Bændablaðið - 29.08.2019, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 201940
Tollverðir á Norður-Írlandi
hafa gert upptækt svínakjöt
sem reyndist vera sýkt af vírus
sem veldur afrískri svínaflensu.
Vírusinn getur leynst í frosinni
kjötvöru svo mánuðum skiptir og
getur haft gríðarlega slæm áhrif
á svínarækt berist hann í lifandi
svín.
Vírusinn sem um ræðir er sagður
gríðarlega smitandi og sýking
af hans völdum stundum kölluð
svína-ebóla. Þetta er í fyrsta sinn
sem vírusinn greinist í kjöti á
Bretlandseyjum en hann hefur
verið að breiðast út um heiminn
undanfarin ár.
Að sögn tollayfirvalda á Norður-
Írlandi voru gerð upptæk rúm 300
kíló af sýktu svínakjöti í farangri
farþega sem var á leið til landsins
með flugi. Við rannsókn Agri-Food
and Biosciences Institute á kjötinu
fundust merki um vírusinn.
Stórauka þarf eftirlit
Samkvæmt yfirlýsingu frá
landbúnaðar- og sveitarstjórnar-
ráðuneyti Norður-Írlands er málið
alvarlegt þrátt fyrir að ekki sé talin
hætta á að vírusinn hafi borist í
lifandi svín í landinu. Formaður
félags svínabænda á Norður-
Írlandi segir að fundurinn sýni
hversu litlu geti munað að afrísk
svínaflensa berist til landsins
og að grípa verði til stóraukins
eftirlits vegna hættu á að pestin
berist til landsins með löglegum
eða ólöglegum innflutningi. Að
hans sögn er um að ræða mestu
ógn sem svínakjötsframleiðsla á
Bretlandseyjum stendur frammi
fyrir um þessar mundir.
Í framhaldi af fundinum hafa
yfirvöld í landinu tilkynnt að þau
muni auka eftirlit með innflutningi á
matvælum til landsins og á sama tíma
fræðslu á hættunni sem því fylgir.
Stökkbreyting gæti gert vírusinn
hættulegan mönnum
Þrátt fyrir að vírusinn sem
veldur afrískri svínaflensu sé ekki
beint hættulegur mönnum hefur
verið bent á að hann geti hæglega
stökkbreyst og orðið það þar sem
líffræðilega sé ekki mikill munur á
mönnum og svínum.
Heimssamtök um dýraheilbrigði
áætla að um 6.000 tilfelli af afrískri
svínaflensu séu í heiminum í dag.
Flensan berst hæglega milli sýktra
dýra með snertingu, með mönnum,
áhöldum, fóðri og með flugum.
Vírusinn sem veldur flensunni getur
leynst í marga mánuði í frosnu kjöti
sem flutt er milli landa.
Niðurskurður í Kína
Eins og komið hefur fram í
Bændablaðinu glíma Kínverjar við
mikla útbreiðslu á afrískri svínapest
og gert ráð fyrir að Kínverjar þurfi
að farga um 150 til 200 milljónum
svína til að koma í veg fyrir frekari
útbreiðslu sjúkdómsins. Kínverska
landbúnaðarráðuneytið hefur rakið
fyrstu smittilfellin til þess að svín
hafi verið fóðruð á matarúrgangi
frá eldhúsum og veitingastöðum.
Áætlaður samdráttur Kínverja
í svínakjötsframleiðslu vegna
afrísku svínaflensunnar á þessu
ári samsvarar ársframleiðslu á
svínakjöti í Evrópu.
Samkvæmt gögnum Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, FAO, hefur sjúkdómurinn
nú breiðst út um allt Kína og einnig
til Hainan-eyju og til fleiri Asíulanda
eins og Víetnam, Kambódíu og
Mongólíu.
Í skýrslu FAO um útbreiðslu
afrískrar svínaflensu í heiminum
segir að hún sé veruleg ógn við
fæðuöryggi í heiminum.
Útbreiðsla í Evrópu
Afrísk svínaflensa hefur verið að
breiðast út um Evrópu undanfarin ár
og greindist meðal annars í Belgíu á
síðasta ári. Alls staðar þar sem pestin
hefur greinst hefur verið gripið til
þess ráðs að skera niður. Auk þess
sem Frakkar, Þjóðverjar og lönd í
Austur-Evrópu hafa lógað fjölda
villisvína til að hefta útbreiðslu
pestarinnar.
Danir, sem framleiða mikið af
svínakjöti, hafa gripið til þess ráðs
að reisa girðingar á landamærum
sínum við Þýskaland til að draga úr
hættu á að pestin berist til landsins
með villisvínum. /VH
Afrísk svínaflensa greinist
á Norður-Írlandi
UTAN ÚR HEIMI
Afríska svínaflensan hefur breiðs út víða um lönd. Á þessari mynd er svínum í Rússlandi fargað vegna svínaflensunnar.
Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu vegna afrísku
svínaflensunnar á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu.
Útbreiðsla svínaflensunnar í heiminum eins og hún var þann 5. júní
síðastliðinn, samkvæmt frétt Bloomberg. Síðan hefur Írland bæst á kortið.
Útbreiðsla skógarelda í Síberíu og reyks af þeirra völdum. /Mynd NOAA/NASA.
Infernó í Síberíu:
Gríðarlegir skógar-
eldar í Rússlandi
Stjórnlausir skógareldar hafa
logað í Síberíu síðastliðna
þrjá mánuði og þegar hafa
rúmlega tólf milljónir hektarar
skóglendis orðið eldunum að
bráð. Eldarnir, sem eru þeir
mestu í sögu Rússlands, eru
fyrir löngu hættir að
vera sér rússneskt
vandamál og snerta
alla jarðarbúa.
Skógar í Rússlandi
þekja um 45%
landsins og eldarnir,
sem eru margir, eru
dreifðir yfir stórt og
illa aðgengilegt svæði
og því erfitt að vinna
á þeim.
Fyrir nokkrum
árum var tekin
upp sú stefna í Rússlandi að
láta skógarelda á afskekktum
stöðum brenna út ef ekki teldist
efnahagslega hagkvæmt að berjast
við þá. Umhverfisverndarsinnar
bentu á að ákvörðunin gæti leitt
til þess að árlegir skógareldar, sem
oft væru smáir, gætu náð sér á strik
og orðið ill- eða óviðráðanlegir.
Spádómurinn rættist í ár vegna
þurrka og staðbundinna vinda sem
hafa magnað eldana.
Samkvæmt því sem segir í The
Moscow Times telja yfirvöld í
Rússlandi sig hafa sannanir fyrir
því að upptök sumra eldanna séu
af manna völdum og til þess gerðir
að leyna ólöglegu skógarhöggi á
stórum svæðum.
Víða neyðarástand
Stjórnvöld í Rússlandi hafa
brugðist við eldunum með því að
lýsa yfir neyðarástandi á stöðum
þar sem mestar líkur eru á að
eldarnir valdi alvarlegum skaða.
Hermenn og sérhannaðar flugvélar
hafa verið send á nokkur svæði til
að ráða niðurlögum eldsins.
Heilsuspillandi reyk vegna
eldanna leggur víða yfir fjölmennar
byggðir og talið að reykurinn muni
víða koma til með að hafa slæm
áhrif á heilsu manna og dýra. Villtu
dýralífi á eldasvæðunum er einnig
ógnað, auk þess sem eldarnir losa
gríðarlegt magn af koltvísýringi út
í andrúmsloftið.
Samkvæmt loftmyndum var
reykur frá eldunum þegar farinn
að berast yfir Kanada og Bandaríki
Norður-Ameríku um síðustu
mánaðamót.
Gróður brennur víða um heim
Auk þess sem miklir skógareldar
geisa í Amason hafa íbúar
Kanaríeyja, Grikklands og
Alaska einnig verið að berjast við
alvarlega skógarelda undanfarið.
Skæðir gróðureldar komu einnig
upp við Sisimiut á Grænlandi í
síðasta mánuði.
Samkvæmt mælingum
Alþjóðlegu veðurathugunar-
stofnunar innar var hitastig í júlí
síðastliðinn að meðaltali það hæsta
sem mælst hefur í 140 ár eða frá
því að veðurmælingar hófust . /VH
Eldar í Síberíu. Mynd / Moscow Times.
Bænda
Smáauglýsingar
56-30-300
Hafa áhrif