Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 7
var orðinn til í þessum málaflokki. Það er því einlæg von undirritaðs að samtök fatlaðra megi bera gæfu til þess að taka höndum saman við stjóm- völd og aðila vinnumarkaðarins og stuðla að því að komið verði á heild- stæðri atvinnu- og tryggingalöggjöf sem styrki réttindi fatlaðra á almennum vinnumarkaði. Ef til vill verður saman- tekt Evrópuráðsins til þess að vekja Islendinga af þymirósarsvefni sinnu- leysisins. Arnþór Helgason I aðdraganda aðalfundar Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands verður haldinn laugardaginn 16. okt. n.k. og hefst hann kl. 9 árdegis á Hótel Holiday Inn í Reykjavík. Á dagskrá þessa aðalfundar eru fyrst og fremst venjuleg aðalfundar- störf, en einhver sérmál munu einnig rædd. Tvö félög munu sækja um aðild að bandalaginu, en það er MG-félagið, sem greint er frá annars staðar í þessu blaði og Alnæmissamtökin. Stjórn bandalagsins mun mæla með aðildar- samþykkt og því munu fulltrúar beggj a félaga mæta á aðalfundinn, sem áheyrnarfulltrúar fyrst og síðar fullgildir, að jákvæðri afgreiðslu lok- inni s.s. lrklegast er. Á þessum aðalfundi mun fyrsta sinn kosin stjóm skv. nýjum lögum bandalagsins. Þar segir að úr hópi aðalstjórnarmanna kjósi aðalfundur formann, varaformann, ritara, gjald- kera og meðstjórnanda og mynda þeir framkvæmdastjórn bandaiagsins. Það verður því meira um kosningar á aðalfundi en áður hefur verið. Eftir hádegi fundardaginn verður efnt til málþings um Greiningar- og ráðgj afarstöð ríkisins og stöðu fatlaðra barna varðandi þjálfun og þjónustu. Þar munu fjórir fyrirlesarar reifa mál frá hinum ýmsu hliðum og á eftir munu verða umræður um erindin. Er ekki að efa að málþingið verður hið fróðlegasta. Helgi Seljan Þrjár ljóðaþýðingar F ormáli þýðanda: Inn á borð okkar hér hjá Öryrkjabandalaginu berst mikið af erlendum fréttabréfum urn málefni fatlaðra. Kennir þar ýmissa grasa og er oft ýmsan fróðleik að finna. I einu slíku fréttabréfi, sem var að nokkru leyti helgað málefnum fatlaðra kvenna voru nokkur kvæði um og eftir fatlaðar konur. Okkur hér á bæ datt í hug að þýða þrjú þessara kvæða til birtingar í Fréttabréfi ÖBI. og hérna koma þessi sýmishorn af kveðskap hinna erlendu kvenna. VINÁTTA Vinátta er yndisleg Þegar hún er gefin af heilum hug og ánægju. Þegar hún umlykur mann. Vinátta er afl — bönd sem við bindum með trausti og samheldni félagsskaparins. Vinátta verður þegar tilfinning vaknar. Þegar við réttum fram hönd án vonar um endurgjald. Að líta veröldina saman — vernda lífið. Bros vináttunnar gefur hverjum degi líf. Þú gleymir ekki vináttu auðveldlega. Hjarta hennar er allsstaðar. Blanca Dina Sorto. LJÓÐ UM LÍKAMA Líkami minn — smávaxinn, snúinn, vanskapaður hvetur engan til að yrkja ástarljóð. Ófær um að vera miðdepill ástríðufullrar nætur. Eitt sinn sagði maður við mig: „Augu þín eru svo falleg“. Hann vildi ekki segja — þrátt fyrir líkama þinn. Þessi smái líkami — snúinn og vanskapaður heillar mig. Mér þykir vænt um hann. Hann er minn. Ég á engan annan. Eileen Giron. KONA Vegna angistarinnar endurlifi ég skyndilegar breytingar — grimmilegar, sárar, mjög fljótt. Milli himins og jarðar sit ég — ísköld. Nóttin milli óttu og dögunar hefur litað himinhvolfið. í kvenlegri neyð minni — endurspeglast ég. Maritza Melara Castillo. Ásgerður Ingimarsdóttir þýddi. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.