Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019 25
Félagsmálaráðherra hefur
undirritað breytingar á reglugerð
um lánaflokka Íbúðalánasjóðs.
Breytingin gerir að verkum
að sveitarfélög, einstaklingar
og óhagnaðardrifin félög á
landsbyggðinni geta tekið
lán hjá Íbúðalánasjóði til
húsnæðisuppbyggingar á stöðum
þar sem önnur fjármögnun er ekki
í boði.
Ásmundur Einar Daðason,
félags- og barnamálaráðherra, hefur
undirritað breytingar á reglugerð sem
gerir það að verkum að sveitarfélög,
einstaklingar og óhagnaðardrifin
félög á landsbyggðinni muni fljótlega
geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til
húsnæðisuppbyggingar á stöðum þar
sem önnur fjármögnun er ekki í boði.
Lánin háð ýmsum skilyrðum
Á heimasíðu Stjórnarráðsins
segir að komið hafi fram að bæta
þurfi aðgengi að lánsfjármagni á
landsbyggðinni til að bregðast við
þeim húsnæðisvanda og stöðnun
í húsbyggingum sem þar ríkir.
Fjármögnunin er háð því að um
nýbyggingar sé að ræða og er
aðeins í boði á þeim stöðum þar
sem opinber húsnæðisáætlun,
staðfest af Íbúðalánasjóði, sýnir að
skortur sé á húsnæði af því tagi sem
byggja á. Einnig er skilyrði fyrir
því að geta fengið áðurnefnd lán
að lántaki sýni fram á að hann fái
ekki lán hjá öðrum lánastofnunum
eða fái einungis lán á verulega hærri
kjörum en almennt bjóðast á öðrum
markaðssvæðum.
Lánin eiga að tryggja eðlilega
fjölgun íbúða
Í reglugerðinni kemur fram að
markmið lánveitinganna sé að tryggja
eðlilega fjölgun íbúða á þessum
svæðum, aukið húsnæðisöryggi
óháð búsetu auk þess að stuðla að
heilbrigðum húsnæðismarkaði og
viðskiptum með íbúðarhúsnæði.
Ásmundur Einar sagði við
undirritunina: „Það liggur fyrir
að á mörgum stöðum hefur ekkert
eða mjög lítið verið byggt um
árabil, þrátt fyrir að eftirspurnin
sé mikil og greiðslugeta hjá íbúum
svæðisins góð. Sveitarfélögin
hafa sérstaklega bent á skort á
viðeigandi leiguhúsnæði. Með
reglugerðarbreytingunni sem ég
undirritaði verður hægt að fá lán til
byggingar nýs húsnæðis á svæðum
sem glíma við þetta sérstaka
misvægi í byggingarkostnaði og
markaðsverði. Það mun styðja við
atvinnuuppbyggingu á mörgum
stöðum og hefur reynslan af
sambærilegum lánveitingum á
Norðurlöndum verið góð. Ég hlakka
til að sjá fólk komast í viðeigandi
húsnæði sem starfar og býr á þeim
svæðum sem lánaflokkurinn tekur
til.“ /VH
Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350
limtrevirnet.is
Íslenskar einingar
fyrir íslenskt veðurfar
Hjá Límtré Vírnet færðu hinar einu og sönnu Yleiningar
- stálsamlokueiningar með steinullareinangrun á milli.
Hagkvæm, umhverfisvæn og myglufrí byggingarlausn.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Kynntu þér Yleiningar á limtrevirnet.is.
Söluskrifstofur - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík
Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes
Netfang - sala@limtrevirnet.is
Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta
Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is
Vantar þig
heyrnartæki?
Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið.
Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Heyrnartækni hefur um árabil veitt þjónustu
víðs vegar á landsbyggðinni. Í september bjóðum við upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og þjónustu á eftirfarandi stöðum:
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Akranes | Akureyri | Borgarnes | Blönduós| Egilsstaðir | Neskaupstaður
Reykjanesbær| Sauðárkrókur | Selfoss
HÝSI - MERKÚR HF. - LAMBHAGAVEGI 6 - 113 REYKJAVÍK
SÍMI 534 6050 - MERKUR@MERKUR.IS - WWW.MERKUR.IS
Norður Írsku JPM sturtu- og tengivagnarnir
hafa reynst mjög vel á Íslandi. Höfum á til á
lager JPM sturtuvagn sem er með vökvavör,
sliskjum og 14 tonna burði. Hafðu samband
við sölumenn okkur strax í dag.
Erum einnig með gott úrval
af JPM vélavögnum.
MIKIÐ ÚRVAL
STURTU- OG
VÉLAVAGNA
Vökvunarbúnaður fyrir stór og lítil ræktunarsvæði í mörgum útfærslum
Slöngur og úðarar (sprinklerar) í öllum stærðum.
Dælur: Rafdrifnar, bensín, dísil, traktorsdrifnar, glussadrifnar.
Hákonarson ehf. S. 892-4163 hak@hak.is www.hak.is
Næsta
Bændablað
kemur út
12. september
Smáauglýsinga-
síminn er:
563 0300
Eldri blöð má
finna hér á PDF:
Félagsmálaráðuneytið:
Sérstök lán til nýbygginga
á landsbyggðinni
Ásmundur Einar Daðason undirritaði breytingar á reglugerð um lánaflokka
Íbúðalánasjóðs á Drangsnesi í Steingrímsfirði. Mynd / Stjórnarráð Íslands