Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 11
Ur vísnabanka
Böðvars
Guðlaugssonar
Formáli: Sá ágæti og listfengi
hagyrðingurBöðvarGuðlaugsson
hefur áður rétt að Fréttabréfinu
góðar sendingar. Hlýj ar óskir hans
í upphafi bréfs eru þakkaðar, en
ritstjóri fagnar slíkum sendingum
og birtir með mikilii gleði og sú
gleði nær til afar margra lesenda.
Og gef ég svo Böðvari orðið:
Ég var alinn upp við mikið dálæti
á stökum, og þá einkum hnyttnum
tækifærisvísum. Raunar gilti þetta
um kveðskap yfirleitt, og hefur
síður en s vo dvínað með aldrinum.
Get ég í því efni tekið heilshugar
undir með Þorsteini Erlingssyni:
„Það er líkt og ylur í
ómi sumra braga.
Mér hefur hlýnað mest á því
marga kalda daga“.
Ég hef gert dálítið að því að kasta
fram stökum við ýmis tækifæri,
en eins og menn vita, nýtur slíkur
kveðskapur sín ekki nema tilefni
séu tilgreind. Hér á eftir fer dálítið
sýnishom af þessari framleiðslu
með stuttum skýringum. í hópferð
um ísland fyrir nær tveimur ára-
tugum voru meðal þátttakenda
Þorsteinn heitinn Valdimarsson
skáld, Þórarinn Guðnason læknir,
Ólafur Jensson verkfræðingur og
fleira ágætisfólk. Einhverjir létu í
ljósi ugg nokkum um að það mundi
verða óheyrilega mikið ort í
ferðalaginu. Varð mér að orði:
„Ef út á við fólk á ekki að gera
óstöðvandi vísnakliður,
Þórarinn læknir þyrfti að skera
Þorstein upp, — og Böðvar
niður".
í sama ferðalagi bar matmóðir okk-
ar fram lystilega smurt brauð með
þeim ummælum að við yrðum að
klára það, ella yrði það ónýtt. Ég
rétti Þorsteini brauðsneið og sagði:
„Þorsteini ég brauðið ber
á brauðinu skarta egg og smér.
Éttu vinur, sem þóknast þér,
það verður ónýtt hvort sem er“.
Og Ijúfmennið Þorsteinn brosti
innilega og sagði að þetta væri sú
sanna kurteisi.
Þorsteinn var árrisulastur okkar í
þessu ferðalagi og eldaði hafra-
graut handa okkur á morgnana og
bar fram hunang með honum. Að
því er vikið í þessari stöku til hans:
„Hvert sem för um Frón þú
snýrð,
fjarri kulda og brælu
lifðu heill í hunangsdýrð
og hafragrautarsælu".
I ferðalagi til Rúmeníu fyrirtuttugu
árum eða svo, bar það til að ég fór
í gönguferð um svæðið þar sem
baðstrandarhótel okkar var. Á
heimleið ætlaði ég að koma við í
verslun sem við íslendingarnir
kölluðum kaupfélagið okkar á
milli, en þar var þá lokað. Ég ætlaði
að fá mér kaffi á útiveitingastað,
en það fékkst ekki í svipinn. Og
þegar heim á hótelið kom fann ég
ekki konuna mína. Þá var eftir-
farandi kastað fram í fússi:
„Manni erengin miskunn sýnd,
mörgu er úr lagi þokað:
Ekkert kaffi, konan týnd
og kaupfélagið lokað".
Þegar „Hana-nú“-félagar í Kópa-
vogi fóru í hvítasunnuferð norður
í Skagafjörð og dvöldu í góðu
yfirlæti á Löngumýri, lék það orð
á að fólk hefði tekið hraustlega til
matar síns. Við brottför þaðan í
dýrðlegu veðri komst ég svo að
orði:
„Við sígum af stað í sól og hita,
sestur er Valdi undir stýri.
Ekki skildum við ætan bita
eftir í búrinu á Löngumýri".
(Bílstjóri okkar hét Þorvaldur,
kallaður Valdi).
Ég veit ekki hvort svona vísnasam-
tíningur á heima í Fréttabréfinu,
en hitt veit ég, að ótrúlega margt
fólk hefur gaman af vísum og
Ijóðum, guði sé lof. Ég læt svo
fylgja hér gamla limru sem mér
sýnist að eigi ekki verr við núna en
þegar hún var ort:
Þótt ástand sé ótryggt og valt
engu þú kvíða skalt
með gengisfellingu
— og góðri kellingu
bjargast yfirleitt allt.
Með bestu kveðju.
Böðvar Guðlaugsson.
Ritstjóri segir aðeins: Mœttum við
fá meira að heyra.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS