Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 3
Haukur Þórðarson yfirlæknir, form. S.Í.B.S.: VELFERÐ I VOÐA Aðspurðir myndu trúlega flestir landsmenn telja ísland meðal velferðarrikjaheims—en alls ekki allir. I orðabók Menningarsjóðs segir svo um velferðarríki að það sé (iðnþróað) ríki sem á að sjá hag þegna sinna borgið og vernda þá gegn áföllum, t.d. með ýmiss konar trygg- ingum. Og að velferðarþjóðfélag sé þjóðfélag velferðarríkis. Víða um heim er litið á Svíþjóð sem hið dæmigerða velferðan'íki og fyrirmynd öðrum þjóðum. Fyrir ekki löngu spurðist í fréttum að nú væri kostnaður velferðarinnarþarí landi orðinn slíkur að óhjákvæmilegt væri að snúa við blaðinu, draga úr framboði velferðar, spara. í maí á þessu ári gaf Þjóðhagsstofn- un út rit, Þjóðhagsreikningsskýrslu nr. 11, sem ber heitið Búskapur hins opinbera 1980—1991. í formálasegir m.a.: „Með búskap hins opinbera er átt við starfsemi ríkis, sveitarfélaga og almannatryggingakerfis. Hérerþó undanskilin starfsemi fyrirtækja og sjóða í opinberri eigu enda er slíkri starfsemi að jafnaði ætlað að standa undir sér með sölu á vörum eða þjónustu áalmennum markaði“. Ritið er að sjálfsögðu hið fróðlegasta og í því ógrynni talnaefnis, tölulegar upplýsingar, töflur og línurit. Þótt efn- ið taki fyrst og fremst til ofangreinds tímabils, þá eru þarna ýmsar bráða- birgðatölur frá árinu 1992. Ekki er það ætlun mín að rekja hér efni ritsins eða freista þess að draga af því marktækar niðurstöður. Vil hins vegar drepa á nokkur atriði sem þarna koma fram og varða heilbrigðismál annars vegar og velferðarmál hins vegar. Raunarhef ég með sjálfum mér alltaf talið heilbrigðismálin hluta af velferðinni en í ritinu eru þessir flokkar aðskildir hvor í sitt kerfið. Heilbrigðismál Eins og fram hefur komið aftur og aftur í umræðunni um kostnað í heilbrigðisþjónustunni óx sá kostn- aður hægt og sígandi fram á árið' 1988 en hefur síðan verið aðeins að lækka og var 19,5% af útgjöldum hins opin- Haukur Þórðarson. bera á árinu 1992. Heilbrigðisútgjöld námu 7,28% af vergri landsfram- leiðslu árið 1992 sem er svipuð hlut- fallstala og var árið 1991. Það er e.t. v. erfitt að átta sig á hvað þessar hlutfallstölur þýða en fram kemur í riti Þjóðhagsstofnunar að á tólf ára tímabilinu 1980—1991 hefur heil- brigðisþjónustan aukist að magni um 56% á hvern landsmann. Það er umtalsverðaukning.Ekkikemurfram á hvaða sviðum heilbrigðismála þessi magnaukning hefur einkum orðið. 1 línuriti yfir innbyrðis hlutdeild hinna ýmsu þátta heilbrigðisþjónustu kemur þó fram að kostnaður vegna sj úkrahús- þjónustu hefur lækkað á tímabilinu en hlutdeild öldrunar- og endurhæfing- arþjónustu hefur vaxið úr 9% af heildinni 1980íu.þ.b. 15%árið 1992. Þá hefur lyfjakostnaður einnig vaxið á þessu tímabili og kostnaður heilsu- gæslunnar. Vöxtur hlutdeildar öldrunarþjón- ustu og endurhæfingar kemur raunar ekki á óvart. Hvað varðar öldrunar- þjónustu er aukningin í fullu samræmi við bæði hækkandi meðalaldur og aukna áherslu á þjónustu við aldraða. Að sama skapi er á þessu tímabil i lögð aukin áhersla á endurhæfingu og er það alveg í takt við það sem er að gerast í þeim málum í nágrannalönd- unum. I ritinu kemur fram að kostnaður vegna almennra sj úkrahúsa er rúmlega 53 þús. kr. á mann árið 1991, vegna heilsugæslu ríflega 17 þús., vegna öldrunarþjónustu og endurhæfingar rúmlega 15 þús. og vegna lyfja og hjálpartækja rúmlega 12 þús kr. á mann. Að lokum er frá því sagt í ritinu að heilbrigðiskostnaðurinn á föstu verði á mann náði einnig hámarki 1988 en hefur síðan lækkað smátt og smátt og var á árinu 1992 7% lægri en á árinu 1988. Þessi lækkun á sér ýmsar skýringar, m.a. hefur starfsemi sjúkra- húsanna breyst, meira geit nú af rann- sóknum utan sjúkrahúsa og ýmis meðferð hefur flust frá sjúkrahúsunum yfir á stofur sérfræðinga. Allt hefur þetta stuðlað að lækkun sjúkrahús- kostnaðar en líka kernur til hreinn sparnaður í rekstrinum. Enda þótt aukning hafi verið á umfangi, magni og kostnaði heilbrigð- isþjónustu hér á landi er vitað að hún er hér ekki dýrari en í nágrannalönd- unum, og í mörgurn tilvikum ódýrari. Landlæknir hefur bent á að heilbrigð- isstarfsmenn hér á landi eru færri í flestum greinum heilbrigðisþjónust- unnar en gerist í nágrannalöndunum og vinnuálagið þar af leiðandi meira. Launakostnaðurinn er stærsti liðurinn í reksturskostnaði heilbrigðisþjónust- unnar. Það fer ekki á rnilli mála að lands- rnenn vilja góða heilbrigðisþjónustu og aðgengilega og flestir sammála um að nokkru megi til kosta svo að þannig verði áfram. Það breytir hins vegar ekki því að í heilbrigðisþjónustunni þarf að sýna ýtrustu rekstrarlega ráðdeild. Veferðarmál Ut frá sjónarmiði almannatrygg- inga eru velferðarmálin fólgin í greiðslum til einstaklinga og heimila vegna m.a. örorku, veikinda, elli, atvinnuleysis,hjálpartækjao.fl.atriða. Fram kemur í riti Þjóðhagsstofnunar að 18% af útgjöldum hins opinbera fóru í velferðarþjónustu á árinu 1992. Séu þessi útgjöld mæld sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hlutfallið hækkað úr 4,8% árið 1980 í rúmlega 7% árið 1992. Fram kemur að FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.