Bændablaðið - 07.06.2018, Page 44

Bændablaðið - 07.06.2018, Page 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur verið auglýst til sölu í heild sinni. Húsakostur á eyjunni er vel yfir 700 fermetra og þar er einnig frægasta vindmylla landsins, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins. Salvar Baldursson, bóndi í Vigur, og fjölskylda á eyjuna ásamt fjölskyldum bræðra sinna. Hann segir að það sé kominn tími til að breyta til eftir 38 ára búsetu þeirra hjóna í Eyjunni. Síminn hefur vart stoppað hjá honum eftir að eyjan var auglýst til sölu á mánudag. „Það er komin svona ákveðin stöðnun í mann svo það er kominn tími á að gefa öðrum tækifæri til að nýta þessa eign. Þá vill enginn af krökkunum okkar taka við þessu búi,“ sagði Salvar í samtali við Bændablaðið. Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur verið í eigu sömu ættar frá því fyrir aldamótin 1900. Langafi Salvars, séra Sigurður Stefánsson, flutti í eyjuna 1884 eftir að hafa keypt upp síðasta partinn í jörðinni. Þá keypti hann líka áttæringinn Breið sem enn er í nothæfu ástandi. Vigur- Breiður er þó enn eldri en hans mun fyrst getið í rekaviðarflutningum í Fljótavík 1829. Eyjan er einstök náttúruperla. Yfir 10 þúsund gestir heimsækja staðinn árlega. Eyjan er um 45 hekt- arar og ræktuð tún um 10 hektarar. Rafmagn er leitt úr landi og vatns- uppspretta er á eynni. Eyjan selst í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Netsamband er í gegn- um 3G og 4G. Um 10 mín. tekur að sigla á hraðbáti frá Súðavík í Vigur í góðu veðri. Stór ákvörðun að selja „Ég flutti hingað 1980 og hef verið eða búið síðan 1985. Fyrst með bróður mínum í um 24 ár, eða til 2004, og síðan hef ég búið hér með konu minni, Hugrúnu Magnúsdóttur. Þetta er mjög sérstök eign og mikil ákvörðun fyrir okkur að taka að selja eyjuna. Við erum búin að gera það sem við getum í uppbyggingu ferða- þjónustu og farin að eldast þó við séum alls ekki orðin gömul. Það er svo sem ekki alveg einfalt að búa á svona eyju og við búin að vera hér tvö dálítið lengi. Það lagað- ist heldur ekkert þegar samgöngurn- ar voru teknar af okkur. Póstferðir eru líka aflagðar.“ Salvar segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvert verði farið ef eyjan selst. „Fólk vill stundum breyta til og það er spennandi að finna sér eitthvað annað að gera. Hér eru miklir möguleikar og ef það koma einhverjir kaupendur, þá viljum við gefa þeim tækifæri. Ég hef fulla trú á að eyjan seljist og maður vonar bara að fólk sjái tækifærin og geri eitthvað gott úr þessu.“ Það er Borg Fasteignasala sem sér um söluferlið á eigninni. Á eyjunni er rúmlega 200 fermetra íbúðarhús, sumarbústaður, hlaða, fjós, kælihús, reykhús, fjárhús fyrir 70 til 80 kindur, hjallur og vélageymsla. Þar er einnig Viktoríuhúsið sem er eign Þjóðminjasafnsins. Viðbygging sem er skráð veitingahús er í eigu ábúenda. Tvö salerni og sturta eru í veitingahlutanum. Eldhús með afgreiðsluborði og sæti fyrir 25 gesti. Þá er gamla vindmyllan sem byggð var um 1860 eign Þjóðminjasafnsins. Íbúðarhúsið, sem er tæpir 208 fermetrar, er líka orðið gamalt að sögn Salvars og að komast á friðunarstig. Fjósið, sem er 150 fermetrar að stærð, var tekið í gegn fyrir 4 árum. Í dag er þar veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti og fullbúið eldhús. Þar eru einnig salerni, karla, kvenna og fatl- aðra. Í dag er þar minjagripasala og seldar kaffiveitingar. Engar kvaðir varðandi uppbyggingu Salvar segir engar kvaðir á uppbyggingu í eyjunni fyrir utan kvaðir á friðuðum byggingum. Þarna megi reisa sumarhús og eflaust hótel ef menn kjósa slíkt. Það takmarkist bara af samþykktu skipulagi sveitarfélagsins hverju sinni. Auk möguleika í ferðaþjónustu eru helstu hlunnindi eyjarinnar umtalsvert æðarvarp. Það gefur í kringum 50–60 kg á ári af hreinsuð- um dún eftir því hvernig árar. Mikið fuglalíf er í eyjunni og selir á skerjum allt árið. Um 30 þúsund lundapör verpa þar og hefur það verið nýtt í gegnum tíðina. Þar er líka mikið af teistu og kríu. Teisturnar eru sérlega spakar og vappa í kringum húsin. /HKr. TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Perlan Vigur við Ísafjarðardjúp til sölu eftir 134 ára ábúð sömu ættar Mynd / HKr. í ágúst 1996. Mynd / HKr. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.