Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201912 FRÉTTIR Laugardaginn 31. ágúst verða Hrunamenn með sína árlegu uppskeruhátíð þar sem uppskeru sumarsins er fagnað og haustið boðið velkomið. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá allan daginn. Dagurinn hefst með uppskerumessu í Hrunakirkju kl. 11.00. Í Félagsheimilinu á Flúðum verður matarkistumarkaður frá kl. 12.00 til 17.00 en þar verður hægt að gera góð kaup á alls kyns fersku grænmeti beint frá býli, kjöt frá Koti, kræsingar í krukkum og fleira og fleira. Auk annarra atriða yfir daginn má nefna Samansafnið á Sólheimum, sem verður með opið frá 12.00 til 17.00 en þar er minjasafn og gamlir bílar. Þá verða veitingastaðir í sveitarfélaginu með ýmis freistandi tilboð. /MHH Uppskeruhátíð Hrunamanna 31. ágúst Lýð- og dýraheilsa og matvælaöryggi: Háþrýstiþvottur sögð ein af smitleiðunum í Efstadal II Matvælastofnun telur að há þrýsti­ þvottur í umhverfi naut gripa hafi verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II fyrr í sumar. Há þrýstiþvottur á kálfastíu hefur líklega dreift smitefnum með andrúmslofti í nærumhverfið, á yfirborðsfleti borða og stóla og jafnvel á ís og þannig orsakað smit. Sigurborg Daðadóttir yfirdýra­ læknir segir að nauðsynlegt sé að gera bændum grein fyrir því að það sé tvennt ólíkt að nota háþrýstiþvott á ytra byrði á húsi eða inni í gripahúsi þar sem er búfjárskítur með tilheyrandi bakteríum og smitefnum nánast úti um allt. Í flestum tilfellum er svona þvottur ekki hættulegur fólki eða dýrum þar sem yfirleitt eru í húsum bara bakteríur sem eru að jafnaði í umhverfinu. Í sumum tilfellum geta þó verið á staðnum smitefni sem eru hættuleg fyrir menn og eða dýr.“ Að sögn Sigurborgar er það mat Matvælastofnunar í dag að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II í fólk fyrr í sumar. „Í Efstadal II var baktería, sem er hættuleg mönnum, í skít nautgripanna og líklegt að þær hafi þyrlast út í loftið þegar kálfastían var þrifin með háþrýstibúnaði. Við háþrýstiþvott er starfsmaðurinn sem er að þvo ataður í skít og bakterían berst á hann og næsta umhverfi, auk þess myndast úði sem dreifist með minnsta andblæ. Eins og háttar til í Efstadal II eru borð og stólar skammt fyrir utan kálfastíuna og örstutt inn í ísbúðina, í því ljósi að kálfarnir eru smitaðir er aukin hætta á dreifingu smits við háþrýstiþvott. Auk þess sem snertismit getur átt sér stað þegar gestir snerta kálfana, borðin og stólana eftir að úðinn hefur sest. Einnig getur orðið smit ef fólk andar að sér bakteríum sem eru í andrúmsloftinu eftir slíkan þvott. Bakteríurnar geta einnig borist með gegnumtrekk eða með fólki í ísbúðina og á ísinn. Ekki síst á góðviðrisdegi þegar mörg hundruð manns koma í heimsókn og hurðum kannski ekki alltaf lokað.“ Háþrýstiþvottur eykur líkur á smiti „Mín skoðun er, og ég vil leggja á það áherslu, að bændur hætti að nota háþrýstitæki til þvotta á þeim stöðum þar sem hættulegar bakteríur eða annað smitefni geta verið, í raun þar sem er búfjárskítur, og leiti annarra leiða til þrifa,“ segir Sigurborg Eins og kemur fram í frétt Matvælastofnunar hefur lágþrýstiþvottur, 20–22 bör, þá kosti umfram háþrýstiþvott, um og yfir 100 bör, að hvorki myndast úði né dreifast óhreinindi eins mikið. Lágþrýstiþvottur er því betri kostur til þvotta í landbúnaði þar sem óhjákvæmilega eru smitefni sem geta verið hættuleg heilsu manna og dýra. „Í öllu falli ætti ekki að nota háþrýstiþvott þar sem nálægð er mikil milli dýra og manna og eða matvæla, því úðinn fer víða. Aldrei skal þvo gripahús með háþrýstingi þegar dýr eru inni og nota skal grímur til að verjast úðasmiti.“ Sýktist í kjölfar háþrýstiþvotts Sigurborg segir að það að starfsmaður sem vann við háþrýstiþvott á kálfastíunni hafi verið einn þeirra sem smitaðist vegna E. coli sýkingarinnar í Efstadal, ýti enn frekari stoðum undir þá kenningu að sýkingarnar tengist háþrýstiþvottinum. „Sýking af völdum sníkjudýrsins Cryptosporidium parvum meðal dýralæknanema í Danmörku árið 2012 er gott dæmi um hvað getur gerst við háþrýstiþvott í smituðu umhverfi. Við frágang eftir verklega kennslu með kálfa sem voru með niðurgang var kennslurýmið háþrýstiþvegið og allir sem voru þar inni veiktust, alls 24 manns. Smitið barst að öllum líkindum með úðanum sem myndaðist við þvottinn, sem viðstaddir önduðu að sér.“ Sigurborg starfaði sem dýralæknir hjá alifuglafyrirtæki um og eftir síðustu aldamót. Hún segir að strax þá, fyrir 19 árum, hafi fyrirtækið losað sig við öll tæki til háþrýstiþvotta og tekið inn lágþrýstitæki í staðinn. Mikil ánægja hafi verið með þau skipti þá og notar fyrirtækið enn lágþrýstiþvott. Nauðsynlegt að endurskoða starfsvenjur Á heimasíðu Mast segir að víða á Íslandi sé hefð fyrir því að nota háþrýstiþvott í landbúnaði. Í úðanum sem myndast við háþrýstiþvott geta verið sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, til dæmis með því að anda úðanum að sér. Auk þess leggst úðinn á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit getur þá orðið við snertingu. Fólk í landbúnaði þarf að gera sér grein fyrir þessu og endurskoða starfsvenjur sínar þannig að komið verði í veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það sama getur átt við í matvælaiðnaði /VH Hægt verður að gera góð kaup á brakandi fersku grænmeti úr görðum garðyrkjubænda á uppskeruhátíð Hrunamannahrepps 31. ágúst. Mynd / MHH Við háþrýstiþvott þyrlast alls kyns efni og bakteríur út í andrúmsloftið sem í sumum tilfellum geta verið hættuleg mönnum og dýrum. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Matur í skólum: Vilja skoða að minnka framboð á kjöti í leik- og grunnskólum Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi í skóla­ og tómstundaráði, segist vilja skoða hvort æskilegt sé að minnka framboð á kjöti og dýraafurðum í leik­ og grunnskólum á vegum Reykjavíkur. „Í dag er boðið upp á grænmeti þrjá daga vikunnar og fisk eða kjöt einu sinni til tvisvar í viku. Nú er meginuppistaðan í máltíðunum í leik­ og grunnskólum grænmeti, ávextir og mjólk en það er líka mikilvægt að bjóða upp á aðra mjólk en kúamjólk því að margir eru með mjólkuróþol.“ Hún segir að einnig eigi að skoða hvort ekki sé hægt að bjóða upp á fjölbreyttara framboð af plöntuafurðum. Að sögn Lífar ríkir einhugur hjá meirihlutanum í borginni að skoða kolefnisspor og sporna við matarsóun tengdum máltíðum sem borgin býður upp á. „Reykjavíkurborg er ábyrg fyrir rúmlega sjö milljón máltíðum á ári hvort sem það er fyrir skóla, vinnustaði eða matur sem er sendur heim til fólks og því ekkert óeðlilegt að þessi mál séu tekin til skoðunar.“ Ekki hugmyndin að hætta með kjöt Líf segir að ekki sé hugmyndin að loka alveg fyrir dýraafurðir í skólum heldur að auka framboð plöntuafurða enn meira en það er í dag. „Rannsóknir sýna að neysla á plöntuafurðum er mun hollari en neysla á dýraafurðum og því skynsamlegt að bjóða upp á hollan mat og á sama tíma draga úr kolefnislosun vegna framleiðslu á kjöti. Hún segist gera sér fullkomlega grein fyrir því að aukinn innflutningur á ávöxtum geti aukið kolefnissporið en að allt verði að skoðast heildrænt og í samhengi við annan rekstur borgarinnar og að það sé mikilvægt að vera með hvers kyns mótvægisaðgerðir til að ná kolefnishlutleysi Reykjavíkur fyrir 2040. /VH Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi í skóla- og tómstundaráði. Makrílveiðar smábáta: Búið að landa um 2000 tonnum Makrílveiðar færabáta hófust fyrr í ár en í fyrra. Aflinn var því lengst af meiri í samanburði við síðasta ár. Í vikunni 17. til 23. ágúst var veiðin hins vegar afar léleg og gaf aðeins 100 tonn, sem er mikill viðsnúningur frá síðasta ári þegar 1.000 tonn veiddust á sama tímabili. Samkvæmt upplýsingum á vef Landssambands smábátaeigenda hafa fjörutíu bátar verið við veiðar og hafa þeir veitt hátt í 2000 tonn sem er nánast á pari miðað við síðasta ár. Á vertíðinni 2018 veiddist makríll á þremur svæðum, Keflavík, við Snæfellsnes og í Steingrímsfirði. Í ár hefur hins vegar lítið veiðst fyrir norðan. Veiði við Reykjanes er sáralítil og eru sjómenn þar orðnir áhyggjufullir að makríllinn hafi yfirgefið slóðina vegna kólnandi sjávarhita. Á Snæfellsnesi er veiði, en makríllinn sýnir önglunum lítinn áhuga. /VH Fagráð lífræns landbúnaðar Gunnþór Guðfinnsson, Kristján Oddsson, Eygló Björk Ólafsdóttir, Eiríkur Blöndal og Árni Brynjar Bragason. Mynd / smh Fyrsti fundur fagráðs í lífrænum landbúnaði var haldinn í gær. Fagráðið var myndað eftir undirritun stofnsamnings VOR – félags framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu – og Bændasamtaka Íslands í síðustu viku. Hlutverk fagráðsins er að móta stefnu í þróunarstarfi lífrænnar ræktunar og setja leiðbeinandi reglur um ræktun og aðra framkvæmd þar sem tilefni þykir til. Enn fremur mótar fagráð meðal annars tillögur um stefnu í fræðslumálum og rannsóknum greinarinnar og fjallar um mál sem vísað er þangað til umsagnar og afgreiðslu. Fagráðið skipa þau Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur, Eiríkur Blöndal, stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands, Kristján Oddsson, kúabóndi á Neðra­Hálsi og Árni Brynjar Bragason, ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Að sögn Eyglóar, sem gegnir formennsku í fagráðinu, mun það marka sér ákveðnar áherslur en leggja mikið upp úr samtali við þær stofnanir sem að þessari grein snúa til samráðs og leiðbeininga. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.