Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 34
Gísli Helgason forstöðum.:
Hvers er rétturinn?
Fyrir nokkrum árum var ég staddur
á ráðstefnu á vegum Norrænu
blindrasamtakanna, sem haldin var í
Svíþjóð. Þarvarfjallaðumframtíðina
og hvað hún myndi bera í skauti sér.
Margir athy glisverðir fyrirlestrar voru
haldnir og menn komu með margar
framtíðarsýnir. Mér varð á að standa
upp og lýsa því mjög fjálglega að í
framtíðinni gæti ég ekið bfl. Ég myndi
hafa tölvu í bflnum mínum og inn í
hana yrði sett ákveðið leiðarkort, sem
ég gæti forritað, t.d. ef ég færi frá
heimili mínu að heimsækja Olaf vin
minn í Glóru í Hraungerðishrreppi, þá
myndi ég setjast upp í bílinn minn og
starta honum og segja tölvunni hvert
hún ætti að fara. Hún myndi sjá um
aksturinn, halda bflnum í hæfilegri
fjarlægð frá öðrum bílum og stoppa á
rauðu ljósi. Að sjálfsögðu sæti ég við
stýrið (til málamynda) og fylgdist með
hvort tölvan æki nokkuð yfir á rauðu
ljósi. Þótt ótrúlegt sé, þá virðist þessi
tækni ekki langt undan, en ég ætla mér
ekki hér að útlista hana nánar. Þegar
ég hafði lokið mér af á ráðstefnunni,
stóð framkvæmdastjóri norsku
blindrasamtakanna upp og sagði:
“Gísli, ég þakka guði fyrir að þú skulir
ekki vera með bílpróf, annars væri ég
varla á lífi”.
Þessi sami maður, Arne Husveg,
flutti síðan fyrirlestur um aðstöðu
blindra í þróunarlöndunum og bað
okkur að hugleiða hversu framarlega
við værum komin, sérstaklega Norð-
urlandabúarnir. Þessi orð fengu mig
til að staldra við og í rauninni, fjórum
árum seinna, staldra ég oft við þessi
orð og hugleiði hlutverk og tilgang
félagsskapareins og Blindrafélagsins.
Það var í upphafi stofnað til þess að
rétta hlut sjónskertra gagnvart sam-
félaginu og reyna að betrumbæta og
auka hlutdei ld þeirra þar. Mikill árang-
ur hefur náðst á mörgum sviðum. Má
nefna að flest sjónskert fólk hefur
atvinnu, gagnstætt öðrum sjónskertum
á hinum Norðurlöndunum. Þá hafa
menntunar- og hjálpartækjamál verið
í allgóðu lagi og svona má lengi telja,
Gísli Helgason.
viðhorf almennings í garð sjónskertra
hefur snarbatnað á undanförnum ámm.
Mikið ansi er ég hræddur um að
þessir hlutir kunni að breytast á
næstu árum. Okkur er sagt að
efnahagsástand hér á landi sé slæmt
ogþjóðartekjurfari minnkandi. Síðast
í morgun heyrði ég í fréttunum að
þjóðartekjur myndu minka um 8%
vegna lækkandi fiskverðs og þá lá við
að ég missti móðinn í öllu þessu
svartnættistali. Þegar illa árar er
tilhneiging hins opinbera að skera
niður í opinberri þjónustu og láta
þegnana taka á sig auknar byrðar. Þá
er byrjað á að klípa fyrst af þeim, sem
minnst mega sín og síst bera hönd
fyrir höfuð sér. Má nefna að nú er búið
að tekjutengja örorkulífeyri þannig
að ef fatlaður maður nær ákveðnu
tekjuhámarki, 113 þús. krónum á
mánuði, fellur örorkulífeyrir niður.
Þá er ekkert tillit tekið til þess hvort
það sé dýrara vegna fötlunar fyrir
einstakling að lifa.
Við íslendingar höfum státað af
þ ví að vera einna fremstir í heim-
inum hvað lífsgæði allra snertir.
Stjórnmálaflokkar hrósa sér af því að
vilja bæta hag fatlaðra svo að eitthvað
sé nefnt, en þeir hinir sömu flokkar
eru svo fljótir að draga í land í þeirri
von að fólk gleymi fögru loforðunum
í hita og þunga dagsins. Ég leyfi mér
að vona að það muni verða keppikefli
allra þeirra, sem stjórna þessu þjóð-
félagi að halda áfram að try ggj a j afnan
rétt allra þegna þessa lands til þeirra
lífsgæða, sem við öflum, en þó eru
margar hindranir, sem fatlað fólk hefur
ekki enn getað yfirstigið og skal nefnt
hér eitt örlítið dæmi:
Sjá bls.45