli framleiðanda sem óskar eftir að taka upp gæðastýrða sauðfjárframleiðslu á búi sínu að umsóknum skal skila eigi síðar en 20. nóvember. Staður og tími: Akureyri þann 30. nóvember í Búgarði að Óseyri 2 kl. 10:00 – 17:00 Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en 15. nóvember n.k. Tekið er við til- kynningum um þátttöku í síma 530-4800 hjá Matvælastofnun eða með tölvupóstum á netfangið mast@mast.is Ekki er um sérstakt námskeiðsgjald að ræða en þátttakendur greiða sjálfir fyrir veitingar. Efni: • Farið yfir lagalegan grundvöll gæðastýringar og stjórnsýslu tengdri gæðastýrðri sauðfjárrækt • Farið er ítarlega yfir reglugerð 1160/2013 með síðari breytingum um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu þar sem áhersla er lögð á að skýra alla liði reglugerðarinnar fyrir þátttakendum • Fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir • Farið yfir reglugerð 916/2012 um merkingar búfjár • Farið yfir reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár • Fjallað um skýrsluhald í sauðfjárrækt, uppbygginu þess og grund- vallaratriði sem standa þarf skil á við þátttöku í skýrsluhaldi • Farið yfir notkun á jord.is • Farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap og fóðrun og hirðingu sauðfjár Lengd námskeiðs er 6 klukkustundir og miðað er við að hámarksfjöldi á hvert námskeið sé 20 manns. Matvælastofnun áskilur sér þann rétt að fella niður námskeið ef þátttaka er ekki næg og færa staðsetningu námskeiðsins. Sauðfjárdagur Sauðfjárdagur hreppana fornu Fells, Hofs, Hóla og Viðvíkur verður haldinn í Þráarhöllinni á Hólum í Hjaltadal laugardaginn 1. október. Húsið opnar kl 13:00 og hefst dagskrá 13:30. Skrautgimbrakeppni ungafólksins. Gáfulegasta forystukindin valin. Lambhrútakeppni. Happdrætti með úrval glæsilegra vinninga, 500 kr miðinn. Kaffiveitingar til sölu hjá grunnskólanemendum Hóla og Hofsós. Sýslað verður með lausafé fram eftir degi. Einungis verður tekið við reiðufé. Nefndin Bonito ehf. • Friendtex • Praxis Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is Fatnaður og skór til vinnu og frístunda Teg. 25090 Litir: Svart/Hvítt/Blátt Str. 36-42 Verð 14.990 Primaloft úlpur fyrir dömu og herra í mörgum litum, með og án hettu, síðar og stuttar. Verð frá 22.900 velkominVerið Sölusíðan er asa.friendtex.is Nýju flottu friendtexvörurnar eru komnar í verslun Lagning háspennuloftlína vegna kísilmálmverksmiðju á Bakka í biðstöðu: Verkefnið gæti tafist um tvö ár – ef áætlun Landsnets yrði hafnað í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Á teikniborði Landsnets, sem ann- ast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins í landinu, eru tvær raflínulagnir á Norðausturlandi í uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þann 19. ágúst síð- astliðinn. Þar eru framkvæmdir við svokallaðar Þeistareykjalínu 1 og Kröflu-línu 4 stöðvaðar, en þær eiga að tengjast kísilmálmverksmiðju sem fyrirhugað er að reisa á Bakka við Húsavík. Stöðvunin gildir þangað til úrskurðarnefndin hefur tekið fyrir kæru Landverndar; að Þingeyjarsveit samþykki framkvæmdaleyfi fyrir þessar línulagnir. Jarðhitasvæði á náttúruminjaskrá Málsrök Landverndar eru þau að nauðsynlegt sé að framkvæmdir verði stöðvaðar til bráðabirgða til að koma í veg fyrir óafturkræfa röskun á hinu fyrirhugaða framkvæmdar- svæði strax í sumar með efnis- töku, vegagerð og gerð undirstaða undir háspennumöstur. Fyrirhugað sé að línurnar liggi yfir hverfis- verndað svæði á Þeistareykjum, í Þeistareykjahrauni og við Þríhyrninga, vestan Kröflustöðvar. Jarðhitasvæðið á Þeistareykjum sé á náttúruminja- skrá. Í frétt Ríkisútvarpsins frá 22. ágúst síðastliðnum er haft eftir Nönnu Magnadóttur, formanni úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, að erfitt sé að gefa nákvæmar upplýsingar um hvenær umfjöllun nefndarinnar ljúki. Þó sé ljóst að vegna flýtimeðferðar verði það fyrir árslok. Gæti tafist um tvö ár Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins 12. september að ef vilji sé til þess hjá bæði ríkisstjórn og Landsneti að leysa úr deilunni áður en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kveði upp úrskurð, þurfi þau að leggja til raun- hæfa tillögu að línuleið sem fari ekki um hraun. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að gert hafi verið ráð fyrir að lokið væri við að leggja Kröflulínu 4 í júní 2017 og Þeistareykjalínu 1 í október 2017. „Þær línulagnir sem unnið er að eru í samræmi við skipulagsáætlanir á svæðinu: Svæðisskipulag háhita- svæða í Þingeyjarsýslum 2007–2025, Aðalskipulag Norðurþings 2010– 2030, Aðal skipu lag Þingeyjarsveitar 2010–2022, Aðal skipulag Skútu staða hrepps 2011–2023, Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar og Deiliskipulag Kröfluvirkjunar. Val á línuleiðum var niður- staða vinnu samvinnunefndar um svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum en í nefndinni sátu tveir fulltrúar frá hverju sveitarfélag- anna auk fulltrúa Skipulagsstofnunar. Vinnan var unnin undir forsjá sveitar- félaganna. Eftir að skipulagskostir höfðu verið skilgreind- ir, það er orkuvinnslu- svæði, vegakostir og möguleg lega háspennu- lína, var lagt mat á umhverfisáhrif þeirra. Samvinnunefndin mót- aði síðan skipulagsdrög á grundvelli þess mats, valdi þá skipulags- kosti sem taldir voru hagstæðastir gagnvart áhrifum á umhverfið út frá tilteknum viðmiðum sem notuð voru (stefna, lög og reglugerðir, landsáætlanir o.fl.). Svæðisskipulagið var staðfest af umhverfisráð- herra 16. janúar 2008 og hefur línuleiðin því legið fyrir síðan þá. Auk þessa hafa línulagnirnar sætt mati á umhverfisáhrifum. Engar athugasemdir hafa verið gerðar í þessu ferli, af hvorki umsagnaraðil- um eða almenningi, um að línuleiðin liggi yfir nútímahraun fyrr en með kæru Landverndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Væri Landsneti gert að leggja línurnar aðra leið en skipulagsáætl- anir og mat á umhverfisáhrifum gera ráð fyrir, þarf að byrja ferlið að nýju. Gera má ráð fyrir að verkið myndi tefjast um allt að tveimur árum. Sama gildir ef Landsneti væri gert að leggja línurnar í jörð. Vegna raftæknilegra atriða er ekki hægt að leggja lengri kafla á þessari leið í jörð en milli 10 og 11 kílómetra. Það er því ekki um það að ræða að hægt sé að leggja alla línuna í jörð. Erfitt er að segja til um áhrif á kostnað en verði hámarkslengd jarðstrengs lögð, má gera ráð fyrir að slíkur strengur kosti rúmlega einn milljarð króna. Loftlína á sama kafla kostar milli 400 og 500 milljónir. Landsnet hefur gengið frá samning- um vegna kaupa á efni í línurnar og við verktaka vegna byggingar þeirra,“ segir Steinunn. /smh Mynd / Landsnet

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.