Bændablaðið - 01.12.2016, Side 53

Bændablaðið - 01.12.2016, Side 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Frá og með næstu áramót- um verða gerðar breytingar á gjaldtöku fyrir grunnskráningar á hrossum. Breytingarnar eru gerðar með hliðsjón af reglugerð um einstaklingsmerkingar og með það að markmiði að hvetja hesteigendur til að merkja og skrá folöld í samræmi við gild- andi reglur. Ekki verður tekið gjald fyrir grunnskráningu á folöldum fola- ldsárið eða til 1. mars árið eftir að folald fæðist. Samkvæmt einstaklingsmerkingarreglugerð er skylt að skrá og merkja folöld innan þess tíma. Skráningargjald verður hins vegar innheimt fyrir allar grunnskráningar hrossa sem berast eftir tilskildan skráningar- tíma hvort heldur sem þær ber- ast inn á grunnskráningarblöðum eða á örmerkjablöðum. Innheimt verður fyrir þær samkvæmt gjald- skrá RML. Menn eru hvattir til að grunnskrá og merkja þau hross sem enn eru ómerkt fyrir áramótin. Eins og sjálfsagt flestir vita hefur frá árinu 2003 verið skylda að einstaklingsmerkja folöld fyrir 10 mánaða aldur, samkvæmt reglu- gerð nr. 463/2003 um merkingar búfjár. Árið 2005 kom út ný reglugerð (nr. 289/2005) þar sem kveðið er á um að öll hross skuli vera einstaklingsmerkt, burtséð frá aldri þeirra. Tilgangurinn með þessum merkingum er að tryggja rekjanleika gripa og afurða ef eitt- hvað kemur upp á. Í ljósi stöð- unnar í dag er greinilegt að þessu hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir, því enn er talsvert til af ómerktum og óskráðum hrossum. Hesteigendur hafa mikinn hag af því að hafa skráningar og merk- ingar í lagi og örmerki hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. WorldFeng Hestamenn sem eru í hesta- mannafélagi eða Félagi hrossa- bænda eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þar er að finna óhemjumikið magn upplýsinga um ættir, örmerki, sýningar o.fl. Gott er að fara reglulega í gegnum hvort upplýsingar þar séu réttar. Hafa örmerkingar, DNA-sýni eða eigandaskipti skilað sér inn? Þeir sem hins vegar hafa ekki aðgang að WorldFeng geta alltaf farið inn á heimasíðuna www.worldfengur. com. Þarna er hægt að fletta upp hrossum eftir nafni og uppruna, fæðingarnúmeri eða örmerki. Þannig geta hesteigendur sem ekki hafa aðgang að WorldFeng skoðað hvort þeirra hross eru ekki örugglega grunnskráð og hvort að sú skráning sé rétt. Hægt er að hafa samband við starfsmenn á sviði hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) til að fá nánari upplýsingar eða aðstoð við skráningar í síma 516-5000. Á heimasíðu okkar má einnig finna upplýsingar um hvaða þjónustu RML hefur í boði fyrir hestamenn www.rml.is. Sólfræðingar hafa merkt að sólin hefur verið daufari undan- farin ár. Þannig hefur sagan verið, að virkni sólar hefur sveiflast verulega. Það sýna þeir á línuritum, sem ná yfir árþúsundir. Síðast var sólin veru- lega dauf fyrir fjórum öldum. Af því leiddi í Evrópu litla ísöld (1645–1715), en hún dró á eftir sér kulda í ein 150 ár. Hér norður við heimskautsbaug mundu tímamörkin hafa verið önnur. Sólfræðingar kunna ekki að svara því, hvort nú fari í sama far og á 17. öld. Þeir telja kólnunina geta orðið allt að því eins mikla, en minnst verði hún sem svarar til þeirrar hlýnunar, sem maðurinn kann að hafa valdið með umsvifum sínum undanfarnar tvær aldir. Málstaður sólfræðinganna er annar en málstaður loftslags- fræðinga, sem gera ráð fyrir hlýnun loftslags vegna umsvifa mannsins. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) ályktuðu samkvæmt því í París í desember 2015 og gerðu loftslagssamning. Sólfræðingar gera ekki sem slíkir ágreining um það, að maðurinn hafi áhrif á loftslagið. Ef hins vegar fer sem þeir ætla, þarf að snúa alveg við blaðinu í loftslagsmálum. Í stað þeirra ráðstafana, sem nú er unnið að til að halda aftur af hlýnun jarð- ar og mikið er fjallað um, meðal annars í Bændablaðinu, þarf þver- öfugar ráðstafanir, sem halda aftur af kólnun, sem daufari sól veldur. Björn S. Stefánsson Þegar sólin dofnar Gjaldtaka vegna grunnskráninga Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur í hrossarækt halla@rml.is Stóðhestaskýrslur/fyljunarvottorð − gjaldtaka Minnum á skil á stóðhestaskýrsl- um og fyljunarvottorðum. Fram til þessa hefur skráning á þessum skýrslum verið mönnum að kostn- aðarlausu en nú verður breyting á því. Frá og með næstu áramótum verður gjald tekið fyrir þessar skráningar. Menn eru því hvattir til að skila þessum skýrslum á næstu starfsstöð RML fyrir áramótin. Upplýsingar um starfsstöðvar RML er að finna á heimasíðunni www. rml.is. Einnig má skanna þessa pappíra inn og senda í tölvupósti. Gjaldskráin er eftirfarandi: Lágmarksgjald er 1.500 kr. m. vsk. en inni í þeirri upphæð eru 4 skráningar, annaðhvort 4 skráningar á stóðhestaskýrslu eða fjögur fylj- unarvottorð. Hver skráning umfram þessar fjórar kostar 150 kr. m. vsk. Hámarksgjald á hverja stóðhesta- skýrslu er 3.000 kr. m. vsk. en á hverja stóðhestaskýrslu er hægt að skrá 20 hryssur, þá er kostnaður á skráningu kominn niður í 150 kr. Eins og kynnt var í Bændablaðinu í haust er nýjunga að vænta í heima- rétt WorldFengs. Þar mun t.d. verða flipi sem heitir Fyljanaskráning þar sem hægt er að gera grein fyrir fyljun hryssna. Þessar upplýsingar hlaðast inn í heimarétt stóðhests- eiganda og þar getur hann staðfest að viðkomandi hryssur hafi verið hjá hestinum, sé það gert getur hrys- sueigandinn skráð folaldið um leið og það fæðist í sinni heimarétt. Þessi nýjung verður kynnt um leið og hún er komin í gagnið sem ætti að verða fljótlega. Lesendabás Kletthálsi 3 |110 Reykjavík | sími 540 4900 www.yamaha.is EXPLORE WITHOUT LIMITS ® EXPLORE WITHOUT LIMITS ® VERÐ FRÁ kr. 2.250.000,- án vsk Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 540 4900 til að kynna þér lánamöguleika. NÝR byltingarkenndur vélsleði frá Yamaha: • Turbo frá verksmiðju! • 180 hestöfl sem skila sér strax! • 2 ára ábyrgð • 6 mismunandi útfærslur í boði • Fox fjöðrun • Camoplast® belti

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.