Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 201858 LESENDABÁS SAMÞJÖPPUÐ GÆÐI Í MANITOU SKOTBÓMULYFTARA » Lyftigeta: 2.000 kg » Lyftihæð: 4.300 mm » Breidd: 1.490 mm » Mesta hæð: 1.900 mm » Hraði: 25 km/klst » Eigin þyngd: 4.260 kg » Vél: Kubota 50 HÖ » Gafflar og skófla PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími: 580 0110 | Heimasíða: www.pon.is MT 420 H NÝR BUGGY TILBOÐSVERÐ á 10 fyrstu tækjunum er 4.950.000 kr. + vsk. 15-1 Assembly SupraCoat Verð: kr. 434,- KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is 15-1 Assembly Nitrile 2 FULL 15-1 Assembly Nitrile 215-1 Assembly Nitrile Verð: kr. 434,- Verð: kr. 533,- Verð: kr. 608,- 551 5000 Ármúla 15, 108 Reykjavík - www.proventus.is - proventus@proventus.is TIL FJÖLBREYTTRA STARFA UM LENGRI EÐA SKEMMRI TÍMA Útvegum starfsmenn Nánari upplýsingar í síma 551 5000 eða sendið fyrirspurn á netfangið proventus@proventus.is Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS Skráning á gömlum ætternis- upplýsingum í FJARVIS Fyrir meira en tveim áratugum hóf ég að safna gömlum ætternisupp- lýsingum um sauðfé hér á landi í þann ætternisgrunn sem þá var fyrir hendi í sauðfjárræktinni. Lengstum var þetta skemmtilegt tómstundagaman sem aðallega beindist að ættum sæðingarhrúta, þeirra einstaklinga sem eiga dreifða afkomendur á oft hundruð- um búa. Árangur þessa getur hver og einn notandi FJARVIS sann- reynt sjálfur með að rekja ættir sæðingahrúta. Fyrir alla slíka gripi á síðustu árum nema forustu- og ferhyrndra-hrúta er nú mögulegt að rekja ættir til forfeðra fæddra á árunum 1910-1920. Við þessa vinnu hef ég orðið þess var að miklu meira er varðveitt af gömlum fjárbókum víða um land en ég hafði grun um þegar ég byrjaði þessa vinnu. Ég hef þegar sópað upp slíkum bókum á hundruðum búa til úrvinnslu. Í heilum sveitum er nú allar slíkar mögulegar upplýsingar að finna í FJARVIS. Ætterni skrái ég aðeins fyrir þá fornu einstaklinga sem eiga sér afkomendur lifandi enn í dag en það get ég ráðið að skráningum sem fyrir eru og á hvern hátt ég vinn þetta. Þetta þýðir að á búum lands- ins þar sem fjárskipti hafa farið fram annaðhvort um miðja síðustu öld eða síðla á henni þá eru aðeins áhugaverð gögn til fjárskipta. Stóran hluta utan slíkra svæða hef ég þegar skráð allt sem til er. Til þessa hef ég fundið óskráðar upplýsingar með beinu sambandi við þá sem höfðu þær undir höndum. Ég veit að enn liggur samt feikilega mikið óskráð af slíkum gögnum. Til að nálgast þau gögn skrifa ég þennan pistil með bón til þeirra sem liggja á slíkum upplýsingum en væru reiðu- búnir að leggja upplýsingar til. Ég mundi helst kjósa að viðkomandi hefði þá samband við mig á tölvu- pósti þannig að ég geti metið út frá fyrirliggjandi gögnum í FJARVIS hvað mögulega væri að sækja til hvers og eins. Tölvupóstfang mitt er jvj111@outlook.com en stundum er einnig mögulegt að nálgast mig í síma 895-6150. Fyrir þá sem lengi hafa verið þátttakendur í skýrsluhaldi fjárræktarinnar er að öðru jöfnu yngsta áhugaverða skýrsluhaldið vegna þessa frá árunum um 1980 en hver og einn getur séð hvar skörðin koma í ættfærslur í gripaskránni í FJARVIS. Fyrir þá sem byrja skýrsluhald síðar er einnig um að ræða það skýrsluhald sem er eldra en ætternisupplýsingar í FJARVIS. Oft eru þetta gamlar fjárbækur fyrir einstök fyrri ár sem yfirleitt er einfalt að rekja ættir eftir. Ég nefndi að aðeins væru áhugaverð gögn til fjárskipta. Í þessu sambandi er ástæða til að nefna þau fjölmörgu bú sem stóðu í fjárskiptum vegna riðuveiki síðla á síðustu öld. Mögulega finnast á einhverjum af þeim búum listar með lambanúmerum fjárkaupalamba og fullorðinsnúmers á kaupabúi. Útfrá slíkum listum má byggja upp miklar ættartengingar. Slíkir listar veit ég að eru sums staðar til og eru áhugaverðir í þessu sambandi. Eðlilega spyrja menn hvaða til- gangi slík skráning þjóni. Sem stend- ur þá bendi ég á að á þennan hátt er forðað frá glötun þekkingu sem fólk fyrir áratugum lagði á sig að skrá. Þekking eigandans á eigin fjárstofni eykst. Ætternistengingar milli búa aukast sem mögulega í undantekn- ingartilvikum hefur áhrif á kynbóta- mat einstaklinga þó að ekki skuli gert mikið úr því. Með þeim dyrum sem opnast á næstu árum í þekkingarleit með aðstoð margvíslegrar erfðatækni er mögulegt að slíkar upplýsingar megi koma að notum. Eins og áður segir býð ég öllum sem eiga slíkar gamlar upplýsingar að taka þær til skráningar. Vísa ég þar til þess sem áður er sagt um hvernig best er að ná sambandi við mig. Vonast ég til að mega eiga á þennan hátt ánægjulegt samstarf við sem allra flesta núverandi eða fyrrverandi fjáreigendur í landinu. Jón Viðar Jónmundsson Unglingarnir í Grunnskóla Borg- ar fjarðar á Kleppjárns reykjum eru allir sendir í sveit á sínum skólaferli til þess að kynna sér störf bænda. Þetta er siður sem hefur tíðkast um árabil en verkefnið, sem kallast „Sérstaða sveitaskóla,“ er unnið í náinni samvinnu bænda og kennara. Í 8. og 9. bekk dvelja krakkarnir í tvo daga hjá bændum og leysa ákveðin verkefni. Þeim er uppálagt að kynna vistina meðal bekkjarfélaga sinna þegar allt er yfirstaðið. Í síðustu viku fór fram kynning á Kleppjárnsreykjum þar sem unglingarnir sýndu stutt myndbönd sem lýstu sveitadvölinni. Verkefni byggt á gömlum grunni Að sögn Þóru Geirlaugar Bjartmars- dóttur, kennara á Kleppjárnsreykjum, gengur vel að fá bændur til samstarfs og verkefnið er fyrir löngu búið að sanna gildi sitt. „Verkefnið er upp- runnið frá Varmalandsskóla um alda- mótin síðustu þegar nemendur ung- lingadeildar þar fóru og kynntust bæði fyrirtækjum og bústörfum á svæðinu í kringum skólann. Verkefnið þróað- ist yfir í það að nemendur dvöldu á sveitabæjum í tvo til þrjá daga, kynnt- ust mismunandi landbúnaðargreinum og skiluðu af sér kynningu,“ segir Þóra Geirlaug. Brýtur upp skólastarfið Þegar Varmalandsskóli og Grunn- skóli Borgarfjarðarsveitar, fyrr- um Andakílsskóli og Kleppjárns- reykjaskóli, voru sameinaðir undir einn hatt Grunnskóla Borgarfjarðar, gekk Kleppjárnsreykjadeildin inn í verkefnið. „Í seinni tíð hefur tíminn styst en nemendur dvelja á sveita- bæjum í það sem samsvarar tveimur skóladögum, en þau eru sífellt upp- teknari í eigin dagskrá, æfingum og keppnisíþróttum.“ Umsjónarkennarar bekkjanna bera hitann og þungann af því að hafa samband við bændur, setja saman verkefni og fleira, en annað starfsfólk og foreldrar hafa aðstoð- að með að keyra og sækja börnin á bæina. „Það er mikil ánægja með verkefnið og gefur þetta nemendum tækifæri á að sýna á sér aðra hlið en þau sýna oft í skólastofunni,“ segir Þóra Geirlaug. Sérstaða sveitaskóla er rótgróið verkefni á Kleppjárnsreykjum: Nemendur dvelja í sveit í tvo daga Nemendur, kennarar og bændur hittust á dögunum þegar verkefni unglinganna voru kynnt. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Bjarnheiður Jónsdóttir og Magnea Helgadóttir kenna í unglingadeildinni á Kleppjárnsreykjum. Myndir / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.