Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 25

Bændablaðið - 29.08.2019, Qupperneq 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. ágúst 2019 25 Félagsmálaráðherra hefur undirritað breytingar á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs. Breytingin gerir að verkum að sveitarfélög, einstaklingar og óhagnaðardrifin félög á landsbyggðinni geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til húsnæðisuppbyggingar á stöðum þar sem önnur fjármögnun er ekki í boði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað breytingar á reglugerð sem gerir það að verkum að sveitarfélög, einstaklingar og óhagnaðardrifin félög á landsbyggðinni muni fljótlega geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til húsnæðisuppbyggingar á stöðum þar sem önnur fjármögnun er ekki í boði. Lánin háð ýmsum skilyrðum Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að komið hafi fram að bæta þurfi aðgengi að lánsfjármagni á landsbyggðinni til að bregðast við þeim húsnæðisvanda og stöðnun í húsbyggingum sem þar ríkir. Fjármögnunin er háð því að um nýbyggingar sé að ræða og er aðeins í boði á þeim stöðum þar sem opinber húsnæðisáætlun, staðfest af Íbúðalánasjóði, sýnir að skortur sé á húsnæði af því tagi sem byggja á. Einnig er skilyrði fyrir því að geta fengið áðurnefnd lán að lántaki sýni fram á að hann fái ekki lán hjá öðrum lánastofnunum eða fái einungis lán á verulega hærri kjörum en almennt bjóðast á öðrum markaðssvæðum. Lánin eiga að tryggja eðlilega fjölgun íbúða Í reglugerðinni kemur fram að markmið lánveitinganna sé að tryggja eðlilega fjölgun íbúða á þessum svæðum, aukið húsnæðisöryggi óháð búsetu auk þess að stuðla að heilbrigðum húsnæðismarkaði og viðskiptum með íbúðarhúsnæði. Ásmundur Einar sagði við undirritunina: „Það liggur fyrir að á mörgum stöðum hefur ekkert eða mjög lítið verið byggt um árabil, þrátt fyrir að eftirspurnin sé mikil og greiðslugeta hjá íbúum svæðisins góð. Sveitarfélögin hafa sérstaklega bent á skort á viðeigandi leiguhúsnæði. Með reglugerðarbreytingunni sem ég undirritaði verður hægt að fá lán til byggingar nýs húsnæðis á svæðum sem glíma við þetta sérstaka misvægi í byggingarkostnaði og markaðsverði. Það mun styðja við atvinnuuppbyggingu á mörgum stöðum og hefur reynslan af sambærilegum lánveitingum á Norðurlöndum verið góð. Ég hlakka til að sjá fólk komast í viðeigandi húsnæði sem starfar og býr á þeim svæðum sem lánaflokkurinn tekur til.“ /VH Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Íslenskar einingar fyrir íslenskt veðurfar Hjá Límtré Vírnet færðu hinar einu og sönnu Yleiningar - stálsamlokueiningar með steinullareinangrun á milli. Hagkvæm, umhverfisvæn og myglufrí byggingarlausn. Stuttur afgreiðslufrestur. Kynntu þér Yleiningar á limtrevirnet.is. Söluskrifstofur - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Netfang - sala@limtrevirnet.is Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Heyrnartækni hefur um árabil veitt þjónustu víðs vegar á landsbyggðinni. Í september bjóðum við upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og þjónustu á eftirfarandi stöðum: Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Akranes | Akureyri | Borgarnes | Blönduós| Egilsstaðir | Neskaupstaður Reykjanesbær| Sauðárkrókur | Selfoss HÝSI - MERKÚR HF. - LAMBHAGAVEGI 6 - 113 REYKJAVÍK SÍMI 534 6050 - MERKUR@MERKUR.IS - WWW.MERKUR.IS Norður Írsku JPM sturtu- og tengivagnarnir hafa reynst mjög vel á Íslandi. Höfum á til á lager JPM sturtuvagn sem er með vökvavör, sliskjum og 14 tonna burði. Hafðu samband við sölumenn okkur strax í dag. Erum einnig með gott úrval af JPM vélavögnum. MIKIÐ ÚRVAL STURTU- OG VÉLAVAGNA Vökvunarbúnaður fyrir stór og lítil ræktunarsvæði í mörgum útfærslum Slöngur og úðarar (sprinklerar) í öllum stærðum. Dælur: Rafdrifnar, bensín, dísil, traktorsdrifnar, glussadrifnar. Hákonarson ehf. S. 892-4163 hak@hak.is www.hak.is Næsta Bændablað kemur út 12. september Smáauglýsinga- síminn er: 563 0300 Eldri blöð má finna hér á PDF: Félagsmálaráðuneytið: Sérstök lán til nýbygginga á landsbyggðinni Ásmundur Einar Daðason undirritaði breytingar á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs á Drangsnesi í Steingrímsfirði. Mynd / Stjórnarráð Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.