Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 40
nemendagarða (heimavist) þar sem aðgengi verður fyrir fatlaða. Skammtímavistun fyrir fatlaða er nú loks að verða að raunveruleika, byggt verður sérstakt hús sem j afnhliða verður hægt að nota sem þj álfunaríbúð. Þetta bætir úr brýnni þörf og gefur fötluðum kost á að reyna getu sína áður en þeir fara að búa sjálfstætt. Við sem vinnum að málefnum fatl- aðra á Norðurlandi vestra höfum stundum haft áhyggjur af því að okkur takist ekki nógu vel að ky nna starfsemi okkar. I vor sem leið gáfum við því út kynningarbækling og létum dreifa honurn á hvert heimili í umdæminu. I honum tíunduðum við þá þjónustu sem við getum boðið uppá. Reyndum við að vanda til bæklingsins og lögðum áherslu á að hann væri einfaldur og upplýsandi. Skólamál Skólamálum er því miður ennþá þannig háttað að hluti nemenda þarf að fá þjónustu sem ekki er hægt að veita í heimabyggð. Til skamms tíma var gengið út frá því að þessir nem- endur færu til Reykjavíkur í sérskóla og þar voru byggðir upp stórir ríkis- skólar í þessum tilgangi. Ein af nei- kvæðum hliðum þessarar stefnu var, að margir skólamenn í dreifbýlinu gengu út frá því að hún væri sjálfsögð og ekki hefur verið nægjanlega unnið að uppbyggingu úrræða fyrir fatlaða nemendur í heimaskólum. I seinni tíð hefurbreyting orðið, sérdeildir eru að komast á í stærri skólum og fámennu skólamir leggja aukinn metnað í að sinna fötluðum nemendum í almenn- um deildum. Svæðisskrifstofa hefur sl. ár rekið vistheimili fyrir 5-6 fötluð böm úr fræðsluumdæminu sem nýta sérdeild við Grunnskólann á Sauðár- króki. Við gerum okkur vonir um að í nánustu framtíð verði ekki þörf fyrir þetta úrræði en til þess að það geti orðið verða skólamir að vera betur undir það búnir að taka við fötluðum nemendum. Aðgengismál eru oft til baga í skólunum en vonandi verður gert átak í að gera skólana aðgengilega fyrirallanemendur. Varmahlíðarskóli og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki hafa með styrk Framkvæmdasjóðs fatlaðrakomið upp lyftum og bætt aðgengi að öðru leyti. Að loknum grunnskóla býður Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki upp á þriggja anna atvinnulífsbraut. Þessi nýjung hefur mælst ákaflega vel fyrir og hafa nem- endur verið ánægðir með námstil- högun. Nemendur sem í fyrra voru í heimavist á sambýlinu á Grundarstíg hafa flutt sig á heimavist skólans sem bendir til þess að vel sé móti þeim tekið í skólanum, enda hafa skóla- stjórnendur og kennarar skólans lagt sig fram við að gera skólann aðlaðandi fvrir alla nemendur. Það hefur verið von okkar að hægt væri að tryggja framtíð þessarar námsbrautar með viðurkenningu frá menntamálaráðu- neytinu. Það hefur hins vegar ekki gengið og virðist sem einstaka “kerf- iskallar” geri flest til að hindra Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í þessu brautryðjenda- starfi. Atvinnumál Atvinnumál fatlaðra eru erfiður málaflokkur og meginmarkmið blöndunar, þ.e. að fatlaðir sæki vinnu á almennan vinnumarkað, hefurreynst erfitt. A Sauðárkróki hefur fötluðum tekist að fá vinnu og halda henni þrátt fyrir erfitt atvinnuástand. Oftast er um að ræða vinnu hluta úr degi. Á Siglufirði var fyrir 3 árum gerður samningur við Þormóð ramma h/f um verndað vinnuhorn. Vinnuhornið starfaði í tæpt ár en skv. ákvörðun fyrirtækisins var það lagt niður en fatlaðir starfsmenn vinna nú með öðrum í vinnslunni. Þessi ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins er mjög ánægjuleg og hefur reynst fötluðum vel. Sú stefna að reyna að halda öllum á almennum vinnumarkaði er ekki létt en ég er ekki í vafa um að þar sem þetta gengur skilar það umtalsverðum árangri. Eg er sannfærður um að á næstu árum verður lögð höfuðáhersla á atvinnumál fatlaðra. Ekki er að svo stöddu hægt að útvega öllum vinnu á almennum vinnumarkaði og þeir sem eru verulega fatlaðir þurfa því á öðrum úrræðum að halda. Svæðisskrifstofan hefur rekið dagvist/iðju fyrir mikið fatlaða íbúa sambýlisins á Siglufirði sem tryggir að íbúar komast að heiman til iðju. Blöndun inn á vinnustaði ætti að vera hægt að framkvæma fy rir þennan hópen það kallar á liðveislu og sérstaka samninga við vinnuveitendur þar sem þeim væri tryggt að kostnaður vegna slíkrar blöndunar félli ekki á þá. Blöndun kallará almenna hugarfars- breytingu og skilning á að mikið fatlaðir einstaklingar verða að hafa möguleika á að vera innan um ófatlaða og að þeir hafi hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Húsnæðismál og þjónusta sveitarfélaga Húsnæðismál fatlaðra hafa verið mjög í brennidepli undanfarið. Á Norðurlandi vestrahefurþróunin verið að koma upp sambýlum fyrir þá sem á því búsetuformi þurfa að halda. Lögð er áhersla á að einkarými á sam- býlunum verði sem mest en sameigin- legt rými minna. Sá skilningur er nú almennt viðurkenndur að íbúar á sam- býlum þurfa t.d. að geta tekið á móti gestum í sínum einkavistarverum. Jafnhliða hefur verið horft til þjón- ustuíbúða og félagslega íbúðakerfis-

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.