Bændablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 201658
Nýverið útskrifuðust ellefu sér-
fræðingar úr sex mánaða námi
við Landgræðsluskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna, fimm konur
og sex karlar.
Nemendurnir komu frá Gana,
Kirgistan, Lesótó, Malaví, Mongólíu,
Níger og Úganda. Er þetta í fyrsta
sinn sem nemendur frá Lesótó stunda
nám við skólann en alls hafa nú tólf
ríki tekið þátt í samstarfi við skólann.
Útskriftarárgangur að þessu sinni
er sá tíundi frá upphafi starfsemi
skólans árið 2007 og útskrifaðir
nemendur frá skólanum eru orðnir
87 talsins.
Á Íslandi starfa fjórir skólar undir
hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna
(HSÞ). Auk Landgræðsluskólans
er það Jarðhitaskóli HSÞ,
Sjávarútvegsskóli HSÞ og
Jafnréttisskóli HSÞ. Skólarnir fjór-
ir eru hluti af alþjóðlegri þróunar-
samvinnu Íslands. Á meðfylgjandi
mynd er útskriftarhópurinn ásamt
starfskonum Landgræðsluskólans.
/VH
Lesendur
Á síðum Bændablaðsins hefur
mátt lesa greinar upp á síðkastið
þar sem gert er lítið úr möguleik-
um erfðatækninnar til þess að
takast á við matvælaöflun fram-
tíðar og hún beinlínis talin skað-
leg.
Í þeim er margt á skjön við stað-
reyndir. Þann 25. ágúst mátti hins
vegar sjá á RÚV athyglisverðan
þátt frá BBC um kosti erfðatækn-
innar og þá möguleika sem hún
býður upp á.
Umfjöllun Bændablaðsins
endurspeglar grundvallarmis-
skilning á eðli erfðatækni og
beitingu hennar í plöntukynbót-
um. Gleymum því ekki að vísindi
og aukin þekking hefur verið
hornsteinn framfara í landbúnaði
síðustu 100 árin. Frá 1960 hefur
tekist að tryggja matvælaöryggi í
heiminum, en frá þeim tíma hefur
fólkinu fjölgað úr þremur millj-
örðum í rúmlega sjö milljarða en
ræktarland hefur einungis aukist
um 10%. Þarna hafa plöntukyn-
bætur skipt sköpum.
Maðurinn hefur breytt erfða-
mengi nytjaplantna frá ómuna tíð
og eiga þær núorðið lítið skylt við
villta ættingja sína. Fyrir um 200
árum tóku menn vísindin í þjón-
ustu sína og tækni við plöntukyn-
bætur hefur þróast síðan í takt
við aukna þekkingu á plöntu-
erfðafræði og skyldum greinum.
Meginmarkmiðið er ávallt að
koma gagnlegum genum inn í
nytjaplöntur okkar sem gera þær
hæfari til ræktunar eða bæta gæði
þeirra. Í upphafi völdu menn úr
náttúrulegum breytileika en fljót-
lega var farið að víxla saman ólík-
um stofnum innan sömu tegundar
og jafnvel tegundum til þess að ná
í þá eiginleika sem sóst var eftir,
hvort heldur það var til þess að
auka uppskeru, bæta sjúkdóms-
þol eða næringargildi plöntunnar.
Einnig hafa geislun og sterk efni
verið notuð til þess að kalla fram
stökkbreytingar á erfðamenginu
og eru um 2500 yrki á markaði
sem þannig hafa orðið til. Menn
hafa því beitt ýmsum aðferðum og
flókinni tækni til þess að fá fram ný
og bætt yrki í áranna rás. Allt fellur
þetta undir hinar svo kölluðu hefð-
bundnu kynbótaaðferðir. Þær eru
hins vegar þeim annmörkum háðar
að við víxlun tveggja einstaklinga
fylgir ýmislegt annað með, umfram
eftirsóttu genin, sem getur tekið
langan tíma að losna við aftur.
Nýjasta tólið í plöntukynbótum
er erfðatæknin (genetic engineer-
ing). Hún gerir okkur kleift að
flytja eingöngu ‘góðu genin’ inn
í erfðamengi plöntunnar og ruglar
þar af leiðandi ekki erfðamengi
hennar að öðru leyti. Nú er tækn-
in orðin það þróuð að unnt er að
breyta einungis einum basa í erfða-
menginu líkt og gerist við náttúru-
legar eða tilbúnar stökkbreytingar.
Munurinn er hins vegar sá að hægt
er að stýra nákvæmlega hvar erfða-
breytingin verður. Með þessari
aðferð verða kynbæturnar miklu
markvissari og taka skemmri tíma.
Ýmsu hefur verið haldið fram
um erfðatækni og afurðir hennar.
Því er brýnt að halda eftirfarandi
til haga:
• Vísindastofnanir og eft-
irlitsaðilar um heim allan
hafa ítrekað komist að þeirri
niðurstöðu að fóður og mat-
væli sem framleidd hafa
verið með aðferðum erfða-
tækninnar séu jafnörugg eða
jafnvel öruggari en annað þar
sem öðrum kynbótaaðferð-
um hefur verið beitt.
• Ekki hefur verið staðfest að
heilsu manna og dýra hafi
verið ógnað í kjölfar neyslu
slíkra afurða.
• Rannsóknir hafa ítrek-
að sýnt að ræktun erfða-
breyttra planta getur dregið
úr umhverfisálagi ræktunar
og aukið líffræðilega fjöl-
breytni.
• Fjölmargar rannsóknir
hafa sýnt að ræktun erfða-
breyttra planta skilar bænd-
um hagrænum ávinningi,
einkum smábændum í þró-
unarlöndunum.
• Með erfðatækni má stýra
nákvæmlega hvaða genum
er bætt inn í erfðamengið eða
breytt sem hefðbundnar kyn-
bótaaðferðir ráða ekki við.
Það er ekki farsælt fyrir íslenska
bændur að taka afstöðu gegn
þessari tækni. Með því setja þeir
framförum í landbúnaði, bæði hér
og annars staðar, miklar skorð-
ur. Það eru engin rök fyrir því að
afskrifa erfðatæknina sem slíka.
Hins vegar þarf að koma í veg
fyrir að henni verði beitt með
óábyrgum hætti og því þarf að
meta hverja afurð sérstaklega sem
hún skilar af sér áður en henni er
sleppt á markað.
Það er brýnt að stjórnvöld og
hagsmunaaðilar beiti sér fyrir því
að bændur, hvar sem er í heimin-
um, geti haft gagn af þeim tækj-
um og tólum sem líftæknin býður
upp á. Ávinningurinn er margfalt
meiri en áhættan. Nýlega birtu
107 Nóbelsverðlaunahafar áskor-
un um að menn láti af andstöðu
við nýtingu erfðatækni í landbún-
aði þar sem hún byggist á afneitun
þekkingar. Það er full ástæða til
þess að taka undir áskorun þeirra.
Áslaug Helgadóttir,
prófessor í jarðrækt og
plöntukynbótum, LbhÍ
Emma Eyþórsdóttir,
dósent í búfjárkynbótum,
LbhÍ
Guðni Þorvaldsson,
prófessor í jarðrækt, LbhÍ
Jóhannes Sveinbjörnsson,
dósent í fóðurfræði, LbhÍ
Jón Viðar Jónmundsson,
sérfræðingur í búfjárkynbót-
um
Jónatan Hermannsson,
lektor í jarðrækt og plöntu-
kynbótum, LbhÍ
Þóroddur Sveinsson,
lektor í jarðrækt og fóður-
verkun, LbhÍ
Kredda eða vísindi –
hvort skal ráða för? Sæll og blessaður, Árni Brynjar Bragason, og þakka þér fyrir skýra og greinargóða grein um feldfjár-
rækt í Bændablaðinu þ. 8. sept. sl.
Nú, þegar sótt er að sauðfjárrækt-
inni úr öllum áttum, þá er mikils um
vert að finna mótleikina í tíma og
verjast, sem sönnum víkingaættlegg
sæmir. Þar sé ég að þú hefur fund-
ið beittara sverð en veiðimennirnir
á Skaftáreyrum nýverið. En betur
má ef duga skal og fleirum þarf að
búa í hendurnar á og vopnvæða með
ráðum og dáð til fjölbreyttrar nýt-
ingar á okkar dýrmæta sauðfjárstofni,
sem hvergi á sinn líka í ullargæðum
með fjölbreytileika í lit og hárafari.
Í fjárstofninum okkar eru margi ríku-
legir möguleikar til að rækta upp og
sérhæfa á tiltölulega skömmum tíma,
með því að flokka þannig saman í
hópa að velja saman ær með líka
gerð og velja til þeirra hrút, sömu
tegundar. Kjötframleiðslan er nú
þegar komin langt á þeirri leið. En
því miður hafa aðrir eiginleikar
fallið í skuggann af ákafanum við
að gera vel í þeirri grein. Þar um er
ullin skýrasta dæmið. Það er eins og
bændur þekki ekki lengur skilin á
þeli og togi, eða geri sér grein fyrir
verðleikum þess er þar felst. Eru því
langt komnir með að útrýma þelinu.
Það er mikill skaði.
Núna held ég að séu þau vatnaskil
í íslenskum sauðfjárbúskap að rík
þörf sé á að íhuga stöðuna gaumgæfi-
lega og nýta alla þá kosti og úrræði
sem stofninn og umhverfið býður
uppá. Leggja grunninn að fjölbreytt-
ari nýtingarháttum og skilvirkari. Í
haust bendir margt til að markaðs-
aðstæður komi bændum til að velja
jafnvel talsvert fleiri lífgimbrar en
venjulega, vegna verðlags á kjöt-
markaði og nægra heyja í öllum
landshlutum. Er þá ekki einmitt
núna gullið tækifæri að leggja grunn
að framtíðarsýn og fjölbreytileika í
búgreininni.?
Tvær greinar á sama meiði
Feldfjárrækt og ullargæði eru tvær
greinar á sama meiði, þó önnur leggi
áherslu á grófari gerðina og lokkað
tog, en hin fínleikann og þykkara
þel. Sami ráðunautur þarf að þekkja
góð skil á hvorutveggja. Einnig hús-
vist og fóðrun. Kjötframleiðslu og
feldfjárrækt hentar ekki samskonar
húsvist eða rúningstími, sérstaklega
vegna ullarinnar eins og nú er háttað
meðferð. Litaerfðir og blöndun eig-
inleika til sérhæfingar er skemmti-
legt rannsóknar verkefni og ætt-
fræðigrúsk. Kjötgæðin í þeim flokk
eru sömu kröfum háð og í hvítu fé,
einnig forustu genin, en sökum fæðar
og smæðar þess stofns, verður að fara
með gát og þekkingu. Eins og nú er
komið málum forustufjárins, eru þau
í góðum og öruggum höndum Ólafs
Dýrmundssonar, sem unnið hefur
ötullega að varðveislu þeirra eigin-
leika. En ullargæðamálið er á helj-
arþröm sjálfseyðingar, með því rún-
ingslagi sem nú er allsráðandi. Og ef
toglokkahlið feldgæðanna, á kostnað
þelgæðanna ýtir þeim algjörlega til
hliðar í fullkomnu virðingarleysi,
þá verður þeim eiginleikum fljótt
og fullkomlega veitt náðarhöggið
til gleymsku. - Á HEIMSVÍSU. –
Þar sem bændur skapa sér með því
þann vafasama heiður að hafa útrýmt
ÞELINU í fávísu hugsunarleysi, eins
og GEIRFUGLINUM fyrr á tíð.
Málið er aðkallandi og þarf að
rökræða af viti og fyrirhyggju
Eyjan okkar, með sitt fjölbreytta
landslag, veðráttu og landkosti,
hefur opna valkosti til að rækta
sauðfé við mismunandi aðstæður á
Vestfjörðum, á heiðum miðnorður-
lands, í Þingeyjarsýlum, á austur og
suðurlandi og jafnvel á afmarkaðri
svæðum innan hvers landshluta. Ég,
þessi ódrepandi áhugamanneskja um
sauðkindina og meðferð ullar, hef
áður og ítrekað stungið niður penna
um þessi mál, en sjaldnast fengið
viðbrögð eða tækifæri til að rökræða
við áhrifavalda í greininni. Já, já og
klapp á bak, drepur málinu bara á
dreif og skilar engum árangri. Málið
er aðkallandi og þarf að rökræða af
viti og fyrirhyggju, æsingalaust og af
sanngirni. Og það má ekki gleyma
því að vegna sauð fjársjúkdóma, hafa
t.d. Strandir og önnur fjárskiptasvæði
sérstöðu og sérþarfir ýmsa hluta
vegna. Einnig og sérstaklega við
athugun feldgæðanna vegna áferðar
togsins og áhrifa veðurfars í samspili
við ræktun.
Ég vona þess vegna að einhver
sem rennir augum yfir þessar línur,
fái þar eitthvað til að skoða nánar
og íhuga betur. Jafnvel mynda sér
áhugamál til að vinna fyrir og hafa
gaman af. Landið og sveitir þess hafa
uppá svo margt að bjóða og skap-
andi möguleikarnir oft nærtækari en
auga hversdagsins gefur gaum. Ég,
sem hef alla þessa viðburðaríku 95
ára yfirsýn og meðlíðan með sauð-
kindinni, get t.d af eigin raun, vott-
að að það er þess virði. Og einnig
talað af þekkingu og reynslu um
samfylgd við sauðkindur og þjóðar-
andblæ heillar aldar. Gæði ullar og
eiginleika, samanburð á verklagi,
hirðingu, sambúð og nýtingu.
Ég er enn til viðtals, ef einhver
finnur hvöt hjá sér að ræða málin.
Og ég á ennþá tvær dæmigerðar
gærur í mismunandi mórauðum lit
og feldæðum, af kindunum mínum
fyrrverandi. Það var nefnilega
skemmtilegt ferli að rækta upp
hreinan mórauðan lit og byrja með
svo að segja tvær hendur tómar, en
komin með nær 50 ær mórauðar,
eða þriðjung hjarðar áður en lauk
búskap með skepnur. Það er t.d.
mikill blæmunur á svart&mórautt,
hvítt&mórautt og grátt&mórautt í
bland frá ættum. Sama gildir með
gráa litinn. Ef halda á í fallegan gráan
blæ og dökka lokka, þarf svarti litur-
inn að vera sterkari ættarfylgja en
hvítt, sem kemur með hélugrámann,
að maður tali ekki um grámórauða
íblandið... En nú er víst mál að hætta
í bili. Svo Bændablaðið sjái sér fært
að birta þessi skrif.
Landsbyggðin bíður með sína
opnu leið að ýmsum tækifærum,
en þekking og reynsla gengur undir
græna torfu með gamlingjunum,
á hraðfleygri breytingatímastund
nútímans. Ég segi bara eins og
vinnumaðurinn við húsbóndann
forðum, þegar hann réði ekki sjálf-
ur við aðsteðjandi vandamál: „Ég er
búinn að gera mína skyldu. Þú ræður
hvað þú gerir.“ Því ekki veldur sá er
varar. –„Í guðs friði“.-
10. september 2016
Guðríður B. Helgadóttir.
Sauðfjárræktin:
Opið bréf til Árna Brynjars Bragasonar
Guðríður B. Helgadóttir.
Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna:
Ellefu nemendur frá sjö löndum
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Sæti og varahlutir í
- Lyftara
- Vinnuvélar
- Vörubíla
- Báta
Útskriftarnemendur Landgræðsluskólans komu frá Gana, Kirgistan, Lesótó, Malaví, Mong-
ólíu, Níger og Úganda.