Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019 27 sem að mínu mati er bara jákvætt fyrir okkur mjólkurframleiðendur.“ Mjólkurframleiðslan mun ekki aukast í stórum stökkum Arnar Bjarni segist ekki sjá fyrir sér að mjólkurframleiðslan eigi eftir að aukast í stórum stökkum en hann vonast til að hún haldi í við fólksfjölgun og fjölda ferðamanna. „Krafa markaðarins er sífellt lægra verð og við því er erfitt að bregðast nema með aukinni framleiðslu á einingu. Að sjálfsögðu er það bændanna sem eru að hætta búskap hvort þeir vilja selja bú sín í rekstri eða selja greiðslumarkið en auðvitað stýrist það af afkomunni hvort unga fólkið treystir sér til að kaupa þær eignir. Vissulega er sú þróun um allan hinn vestræna heim að búunum fækkar og þau stækka. Að sjálfsögðu verðum við líka að gefa eitthvað eftir til neytenda af þeirri tæknibyltingu sem hefur gert okkur kleift að framleiða mun meiri mjólk á vinnustund,“ segir Arnar Bjarni. Jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar Að lokum er Arnar Bjarni spurður út í ferðaþjónustuna og hvort fjöldi ferðamanna á Íslandi skipti miklu máli fyrir kúabændur. „Já, að sjálfsögðu gerir hún það og auðvitað hefur ferðaþjónustan gert það að verkum að byggð hefur haldist betur á afskekktari stöðum en nokkur gat vonað, oft og tíðum tekið við af hefðbundnum búskap og virkilega gaman að sjá líka hvað gert hefur verið fínt heima á bæjum í kjölfar þess. Auðvitað hefur líka ferða þjónustan þau jákvæðu áhrif að hægt er að búa minni búum samhliða þjónustu við ferðamenn sem tryggir þá viðunandi afkomu,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. /MHH Fjórir mjaltaþjónar af fullkomnustu gerð eru í fjósinu, sem kýrnar fara í allan sólarhringinn. Arnar Bjarni og Berglind, kúabændur í Gunnbjarnarholti og eigendur nýja fjóssins. Mynd / Úr einkasafni Auglýst eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum um stuðning til söfn- unar ullar samkvæmt reglugerð nr. 1262/2018 um stuðning við sauðfjárrækt (III kafli). Umsóknum skal skilað á skrifstofu Matvælastofnunar á sérstökum eyðublöðum sem stofnunin lætur í té eigi síðar en tveimur vikum eftir birtingu auglýsingar. Stuðningur til söfnunar ullar er háður því að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði: 1. Aðili skal vera reiðubúinn að taka við allri vinnsluhæfri ull af öllum framleiðendum sem þess óska. 2. Aðili þarf að sækja ull heim til bænda eða taka á móti ullinni á móttökustöð sem ekki er lengra frá hverjum einstökum seljanda ullar en 100 km. 3. Að minnsta kosti 30% allrar ullar sem aðili móttekur skal þvegin hér á landi og jafnframt unnið úr þessari sömu ull band, lopi eða samsvarandi vara hérlendis. Umsóknarfrestur er til 26. september næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir búnaðarstofa Matvælastofnunar. Netfang mast@mast.is Verkefna-og rannsóknarsjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans Verkefna-og rannsóknasjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2019. Veittir verða tveir aðalstyrkir kr. 300.000,- og ef stjórn ákveður svo, verður einnig veittur einn verkefnastyrkur kr. 100.000,-. Sjóðsstjórn getur ákveðið þegar umsóknir liggja fyrir að eingöngu verði veittir styrkir til aðalverkefna ársins og hækka þá þær styrkupphæðir í kr. 350.000. Heimilt er að fella úthlutun ársins niður telji sjóðsstjórn engar umsóknir hæfar. Úthlutað er til verkefna sem tengjast Fljótsdalshreppi, eða verkefna sem sjóðsstjórn telur að nýtast muni sveitarfélaginu. Háskólanemar með lögheimili í Fljótsdalshreppi, sem sækja um fyrir verkefni sem metin eru hæf af sjóðsstjórn, hafa forgang umfram aðra umsækjendur. Umsóknum skal skila til skrifstofu Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 Egilsstaðir, eigi síðar en mánudaginn 23. september 2019, eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Fljótsdalshrepps www.fljotsdalur.is ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða og netverslun: www.thor.is 1. Hringlaga prófílar í burðarvirki tryggja að vel sést í gegnum greipina 2. Öflug og smyrjanleg kefli tryggja langan líftíma 3. Einfalt kerfi til þess að taka keflin af. Einungis eitt splitti. 4. Heavy Duty armar úr Hardox plötustáli og öflugar fóðringar fyrir tindana. 5. 1250 mm tindar innan í keflum. Sérstakt kynningarverð: 199.500 kr. án vsk.* VIÐ KYNNUM TIL LEIKS PRODIG BAGGAGREIP MEÐ EURO FESTINGUM OG SLÖNGUSETTI. Írskar greipar hannaðar fyrir krefjandi aðstæður. 5 4 1 3 2 *Sérstakt kynningarverð til loka september BÆNDUR ATHUGIÐ! Nánari upplýsingar á efnagreining.is ■ Efnagreining ehf, Hvanneyri ■ efnagreining@efnagreining.is ■ sími 661 2629 Við erum himinlifandi yfir heysýnafjölda síðasta uppskeruárs og bjóðum ykkur þess vegna greiningarnar á sama verði og í fyrra. Athugið öll verð eru án vsk. VERÐ Á HEYGREININGARPÖKKUM HAUSTIÐ 2019 Heymælingar verða á hálfsmánaðarfresti fram til 1. desember HEY 1 Hráprótein, meltanleiki NDF og sykur mælt með NIR-tækni + orkuútreikningar (Fóðureiningar). Verð kr 4.209.- HEY 2 Hráprótein, meltanleiki og NDF, iNDF og sykur mælt með NIR-tækni + orkuútreikningar. Ca, Mg, K, Na, P, S, Fe, Cu, Mn og Zn. Verð kr: 7.405.- HEY 3 Sama og HEY 2 nema selen og sCP bætist við. Verð kr. 8471.- HEY 4 Hráprótein, meltanleiki, NDF, iNDF, sykur og sCP mælt með NIR-tækni + orkuútreikningur. Ca, Mg, K, Na, P, S, Fe, Cu, Mn, Zn, Se, Co og Mo. Aska, klóríð og sykur. Sýrustig ef þörf er á. Þessi greining hentar vel ef um þurrt rúlluhey (lítið verkað) eða hirðingarsýni er að ræða. Þessi greining er fyrir þá sem eru í NorFor. Verð kr. 9.856.- HEY 5 Sama og HEY 4 Ammonium bætist við. Þessi greining er fyrir þá sem eru í NorFor og um verkað hey/fóður er að ræða. Verð kr. 10.921.- HEY 6 Eins og HEY 5 nema við bætist Ediksýra og mjólkursýra. NorFor. Verð kr 14118.- HEY 7 Þessi greining er með útreikninga fyrir hesthey t.d heygjöf á hest á dag miðað við létta brúkun. Getur verið Heyefnagreining 1, 2 eða 3. HEY 8 Sama og HEY 4 nema ekki selen, kóbolt og mólybden. NorFor. Verð kr. 8.684.- Athugið: Í öllum greiningum nema HEY 1 er mælt sýrustig ef um vothey er að ræða. Hefðbundin jarðvegsefnagreining 7.775.- kr. NÝTT Í HAUST: Höfum bætt við okkur tækjabúnaði s.s þurrkofni og kvörnum til að flýta afgreiðslu sýna og HPLC-tæki til mæl- inga á gerjunarsýrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.