Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201950 Lars Kristensen, kúabóndi á býlinu Elmegården við Viborg í Danmörku, er ekki mörgum kunnur hér á landi en í Danmörku hefur nafn hans farið hátt enda hefur hann náð að byggja upp afar myndarlegt kúabú á stuttum tíma. Ekki nóg með að hann hafi stækkað búið verulega, þá hefur hann náð einstökum tökum á kúnum sínum og framleiðslunni og þá er búið afar vel rekið þar sem skilvirkni er höfð að leiðarljósi og gott skipulag á svo til öllum þáttum búskaparins. Með 60 kýr árið 2006 Lars er sjálfur ekki fæddur á bóndabæ eins og margir bændur en afi hans og amma ráku kúabú við Thy og hann fór oft í sveit til þeirra. Áhuginn var kviknaður á búskap og Lars keypti bú afa síns og ömmu auk þeirra 12 hektara sem tilheyrðu búinu en búið var þá einungis rekið sem frístundabú. Hann fór svo í bændaskóla og útskrifaðist með bústjórnarnámsgráðu árið 2006 en þá var Lars 27 ára gamall. Á þessum tíma var ekki auðvelt að eignast bújarðir í Danmörku en eiginkona hans, Trine, stakk þá upp á því að fjárfesta í kúabúi foreldra hennar en það var einmitt Elmegården. Þá voru á búinu 60 kýr í slitnu básafjósi og til búsins heyrðu 75 hektarar af landi. Allt sjálfvirkt Það varð úr að þau keyptu búið og þá þegar var dagljóst að gera þyrfti miklar breytingar á búinu og var stefnan sett á að byggja búið upp og gera það fjölskylduvænna og með aðaláherslu á að búskapurinn yrði þannig að ekki þyrfti að vera með mikið að aðkeyptu vinnuafli. Þau byggðu fjós fyrir fjóra mjaltaþjóna með leguplássi fyrir 290 mjólkurkýr, voru með sjálfvirkt fóðurkerfi og sjálfvirkt kerfi sem setti undirburð undir kýrnar. Allt fjósið var með öðrum orðum sjálfvirknivætt að mestu og til viðbótar þessari fjárfestingu þurfti að auka við landið og kaupa mjólkurkvóta. Alls nam kvótafjárfestingin 12 milljónum danskra króna eða um 220 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag en eins og flestir vita þá hefur kvótakerfið verið afnumið og þessi fjárfesting að engu orðin. Lars vissi þegar hann keypti kvótann, að hann yrði afnuminn og var það reiknað inn í fjár- festingaáætlunina en kvótinn tryggði honum í raun aðgengi að markaðinum og stuðningi þess tíma frá Evrópusambandinu. Með 540 hektara núna Þegar Lars hóf búskapinn var búið með 75 hektara og tveimur árum síðar var búið að fjárfesta í 100 hekturum í viðbót sem þýddi fjárfestingu upp á hundruð milljóna íslenskra króna. Það var þó ekki nógu mikið land fyrir þá framtíðarsýn sem Lars hafði fyrir búið og því þurfti að bæta við. Uppkaup á frekara landi hefðu kallað á mikla skuldsetningu, en í Danmörku er afar algengt að bændur leigi land hver af öðrum eða af hinu opinbera og það var einmitt það sem Lars gerði. Í dag er búið með 540 hektara alls, þ.e. hann leigir 365 hektara. Skipti út mjaltaþjónunum Eins og áður hefur komið fram var tæknivæðing búsins sett á oddinn þar sem Lars taldi víst að það yrði erfitt að finna starfsfólk til að vinna á búinu þegar fram liðu stundir. Öll þessi sjálfvirkni var góð í sjálfu sér en afar frek á fjármagn. Bæði var rekstrarkostnaðurinn við mjaltirnar of mikill auk þess sem almennur viðhaldskostnaður var of hár. Framleiðslukostnaðurinn á búinu, þegar sjálfvirknin var allsráðandi, nam 2,8 dönskum krónum á hvert kíló mjólkur, um 52 íslenskum krónum, og Lars sá fram á að slíkur rekstur gengi ekki til lengdar með þeim breytingum sem voru og eru í umhverfi mjólkurframleiðslunnar í Danmörku. Hann tók því þá ákvörðun árið 2014, árið áður en kvótakerfið var afnumið í Evrópusam- bandinu, að selja mjaltaþjónana og alla sjálfvirkni og fjárfesta í hefðbundnum mjaltabás. Úr varð að hann setti upp mjaltabás með hraðútgangi og 48 mjaltatækjum (2x24) og var stefnan strax sett á þrjár mjaltir á dag, kl. 05, kl. 13 og kl. 21. Þessi aðgerð skilaði sér fljótt í snarbættum rekstri og síðan hefur hann ekki litið um öxl. Búið hefur verið vel rekið og ábatinn hefur verið lagður í frekari uppbyggingu búsins. Nú er búið með 900 mjólkurkýr og er framleiðslukostnaðurinn ekki nema 2,3 danskar krónur, um 43 íslenskar krónur, á hvert kíló mjólkur og er búið nú rekið með umtalsverðum hagnaði eða sem Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Stækkaði búið úr 60 kúm í 900 á 13 árum Elmegården er fjölþjóðlegur vinnustaður eins og hér má sjá. Frá vinstri: Mohammed Aganecia frá Sýrlandi, Lilly Brown frá Póllandi og Lars sjálfur. Myndir / Rasmus Lang-Ree, Geno/Buskap Kálfarnir eru hafðir utandyra í svona kálfaskýlum fyrstu þrjá mánuði ævinnar. Hópburðarstían. Hér eru kýrnar síðustu vikuna í geldstöðunni, fá þar aðlögunarfóður að mjólkurframleiðsluskeiði og geta borið þarna saman í ró og næði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.