Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019 35
Umhverfisviðurkenningar hafa
verið veittar árlega þeim sem
þótt hafa verið til fyrirmyndar við
fegrun lóða sinna. Að þessu sinni
voru veittar þrjár viðurkenningar,
tveir heimilisgarðar hrepptu
hnossið að þessu sinni, annar á
Borðeyri og hinn á Hvammstanga,
og þá var veitt viðurkenning fyrir
sveitabæ/fyrirtækjarekstur í
sveitarfélaginu.
Hlíðarvegur 22, Hvammstanga
hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilega
og fallega einkalóð. Eigendurnir,
Guðmundur Gíslason og Margrét
Jóhannesdóttir, hafa hugað vel að
umhirðu lóðarinnar sem ber þeim
gott vitni um atorku og umhyggju
fyrir fallegu umhverfi.
Lyngbrekka á Borðeyri fékk
viðurkenningu fyrir snyrtilega
og fallega einkalóð. Eigendurnir,
Guðný Þorsteinsdóttir og Sveinn
Karlsson, hafa hugað vel að umhirðu
lóðarinnar sem ber þeim gott vitni
um atorku og umhyggju fyrir
snyrtilegu umhverfi.
Reykir í Hrútafirði hlutu
viðurkenningu fyrir snyrtilega
landareign ásamt blómlega ræktun
sumarblóma. Eigendurnir, Hulda
Einarsdóttir og Ólafur H. Stefánsson,
hafa hugað vel að landareign sinni
og sumarblómaræktun sem ber vott
um atorku og umhyggju fyrir fallegu
umhverfi.
Nefnd vegna umhverfis
viðurkenninga er skipuð af
sveitarstjórn og heldur nefndin
utan um valið ásamt Ínu Björk
Ársælsdóttur umhverfisstjóra.
Nefndina skipa Erla B. Kristinsdóttir,
Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig
Hulda Benjamínsdóttir. /MÞÞ
Fjöldi vara á frábærum afslætti!
Komdu við og gerðu góð kaup.
Útsalan hefst 30. ágúst í öllum verslunum Líflands.
Umhverfisviðurkenningar Húnaþings
vestra afhentar í 21. sinn
Frá vinsti eru Hulda Einarsdóttir, Ólafur Stefánsson, Guðmundur Gíslason, Guðný Þorsteinsdóttir, Sveinn Karlsson
og Ína Björk Ársælsdóttir, umhverfisstjóri í Húnaþingi vestra.
Lyngbrekka.
Reykir.
Frá undirskrift samningsins um
Stekka klett sem Matthildur bæjar
stjóri og Hlynur skrifuðu nýlega
undir.
Miðstöð skapandi lista
og kvikmynda á Höfn
Matthildur Ásmundardóttir,
bæjarstjóri Sveitarfélagsins
Hornafjarðar, skrifaði í síðustu
viku undir leigusamning um
Stekkaklett við Hlyn Pálmason.
Áform Hlyns ganga út á að
byggja upp skapandi miðstöð lista
og kvikmynda með undirbúnings og
eftirvinnslustúdíói í þeim tilgangi
að styrkja atvinnu og menningarlíf
í sveitarfélaginu, auk þeirra
námstækifæra sem verkefnið býður
upp á fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Undirskrift samningsins fór fram á
sama tíma og kvikmyndin „Hvítur,
hvítur dagur“ var forsýnd á Höfn en
myndin tengist Stekkakletti sterkt.
Myndin hefur hlotið mikla velgengni
um heim allan og samhliða hefur
Hlynur öðlast virðingu sem einn af
hæfileikaríkustu ungu listamönnum
Skandinavíu. /MHH
Bænda
12. september