Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 13
Frá athöfninni. Fólkið í fagurri sumarblíðu Skóflustunga tekin að nýju MS-húsi að var glampandi sól og góðviðri sem bezt getur hér komið þegar safnast var saman undir húsveggnum á Oddshúsi til hátíðlegrar athafnar. Tekin skyldi skóflustunga að hinu nýja glæsilega húsi MS-félagsins. Það var sem hollvættir góðar vildu sýna sína björtustu og blíðustu hlið, þegar byrjað skyldi svo mætagott verk. Það var Gyða J. Ólafsdóttir form. MS-félagsins sem skóflustunguna tók og mælti nokkur vel valin orð. Hún fagnaði þessum langþráða áfanga, en oft hefði óvissa um úrslit einkennt baráttuna. Hún kvað návistina við Oddshús vera gleðiefni og þakkaði alla aðstoð Hússjóðs Öryrkjabandalagsins við undirbúninginn. Hún færði öllum þakkir sem lagt hefðu þessum málstað lið og gert það kleift að nú yrði unnt að hefjast handa. Hún bað húsi og öllum sem þar ættu eftir að eiga dvöl og eins þeim sem þar myndu starfa guðsblessunar. Að því loknu tók hún skóflustunguna og var því verki vel fagnað. ■ ■ Ollum viðstöddum var svo boðið til kaffidrykkju í sal Oddshúss í boði MS- félagsins, en þar svignuðu borð undan gómsætum kræsingum. Arnþór Helgason form. ÖBÍ. árnaði félaginu allra heilla með þennan byrjunaráfanga, sem örugglega sannaði máltækið gamla að hálfnað væri verk þá hafið væri. Framtakið yrði til farsældar svo fjölmörgum sem dýrmætrar þjónustu þyrftu að njóta. Helgi Seljan færði MS-konunum árnaðaróskir, en megineinkenni baráttu sem árangurs væm óneitanlega þau að þar hefðu vaskar konur fremstar farið og fullum sigri að lokum náð. Hann flutti og hamingjuóskir í bundnu máli. Ólöf Ríkarðsdóttir varaform. ÖBÍ. rifjaði upp baráttusögu MS-félagsins, en Ólöf var einn stofnenda félagsins og fyrsti ritari þess. Hún minntist sérstaklega fallinnar forystukonu Grétu Morthens, sem öðrum betur hefði svipt hulunni af sjúkdómnum, orsökum sem eðli. Hún kvað þetta hátíðisdag í sögu félagsins til heilla mörgum, sem njóta myndu. Nánari frásögn er í Fréttabréfinu frá forystu MS-félagsins af fyrirhugaðri framkvæmd sem fjármögnun. Að loknum góðum rausnarveitingum gekk fólk út í sólskinið á ný með bjarta von í brjósti. H.S. HLERAÐí HORNUM Margar góðar sögur eru frá ástands- árunum. Stúlka ein var á dansleik og dátinn steig óvart á tær hennar. Hann hvíslaði: „Excuse me“. Stúlkan eld- roðnaði, leit í kringum sig og sagði: „Nei, ekki svona úti á miðju gólfi“. * Verra var með vitgrönnu stúlkuna, sem sagði móður sinni að sér þætti merkilegt hvað margir dátar létu sér annt um hvort hún væri hrein mey, því þeir spyrðu nefnilega svo oft: „May I?“ * Maður einn var spurður að heiti og svaraði svo: „Ég heiti Guðmundur Jakob Sigurður Jóhann og er kallaður Óli“. „Hvers vegna í ósköpunum Óli? Ekki heitirðu Ólafur“. „Er það ekki? Ja, ég hef nú bara aldrei tekið eftir því“. * Hótelstjórinn kallaði eftir skónum sínum og skóburstarinn kom með skóna. Hótelstjórinn varð ævareiður og sagði: „Hvað erþetta maður, annar skórinn er brúnn, en hinn svartur“. „Ja, ég skil bara ekkert í þessu. Það er annað svona par niðri“. * Verkstjóri einn kom að manni sem honum þótti farast heldur óhönduglega við verk, enda talið að hann væri nú ekki vitmaður. „Ja, það má á þessu sjá, hversu einfaldur þú ert“, sagði verkstjórinn. En þá sagði hinn: „Ja, ég er þó ekki þrefaldur eins og þú“. „Þrefaldur?“, spurði verkstjórinn. „Já, þú ert nefnilega bæði einfaldur og tvöfaldur“. * Úr Fréttabréfi HHF-samtakanna — Handikapp historiska föreningen í Svíþjóð fengum við þessar mætu skrýtlur: B lindur maður var í heimsókn í skóla og fræddi nemendur um blindu sína. Þegar hann var á leiðinni út, stöðvaði lítil stúlka hann, sem vildi fá hann til að hjálpa sér í peysuna sem hann gerði. Svo þreifaði hann á peysunni og sagði: „Mikið ertu í fínni peysu. Hvemig er hún á litinn"? Þá svaraði stúlkan: „Hvað, ertu líka litblindur?" FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.