Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201934
Æðarræktarfélag Íslands fimmtíu ára:
Varpjarðir eru 386 í dag
– Afmælisaðalfundur verður haldinn 30.–31. ágúst
Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ)
fagnar 50 ára afmæli á árinu.
Afmælisaðalfundur verður
haldinn 30.–31. ágúst, sem hefst
með móttöku forseta Íslands á
Bessastöðum þar sem gengið
verður um varplandið sem alla
tíð hefur verið vel sinnt í tíð allra
forseta landsins og farið vaxandi.
Félagið starfar í dag í deildum
eftir landsvæðum. Í vor var stofnuð
deild á Suðvesturlandi og eru nú
deildir starfandi um allt land.
Nýlega var lokið rannsókn á fjölda
varpjarða á Íslandi og eru þær 386
talsins.
Þrjátíu mættu á stofnfundinn
Guðrún Gauksdóttir, formaður
ÆÍ, segir að stofnfundur ÆÍ hafi
verið haldinn 29. nóvember 1969
en þar mættu um þrjátíu manns í
Búnaðarþingsal Bændahallarinnar.
Aðalhvatamenn að stofnun ÆÍ
voru Gísli Kristjánsson, ritstjóri
Freys, Sæmundur Stefánsson,
Hrísey, Helgi Þórarinsson, Æðey,
Gísli Vagnsson, Mýrum í Dýrafirði
og Jón Þorbergsson, Laxamýri.
Þess má geta að fyrsta tillaga um
stofnun æðarræktarfélags fyrir
allt landið kom frá sr. Sigurði
Stefánssyni í Vigur í grein í
Búnaðarritinu 1917.
ÆÍ hefur, að sögn Guðrúnar,
frá upphafi unnið að því að
efla æðarrækt, meðal annars
með því í fyrsta lagi að stuðla
að rannsóknum, fræðslu og
leiðbeiningum um atvinnugreinina.
Í öðru lagi að leita leiða til að draga
úr tjóni í æðarvörpum af völdum
vargs. Í þriðja lagi fylgist félagið
með sölu á æðardúni og styður við
markaðsstarf, meðal annars með
útgáfu kynningarefnis.
Að sögn Guðrúnar verður
sjálfur aðalfundurinn haldinn á
Hótel Sögu og hefst klukkan níu á
laugardagsmorgni.
„Auk hefðbundinna aðalfundar
starfa mun Eyrún Gyða Gunnlaugs
dóttir kynna niðurstöður verkefnis
síns um breytileika á varptíma
æðarfugla innan Íslands.
Eftir hádegi er farið í ferð um
Reykjanes undir leiðsögn Sigríðar
Hönnu Sigurðardóttur frá Norðurkoti,
meðal annars skoðuð varplönd
æðarfugls og Bláa Lónið heimsótt.
Um kvöldið er hátíðarkvöldverður
í Súlnasal Bændahallarinnar. Þar
verða skemmtiatriði, happdrætti
og Geirmundur spilar undir
dansi. Veislustjóri er Jóhannes
Kristjánsson,“ segir Guðrún. /smh
Guðrún Gauksdóttir er formaður Æðarræktarfélags Íslands.
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 21. sept. kl. 16.00
Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudaginn 27. sept.
Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 27. sept.
Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. föstudaginn 27. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudaginn 15. sept. kl. 16.00
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 28. sept.
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 5. okt. kl. 13.00
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardaginn 7. sept. kl. 9.00
Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 14. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 14. sept.
Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudaginn 15. sept. kl. 11.00
Staðarrétt í Skagafirði. laugardaginn 14. sept.
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 5. okt.
Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. föstudaginn 27. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardaginn 21. sept. kl. 9.00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 5. okt. kl. 11.00
Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 5. okt. kl. 10.00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 28. sept. kl. 12.30
Stóðréttir haustið 2019
Mikill áhugi er fyrir stóðréttum
ekki síður en fjárréttum. Hér
er listi yfir þær stóðréttir sem
upplýsingar lágu fyrir um þegar
blaðið fór í prentun. Listi yfir
fjárréttir er á blaðsíðum 32 og 33
ásamt korti sem sýnir staðsetningu
réttanna.
Fyrirvari er gerður á að einhverjar
villur kunni að hafa slæðst inn og
verður þá reynt að bæta úr því í
næsta blaði eftir því sem kostur
er. Sömuleiðis eru ábendingar vel
þegnar ef einhverjar réttir hafa orðið
útundan í upptalningu blaðsins. /TB
LÍF&STARF
Stóðréttir í Víðidalstungu. Mynd / Erna Bjarnadóttir
Aðlögunarstyrkir að lífrænum framleiðsluháttum:
Sex samþykktar umsóknir
Matvælastofnun hefur sam
þykkt sex umsóknir af sjö um
aðlögunarstyrk að lífrænum
framleiðsluháttum. Á fjárlögum
2019 var heildarframlag til
ráðstöfunar rúmar 37 milljónir
og af þeim var rúmum 19
milljónum ráðstafað til þessara
sex umsóknaraðila, en einn
þeirra fékk hámarksframlag
sem nemur 20 prósentum af
heildarframlögunum.
Markmið aðlögunarstyrkjanna
er að aðstoða framleiðendur
við að uppfylla skilyrði lífrænt
vottaðrar framleiðslu og auka
framboð lífrænna vara á markaði.
Þeir framleiðendur sem hlutu
styrk að þessu sinni sóttu um
stuðning til aðlögunar að lífrænni
framleiðslu í nautgriparækt,
sauðfjárrækt, garðyrkju, jarðrækt
og alifuglarækt.
Stöðnun í innlendri framleiðslu
Vottað lífrænt land á Íslandi er
vel undir tveimur prósentum af
nytjalandi og er þar meðtalið land
til jurtasöfnunar, sem í sumum
tilvikum eru stór svæði. Ákveðin
stöðnun virðist vera í framleiðslu á
íslenskum lífrænt vottuðum búvörum.
Kaupmenn virðast þó sammála um að
eftirspurn eftir vörum með slíka vottun
hafi farið ört vaxandi á undanförnum
árum og hafi líklega aldrei verið meiri.
Þetta er í þriðja sinn sem slíkir
styrkir eru veittir. Fyrir tveimur árum
bárust Matvælastofnun einungis
tvær umsóknir en í fyrra sóttu fimm
framleiðendur um styrki. /smh
Jón Þröstur Ólafsson, garðyrkjustjóri Garðyrkjustöðvarinnar Sunnu á
Sólheimum, þar sem upphaf lífrænnar ræktunar er á Íslandi. Mynd / smh
Hafrannsóknastofnun:
Furðudýr, fjólufætlur,
bakteríur og kóralar
Ýmislegt áhugavert kom fram
á neðansjávarmyndum þegar
leiðangursfólk á Bjarna Sæm
undssyni kannaði lífríki hafs
botnsins á Jökul, Háfa og Horna
fjarðardjúpi fyrr í sumar.
Leiðangurinn er liður í
gagnasöfnun fyrir langtímaverkefnið
Kortlagning búsvæða þar sem ólík
búsvæði á hafsbotninum við landið
eru skilgreind og fjölbreytileiki
þeirra er skoðaður. Einnig er lagt
mat á hvort um viðkvæm eða fágæt
búsvæði sé að ræða og hvort grípa
þurfi til aðgerða til verndar þeim.
Að þessu sinni var botninn
yst í Jökuldjúpi um 50 til 80
sjómílur vestsuðvestur af
Garðsskaga skoðaður. Litið var á
uppstreymissvæði austur af Eldey,
á grjóthóla við Kötlugrunn og á
landgrunnsbrúnina og kantinn allt
frá Háfadjúpi að Hornafjarðardjúpi.
Tilgangur rannsókna
Á hafsbotninum við Ísland er að
finna fjölbreytt dýralíf og mörg
ólík búsvæði. Með kortlagningu
búsvæða er unnið að því að afla
upplýsinga um útbreiðslu þeirra
og safna gögnum til að lýsa lífríki
þeirra, meta umfang og mikilvægi
hvers vistkerfis og þörf á verndun.
Á heimasíðu Hafrannsókna
stofnunar segir að flestar tegundir
fiska í hafinu umhverfis landið séu
vel þekktar og hafa fiskistofnar
hér við land verið vaktaðir árum
saman til að meta stofnstærð og
veita ráðgjöf um veiðar. Breytingar
á útbreiðslu fiskistofna, til dæmis
vegna hitabreytinga, eru því
augljósar.
Búsvæðin sem fundust
einkenndust af mismunandi setgerð
og lífverum eins og sæbjúgum,
krossfiskum, svömpum, kórölum
eða bakteríum. Alls voru mynduð
70 snið eftir botninum og var hvert
snið um 600 metra langt. Myndað
var á 100 til 700 m dýpi. Úrvinnsla
myndefnis mun fara fram í landi
og verða öll dýr greind og talin og
botngerð og rusl og slitin veiðarfæri
skráð. /VH
Akur af sæfjöðrum á 570 m dýpi.
NYTJAR HAFSINS