Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019 Það sem af er ári hef ég verið duglegur að prófa rafmagnsbíla og önnur vistvæn ökutæki. Í byrjun ágúst komu nokkur rafmagnsmótorhjól til landsins og var þeim ekið hringinn í kringum landið með viðkomu á mörgum stöðum. Borgarnes var einn af þessum stöðum þar sem stoppað var í stuttan tíma til að sýna hjólin og hlaða. Þar fékk ég að prófa eitt hjólið. Prufuakstur minn var stuttur, frá Brokey yfir Borgarfjarðarbrú og til baka, nægilega langur skreppur til þess að fá smjörþefinn af hjólinu. Snerpan og hröðunin hreint frábær, aksturseiginleikar góðir á malbiki. Hringfarinn og formaður Snigla óku hjólunum hringinn Tíminn á hverjum stoppistað var lítill og ekki í boði að prufukeyra hjól lengi. Fannst mér því tilvalið að fá dóma og álit frá ökumönnunum sem óku hjólunum allan hringinn, Steinmar Gunnarsson, formann Sniglana, og Kristján Gíslason, sem landsmenn þekkja sem „Hringfarann“, en hann gaf út bók og gerði heimildarmynd sem sýnd var í sjónvarpi um ferð sína hringinn í kringum hnöttinn á mótorhjóli. Þessir tveir herramenn voru ökumenn rafhjólanna hringinn og lagði ég fyrir þá nokkrar spurningar. Fyrst svaraði Hringfarinn Kristján: – Hvað kom mest á óvart í samanburði við venjuleg hjól, plúsar og mínusar? „Upptakan kom mér einna mest á óvart og hversu einfalt það er að hjóla á þessu hjóli. Ég notaði í raun aðeins hægri höndina og hvorugan fótinn. Með hægri hendinni jók ég hraðann og þegar ég sló af þá tók bremsumótorinn við. Það sem ég get sett út á hjólið er að það er þungt og langdrægnin aðeins 70–110 km við okkar skilyrði. Hjólið sem okkur var úthlutað er skilgreint sem „coffee racer“, án framrúðu og með mjög takmarkaða dempun. Það hentar ekki Íslandi við langakstur og við erfið veðurskilyrði.“ – Hvaða framtíð sérðu á næstu árum í rafmagnshjólum? „Ég er sannfærður um að rafmótorhjól eru framtíðin og þróunin á eftir að verða hröð á næstu árum. Þegar fólk fer að prófa hjólin þá mun það finna fyrir nýrri upplifun og þá á eftirspurnin eftir að aukast. Við verðum öll komin á rafmótorhjól innan 10 ára spái ég, auk þess sem ég held að fleiri munu sjá kostinn við rafmótorhjól því þau eru miklu auðveldari í akstri.“ – Er Ísland tilbúið, hvað varðar hleðslustöðvar, að margfalda rafmagnsökutæki? „Ég tel að ON hafi staðið sig vel í uppbyggingu hleðslustöðva en betur má ef duga skal því sala rafbíla hefur aukist hraðar en fjölgun hleðslustöðvanna. Við þurfum fleiri hraðhleðslur þar sem hleðslustöðvar eru í dag, frekar en að þétta netið.“ – Sé hringurinn tekinn saman í eina setningu, hver væri sú setning frá þér? „Mjög spennandi tímar fram undan í orkuskiptum samgöngutækja, þ.m.t. mótorhjóla.“ Sömu spurningunum svaraði Steinmar, formaður Snigla, svona: „Plúsar; hljóðlát og auðveld í akstri/notkun, lágur þyngdarpunktur mv. þyngd, snúningsvægi (180 NM). Mínusar; Þyngd (290 kg), drægni, 70–110 km eftir aðstæðum, hátt verð (ca 5 milljónir + á götuna).“ Þrátt fyrir tiltölulega litla drægni er ekkert mál að hlaða hjólin á þeim hleðslustöðvum sem eru við þjóðveg eitt, en þetta verður erfiðara eftir því sem maður fer lengra frá hringveginum. Hjólin væru mjög skemmtileg sem hjól númer 2, meðan drægnin er ekki meiri og fjöldi hraðhleðslustöðva takmarkaður við hringveginn. Það verður samt að segjast að með meiri notkun og þjálfun við akstur rafmagnsbifhjóla, mun maður ná betri nýtni, en breytt hugsun og aksturshegðun er forsenda fyrir því að maður geti fengið sem mest út úr hjólunum. Þar sem menn fengu að prófa hjólin var augljóst að það kom þeim verulega á óvart hversu auðveld þau voru í akstri og einnig voru menn ánægðir með aflið, þótt sumir segðu það ekki nema „bara allt í lagi“. Það er alltaf erfitt að mæta eigin fordómum og viðurkenna að eigin skoðun er ekki alltaf sú eina rétta Ég sé fyrir mér að það líði ekki mörg ár þar til menn fara að nota rafmagnsbifhjól á Íslandi; rafhlöðurnar þróast hratt og með tvöföldun á drægni má gera ráð fyrir að hjólin verði mun fýsilegri kostur. Jafnframt því að með aukinni sölu mun verðið lækka. Eftir þessa hringferð og reynslu mína af hleðslustöðvum um allt land, sýnist mér sem við séum að nálgast hratt þann punkt að hleðslustöðvar verða of fáar og anni ekki þeim fjölda sem vill hlaða. Þetta á sérstaklega við um hraðhleðslustöðvar við þjóðveginn. Persónulega finnst mér að það megi fjölga hleðslum á þeim stöðum þar sem þær eru fyrir og þegar það er komið má þétta netið. Það er ekki langt í það að það verði biðraðir við sumar stöðvar og það er reyndar nokkuð sem við sáum þegar á leið okkar. Þar sá maður allt upp í 5 bíla í röð að bíða eftir hleðslu og fólk jafnvel farið að kýta um það hver væri næstur í röðinni. Hringurinn í einni setningu „Maður er reynslunni ríkari eftir að hafa prófað rafmagnsbifhjólin og prófað á eigin skinni kosti og galla hleðslunetsins og fyrir mitt leyti er ég tilbúinn til að eignast rafmagnsbifhjól til minna nota á höfuðborgarsvæðinu og kannski fyrir stöku hringferð,“ sagði Steinmar. Þarf að breyta innflutningsgjöldum ef rafhjól á að vera kostur Það er greinilegt að rafhjól er valkostur, en bara til styttri ferðalaga eins og staðan er nú, en úrvalið er orðið allnokkuð bæði af götuhjólum og torfæruhjólum frá ýmsum framleiðendum. Ef rafhjól á að vera kostur fyrir Íslendinga þarf að gilda jafnræði á við rafbíla um innflutningsgjöld á rafmótorhjól, en að rafmótorhjól og bensínmótorhjól séu með sömu innflutningsgjöld er ekki líklegt að valið væri rafmagn. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Rafmagnsmótorhjól á Íslandi Hjólið sem ég prófaði heitir EVA og er svo kraftmikið að það nær 100 km hraða á innan við þrem sekúndum. Myndir / HLJ Mér fannst furðulegast að finna ekkert kúplingshandfang fyrir framan vinstri höndina og enga gírstöng við vinstri fót. Kristján Gíslason (tv) og Steinmar Gunnarsson. Alls staðar þar sem hjólunum var stillt upp vakti þetta mestu athyglina. Ég settist á það en sleppti að prófa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.