Bændablaðið - 07.06.2018, Side 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
Hafðu samband: bondi@byko.is
ERU LÉTTAR STÁL-
KLÆDDAR SAMLOKU-
EININGAR SEM FÁST
MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA
STEINULLARKJARNA.
Einingarnar eru sterkar og burðar-
miklar og fást með mismunandi
yfirborði og litum að eigin vali.
Helstu kostir þess að nota
samlokueiningar er auðveld og
fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil
burðargeta, mikið einangrunargildi
og er ódýr kostur ef miðað er við
hefðbundnar lausnir.
Yleiningar henta vel fyrir eldri
gripahús þar sem skipta þarf út
þak- og eða veggjaklæðningum.
BALEX yleiningar eru framleiddar
undir ströngu eftirliti samkvæmt
viðurkenndum evrópskum stöðlum.
YLEININGAR
Út er komin bókin
Grasnytjar á Íslandi,
þjóðtrú og saga. Í
bókinni er fjallað um
villtar jurtir sem hafa
verið nytjaðar á Íslandi
í gegnum tíðina en
meðal annars nýttu
menn jurtir til fóðurs,
húsbygginga, litun-
ar og lækninga. Ýmis
þjóðtrú varð til um
nytjarnar en á þessum
tíma skildu menn ekki
efnafræðina sem lá á
bak við ýmsa virkni og
kenndu oft um hindur-
vitni og göldrum.
Fjallað er um þjóð-
trú og sagnir tengdar
jurtunum. Þegar land-
nemarnir komu til
Íslands frá Noregi og
Bretlandseyjum á 9. öld
þurftu þeir að treysta á
íslenska flóru til margra
nytja. Sumt þekktu þeir
frá heimahögunum en
annað var nýtt fyrir
þeim.
Bókin er einnig
gefin út á ensku og
heitir Plants of Iceland
Traditional uses and
folklore.
Höfundur, Guðrún
Bjarnadóttir, er stunda-
kennari í grasafræði við
Land búnaðar háskóla
Íslands og rekur jurta-
litunar vinnustofuna
Hespuhúsið í Borgar-
firði. Guðrún hefur
safnað upp lýsingum
um grasnytjar og þjóðtrú
tengda plöntum í mörg
ár og nýtt við kennslu
í grasafræði. Bókin er
skrifuð upp úr MSc-
ritgerð hennar um
grasnytjar á Íslandi.
Jóhann Óli Hilmars son hefur
myndað íslenska náttúru í áratugi,
meðal annars plöntur, þótt hann sé
kunnastur fyrir fuglamyndirnar sínar
og skrif um fugla.
Bókin er skreytt með teikning-
um eftir Bjarna Guðmundsson á
Hvanneyri en hann er þekktur fyrir
bækur sínar á sviði landbúnaðar-
sögu.
Langur aðdragandi
Guðrún segir að aðdragandinn að
útgáfu bókarinnar sé langur. „Fyrir
mörgum árum síðan spjölluðum við
Jóhann Óli Hilmarsson um að gefa út
barnabók saman um blóm og þjóðtrú
með ljósmyndum eftir hann.
Þá starfaði ég á sumrin sem
landvörður og fór með gesti í
grasafræðslugöngur og fann þá
áhugann á því að vita meira um
tegundirnar en latnesku heitin.
Þannig byrjaði ég að viða að mér
upplýsingum um grasnytjar og ýmsar
skemmtilegar sögur um tegundirnar
sem endaði svo sem MSc-ritgerð mín
við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Loksins dreif ég í því að vinna upp
úr ritgerðinni þessa bók og láta þýða
á ensku og ég er mjög ánægð með
útkomuna. Barnabókin bíður betri
tíma.
Íslenska útgáfan ætti að vekja
áhuga allra í fjölskyldunni.
Upphaflega voru þessar upplýsingar
teknar saman til að vekja áhuga
fólks á náttúrunni í kringum sig og
mikilvægi hennar og ég tel að þessi
bók geri það nákvæmlega.
Í MSc-ritgerðinni voru bara
grasnytjarnar en hér hef ég tekið inn
þjóðtrúna og skemmtilegar sögur
um tegundirnar þannig að lesningin
verður ekki þung grasafræði heldur
mikil skemmtilesning og fróðleikur
um leið.
Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri
teiknar myndir við tegundirnar sem
gefur bókinni skemmtilegan svip og
Jóhann Óli Hilmarsson, sem þekktur
er fyrir fuglaljósmyndir sínar, á
blómamyndirnar en hann hefur einnig
myndað íslenska náttúru í áraraðir.
Enska útgáfan er hugsuð fyrir
ferðamenn og einnig fyrir Íslendinga
til gjafa fyrir vini erlendis. Ég er með
jurtalitunarvinnustofuna mína opna
á sumrin fyrir gesti og gangandi og
margir erlendir ferðamenn fara þar í
gegn og á þessum fáu dögum sem ég
hef haft bókina í sölu þá hefur hún
vakið mikla lukku hjá Íslendingum
og erlendum gestum,“ segir Guðrún.
Bókin er 130 blaðsíður og
14,5X14,5 cm að stærð, harðspjalda.
Útgefendur eru Guðrún
Bjarnadóttir og Jóhann Óli
Hilmarsson. Tekið er á móti
pöntunum í síma 865 2910 eða á
netfangið hespa@hespa.is /VH
Grasnytjabókin:
Grasnytjar á Íslandi
MENNING&LISTIR
lækningamátt heldur er íslenska orðið lyf not-
til að hleypa mjólk til skyrgerðar. Áður var
kálfsmagi einnig notaður í sama tilgangi en
svipuð efni eru í kálfsmaga og í blöðum lyfja-
grassins sem valda því að mjólkin hleypur. Ef
kýr bíta lyfjagras í haga á mjólkin það til að
að kenna. Þó að nafnið tengist ekki lækninga-
mætti var hún notuð til að lækna júgurbólgu
í kúm. Þá voru marin lyfjagrasblöð lögð upp
við spenann og brennisteinsreykur látinn leika
tólg og borin á spenana.
Lyfjagras nærist á prótínum sem það fær
smádýrin að jarðlægum blöðum sínum sem
eru alþakin slími eða meltingarensímum
Smádýrin festast á blöðunum sem verpast
-
ingarvökvanum og næringin sogast niður í
rótina. Á Íslandi eru þrjár tegundir sem nærast
á prótínum, hinar eru blöðrujurt (Urticularia
minor) og sóldögg (Drosera rotundifolia).“
Lyfjagras er mjólkurhleypir
Bókin kemur samtímis út á íslensku og ensku.
Höfundur Grasnytja á Íslandi er Guðrún Bjarnadótt-
ir, stundakennari í grasafræði við Landbúnaðar-
háskóla Íslands, hún rekur einnig jurtalitunarvinnu-
bókina tók Jóhann Óli Hilmarsson.
Markaðsstofan Icelandic lamb
hefur undanfarin misseri unnið
að markaðssetningu á íslensku
lambakjöti í Japan í samvinnu
við kjötútflytjendur og japanska
fyrirtækið Global Vision.
Fyrirtækið flytur inn ýmsar
sérvörur til Japans frá Evrópu
og Norður-Ameríku og selur til
veitingastaða, svæðisbundinna
dreifingaraðila og sérverslana. Nú
þegar er íslenskt lambakjöt komið á
matseðla um 100 veitingastaða og
fæst auk þess í nokkrum völdum
verslunum.
Helsta verkefni markaðs-
stofunnar Icelandic Lamb snýr að
því að kynna íslenskt lambakjöt
og aðrar sauðfjárafurðir fyrir
erlendum ferðamönnum á Íslandi.
Þegar hefur verið komið á samstarfi
við um 120 veitingastaði sem setja
lambakjöt í öndvegi og um 40
aðra aðila í framleiðslu, hönnun
og nýsköpun. Að auki vinnur
markaðsstofan að sérstökum
útflutningsverkefnum.
Fyrsti formlegi samstarfs-
veitingastaðurinn utan Íslands
Á dögunum var skrifað undir
fyrsta formlega samstarfssamning
Icelandic Lamb við veitingastað
utan Íslands. Samningurinn er við
veitingastaðinn Yuki Daruma í
Tókíó. Nafnið þýðir snjókarl en
eigandi hans er fyrrum frægur
súmó-glímukappi. Staðurinn er einn
af vinsælustu stöðum Tókíóborgar
sem bjóða upp á mongólskt grill.
Staðurinn er sérstaklega þekktur
fyrir það að veggirnir eru þaktir
eiginhandaráritunum frægra
íþróttamanna og leikara.
Guðlaugur Þór setti upp skjöld
Guðlaugur Þór Þórðarson,
utanríkisráðherra Íslands, setti upp
fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á
Yuki Daruma, en hann var nýverið
í opinberri heimsókn í Japan.
Fimmtán aðrir veitingastaðir
hafa þegar óskað eftir að gera
sambærilegan samstarfssamning
og skuldbinda sig um leið til að
bjóða eingöngu upp á íslenskt
lambakjöt og hafa það ávallt á
matseðli. Að auki verða fljótlega
opnaðir þrír grillstaðir til viðbótar
sem ekki munu bjóða upp á neitt
annað en íslenskt lambakjöt.
Íslenskt lambakjöt komið á 100 veitingastaði í Japan:
Fyrsti Icelandic Lamb-skjöldurinn
settur upp á veitingastað utan Íslands
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, setti upp fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á Yuki Daruma, en hann
var nýverið í opinberri heimsókn í Japan. Veggir veitingastaðarins eru þaktir nöfnum japanskra súmó-glímukappa.
UTAN ÚR HEIMI