Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201944 „Það hefur gengið vonum framar hjá okkur, við finnum fyrir mikilli velvild í samfélaginu og það er segin saga að ef okkur vantar eitthvað og við greinum frá því á samfélagsmiðlum er hluturinn kominn með það sama til okkar,“ segir Else Nielsen, þroskaþjálfi og verkefnastjóri á vinnustofu VISS á Flúðum. Fjórir starfsmenn og tveir leiðbeinendur Áður gekk vinnustofan undir nafninu Kjallarinn en er nú útibú frá VISS vinnu- og hæfingarstöð á Selfossi. Fjórir starfsmenn sækja þangað vinnu og leiðbeindur eru tveir. Helstu verkefni snúast m.a. um að endurvinna handklæði, saga út trévörur, tæta bókhald og líma á grænmetisumbúðir. Hóf starfsemi fyrir tveimur árum Vinnustofan Kjallarinn hóf sína starfsemi fyrir um tveimur árum, haustið 2017. Þá háttaði þannig til í Hrunamannahreppi að þar var búsett ung kona sem þurfti aukna þjónustu í heimabyggð, m.a. atvinnu. Foreldrar hennar og þroskaþjálfinn í samvinnu við sveitarfélagið ákváðu að útbúa vinnuaðstöðu og var henni komið fyrir í kjallaranum í Heimalandi á Flúðum, húsnæði eldri borgara á staðnum. Nafni vinnustofunnar var síðar breytt í VISS á Flúðum. Fyrstu verkefnin fyrir garðyrkjubændur „Fyrstu verkefnin sem við fengum að spreyta okkur á var að líma miða á grænmetisumbúðir fyrir garðyrkjubændur og einnig tættum við niður pappír, en starfsmaður hafði sjálfur fest kaup á pappírstætara með styrki frá Kvenfélagi Hrunamannahrepps og sveitarfélaginu. Síðan hafa margvísleg verkefni bæst við, starfsemin aukist og fleiri starfsmenn komið inn,“ segir Else. Kvenfélagið lagði einnig sitt fram svo hægt væri að kaupa saumavél sem nýtt er í starfseminni. Fengu góða atvinnu- saumavél gefins Vinnustofunni áskotnast mikið af efnum af ýmsu tagi, handklæðum til að mynda og gömlum sængurverum sem eru endurunnin og eitthvað nýtt útbúið úr efnunum. Þar má nefna tuskur af ýmsu tagi, bílskúrstuskur, fjósatuskur, leikskólatuskur, bossa- og andlitsklútar svo eitthvað sé nefnt. Else segir að lánið hafi leikið við vinnustaðinn þegar honum var gefin mjög góð atvinnu overlock saumavél. „Við höfum svo líka góðan aðgang að efni þannig að við getum boðið upp á ódýrari vöru, fjósatuskurnar kosta ekki mikið hjá okkur, 120 krónur stykkið plús virðisaukaskattur. Þeir bændur sem kaupa af okkur geta verið stoltir af því að þetta er umhverfisvæn vara og þeir styðja auk þess við atvinnuuppbyggingu í málefnum fatlaðra hér í héraðinu,“ segir Else en fjósatuskurnar eru til í ýmsum stærðum og ættu allir að finna þá stærð sem hentar. Prófa sig áfram í kertagerð Else segir að sveitarfélagið hafi keypt fínan ruslavagn sem starfsmenn fara með út þegar veður er gott og tína rusl. Þá eru þau að fikra sig áfram í kertavinnslu, eru að prófa að búa til kerti úr afgöngum. „Við lærðum þetta síðastliðinn vetur og erum núna á fullu að búa til kerti sem við seljum,“ segir hún, en safnkassi er við verslun Strax á Flúðum og eins er fólk duglegt að koma með kertaafganga á vinnustofuna. „Það er mjög mikilvægt fyrir alla að hafa vinnu, það er hluti af sjálfsmynd hvers og eins. Enginn getur allt, en allir geta eitthvað,“ segir Else. /MÞÞ LÍF&STARF Jón Valgeirsson, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, afhenti starfs­ fólki Viss á Flúðum nýjan ruslavagn sem þau eru oft með á ferðinni og tína upp rusl. Framleiðslan er af ýmsu tagi, alls kyns klútar m.a. fjósatuskur, bílskúrstuskur, bossa­ og andlits­ klútar og leikskólaklútar. Nýlega fóru starfsmenn að spreyta sig á kertagerð. Á vinnustofunni er stundaður út­ skurður, m.a. skornir út hestar. Else Nielsen, þroskaþjálfi og verkefnastjóri á vinnustofu VISS á Flúðum. Myndir / VISS Þessi glæsilega trékennda pottaplanta, sem allt eins má nefna séffleru (Schefflera arboricola), hefur prýtt stofur okkar áratugum saman. Hún er þó ekki ein þeirra sem eru sífellt blómstrandi heldur eru margskipt laufblöðin og heildarásýnd plöntunnar stolt hennar og prýði. Hún nær talsverðri hæð sé hún ræktuð í rúmgóðum potti og getur þurft að toppa hana til að hún fái fallega, marggreinda lögun. Regnhlífartréð eða séffleran er í ætt við bergfléttu (Hedera helix) sem þrífst bæði í pottum inni við og í hlýjum görðum. Önnur skyld pottaplanta er árelía, einnig kölluð fatsía (Fatsia japonica) og hinn fáséði bergfléttubróðir (Fatshedera lizei) sem er í raun blendingur árelíu og bergfléttu. Regnhlífarblóm eru ýmist ræktuð og seld sem eingreindar plöntur, með nokkrum greinum eða jafnvel fleiri plöntur saman í potti og þá eru stofnarnir stundum fléttaðir saman og mynda samvafinn stofn. Þessi aðferð er notuð við framleiðslu á sumum trékenndum pottaplöntum eins og benjamínfíkus, kaffiplöntum o.fl. Varla er hægt að segja að sú aðferð sé til eftirbreytni. Auðveld í umhirðu Umpottað er áður en sprettan hefst á vorin, sé þess þörf. Notuð er venjuleg pottaplöntumold og í framhaldinu er vökvað með daufri áburðarlausn öðru hvoru að sumrinu. Of mikil næring og of mikil vökvun getur leitt til þess að plantan teygist og verði rengluleg. Ágætt er að klípa af henni efstu sentimetrana þegar greinar hafa náð þeirri lengd sem hentar staðsetningunni, þá myndast fleiri, styttri greinar sem gefa plöntunni enn svipmeira yfirbragð. Plantan ætti ekki að þorna milli vökvana en hún má heldur ekki standa lengi í vatni. Laufblöðin eru margskipt og hver blaðflipi stendur á stuttum stilk. Fliparnir eru oft 7–9 talsins á hverju laufi. Til eru ólík yrki sem bera ýmist algrænt eða hvítflekkótt lauf og er umhirða þeirra öll hin sama hjá hinum ýmsu yrkjum. Aðrar tegundir ættkvíslarinnar eru líka notaðar sem pottaplöntur en geta orðið heldur stórvaxnar. Uppbinding stundum nauðsynleg Ef plantan sýnir mikinn, greinalítinn lengdarvöxt getur þurft að styðja hana. Þá er gott að nota mosastöng sem fæst í blómabúðum og plantan bundin lauslega við hana. Bjart, rakt og hlýtt Sérstaða regnhlífarblómsins meðal pottaplantna er að það getur þrifist bæði á björtum stað (þó ekki í beinni sól) og þar sem talsverðs skugga gætir. Venjulega koma þær hressar og grænar undan vetri, ólíkt sumum pottablómum sem eiga til að láta á sjá að loknum löngum, dimmum vetri. Regnhlífarblómið kemur upphaflega frá Taívan og S-Kína. Rakt og hlýtt loft hentar því vel. Við slíkar aðstæður geta myndast loftrætur sem taka upp vatn og næringu þegar þær ná snertingu við mold eins og aðrar rætur gera. Vel má fjölga plöntunni með græðlingum sem komið er fyrir í hlýjum og rökum jarðvegi með yfirbreiðslu til að halda loftrakanum nógu háum. Eituráhrif Þessi planta er eitruð. Í frumum hennar myndast kristallar úr kalsíum-oxalati. Ekki eru teljandi líkur á að fólk taki upp á að neyta hennar en td. kettir og hundar finna fyrir slæmum eituráhrifum ef þeir naga blöðin. Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, LbhÍ Reykjum, Ölfusi. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Regnhlífarblóm í stofunni Plantan ætti ekki að þorna milli vökvana en hún má heldur ekki standa lengi í vatni. Regnhlífarblóm eru ýmist ræktuð og seld sem eingreindar plöntur, með nokkrum greinum eða jafnvel fleiri plöntur saman í potti. Laufblöðin eru margskipt og hver blaðflipi stendur á stuttum stilk. Else Nielsen þroskaþjálfi stjórnar vinnustofu VISS á Flúðum: Finna fyrir mikilli velvild í samfélaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.