Bændablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 34

Bændablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Fuglafár er nýtt spil sem vinkon- urnar Birgitta Stein grímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir hönnuðu og hafa nú gefið út. Spilið er að koma í verslanir nú um þessi mánaðamót. Birgitta og Heiðdís sáu um hönnun spilsins og umbrot, en þær sjá einnig um útgáfu þess og dreifingu. „Hugmyndin kviknaði þegar við áttuðum okkur á því hve lítið við vissum um fugla þrátt fyrir að þeir séu mjög áberandi í okkar daglega umhverfi og svo til einu villtu dýrin sem við sjáum hér á Íslandi. Málin þróuðust á þann veg að nú erum við forfallnar fuglaáhugamanneskjur og með þessu spili, Fuglafári, viljum við endilega smita aðra út frá þess- um áhuga okkar,“ segir Birgitta. Í spilinu kynnast leikmenn 30 fuglum sem allir eru ein- kennandi fyrir íslenska náttúru. Vatnslitamyndir eru eftir Jón Baldur Hlíðberg, einn færasta nátt- úruteiknara landsins og þótt víðar væri leitað. Tveir leikir í einu spili Fuglafár er heldur óhefðbundið í útliti. Það inniheldur tvo leiki; Gettu hver fuglinn er og Fuglatromp og eru þeir byggðir á hinum sívinsælu spilum Guess Who og Top Trumps. Markmið þess fyrrnefnda, Gettu hver fuglinn er, er að komast að því hvaða fugl andstæðingurinn er með áður hann kemst að þínum. Markmið Fuglatromps er að ná öllum spilunum til sín með því að vera klók/klókur og spila upp á þá eiginleika sem fuglinn skorar hátt í. Fuglafár inniheldur eitt spilaborð, poka með 60 flipum, spilastokk með 30 spilum og 12 blaðsíðna bækling þar sem er að finna leiðbeiningar og ýmsan fróðleik. Spilið er miðað við 7 ára aldur og eldri og geta leikmenn verið 2 til 4. Nýtist í kennslu „Spilið er væntanlegt í verslanir núna um mánaðamótin nóvember desember. Það er alveg kjörið fyrir fjölskyldur og vini að koma saman, skapa góðar minningar og kynnast um leið fuglum í íslenskri náttúru,“ segir Birgitta. Hún bendir einnig á að spilið nýtist vel sem námsgagn í náttúrufræðikennslu í grunnskól- um landsins og muni þær stöllur eftir jól einbeita sér að því að bjóða skólum að kaupa það. „Við höfum aðeins verið að setja okkur í sam- band við grunnskólana og bjóða spilið í forsölu. Skemmst er frá því að segja að viðtökur hafa verið afar góðar.“ Í fyrstu var Fuglafár hugsað sem námsgagn í náttúrufræði í grunn- skólum, „en við tókum ákvörðun um að gefa það út á almennum markaði, okkur fannst það eiga þangað full erindi auk þess sem það reyndist mun hagkvæmara upp á framleiðsluna,“ segir Birgitta en þær Heiðrún efndu til hópfjármögn- unar vegna útgáfunnar á Karolina Fund og gekk hún vonum fram- ar. „Við vonumst til þess að spilið stuðli að bættri þekkingu grunn- skólabarna á íslenskum fuglum með því að bjóða upp á nýstárlegar kennsluaðferðir sem auka fræðslu í gegnum leik. Samhliða því að kveikja áhuga barnanna á fuglum vonum við að Fuglafár stuðli að enn frekari áhuga þeirra á náttúru Íslands og auki skilning á mikilvægi hennar.“ Könnuðu þekkingu grunnskólabarna á íslenskum fuglum Birgitta er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og Heiðdís nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Báðar ólust upp í Árbæ í Reykjavík og hafa verið vinkonur frá 12 ára aldri. „Við fengum styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís til að hefja vinnu við gerð spilsins vorið 2015. Áður en við hófum hönnunarferli spilsins vildum við samt athuga hver staða þekkingar íslenskra barna á fuglunum okkar væri. Þess vegna fórum við í 9 grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu og lögðum könnun fyrir 370 börn í 4. bekk þar sem við athuguðum hvort þau þekktu 30 algengustu og mest einkennandi fugla í íslenskri náttúru. Þegar spilið var tilbúið og fyrsta frumgerð hafði verið prentuð fórum við svo aftur í skólana og fengum börnin til að prófa spilið og gefa því umsögn. Það gekk vonum framar og voru bæði börn og kennarar ákaflega ánægð með spilið,“ segir Birgitta. Hún segir að áhugavert væri í framhaldi af heimsóknum í grunnskóla í höfuð- borginni að leggja sömu könnun fyrir grunnskólanema á landsbyggðinni og bera niðurstöðurnar saman. Fyrr á þessu ári, eða í janúar síðastliðnum, fengu þær Birgitta og Heiðdís Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir þetta verkefni. /MÞÞ Fuglafár er nýtt spil um fugla í íslenskri náttúru Varahlutir í flestar tegundir dráttarvéla New Holland - Fiat - Ford - Case - Steyr - Zetor - Fendt Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Eigum fyrirliggjandi síur í flestar gerðir þessara véla og mikið úrval varahluta. Einnig sérpantanir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.