Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 42
Guðbjörg Gunnarsdóttir forstöðum.: Heimabyggðin fyrir alla Rannsóknarvinna á Austurlandi Hér á eftir birtist útdráttur úr lokaverkefni sem undirrituð vann í tengslum við B.A. - nám ísérkennslu- fræðum við Kennaraháskóla Islands íjúlísl. Verkefniðerumáætlunum rannsóknarvinnu sem fy rirhugað er að fara af stað með á Austurlandi og ber yfirskriftina “Heimabyggðin fyrir alla“. Tilurð. Hugmyndin að rannsóknarverk- efninu fæddist í mars s.l. í bfl sem ekið var frá einu sjávarþorpinu á Aust- fjörðunum. Farþegar,undirrituðásamt framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu og formanni Landssamtakanna Þroskahjálpar, voru að koma frá kaffisamsæti sem haldið var í tilefni þess að tvær fatlaðar konur voru að fá afhentar félagslegar íbúðir. Ibúðirnar höfðu sveitarfélagið, Landssamtökin Þroskahjálp og Svæðisskrifstofa haft samvinnu um að byggja. Einu ári áður höfðu aðstæður þessara k venna brey st þannig að þær þurftu skyndilega á stuðningi að halda. Hefðu þessar að- stæðurkomið upp nokkrum árum áður er líklegt að þær hefðu þurft að flytja burt úr sinni heimabyggð til að fá viðeigandi þjónustu. Umræðuefnið í bílnumvarum þá stefnu Svæðisskrif- stofu í þjónustu við fatlaða á Aust- urlandi að byggja upp dreifða ein- staklingsmiðaða þjónustu í heima- byggð hvers og eins í stað stofnana- þjónustu s.s. vistheimili og sambýli sem þegar var til staðar. Uppbygging á einstaklingsmiðaðri þjónustu í heimabyggð kallaði á aðra sýn en áður hafði verið í búsetumálum fatl- aðra á Austurlandi sem leiddi til þess að bygging félagslegra íbúða varð að markmiði. Rætt var um þær efasemd- araddir sem heyrast í garð þeirra sem vilja bjóða fötluðu fólki búsetu í íbúð í stað sambýla eða vistheimila s.s. einmanaleiki, dýrþjónustaofl. Þessar raddir verða oft það sterkar að jafnvel þeir “heittrúuðustu” fara að efast. Þá varð hugmyndin að verkefninu til, Guðbjörg Gunnarsdóttir. hvernig væri að rannsaka/skoða á faglegan hátt þá þj ónustuuppbyggingu sem hafin er á Austurlandi og nefnd er “Heimabyggðin fyrir alla”. Aðstæður á Austurlandi. Starfssvæði Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi er allt kjördæmið sem erfimmtunguríslands. Austurlandskjördæmi er stórt og erfitt yfirferðar, samtals eru um 660 km. eftir akvegi milli nyrstu og syðstu byggða. Byggð erdreifð og einkennist aflitlumbæjarsamfélögumíþröngum fjörðum, umgirtumháumfjallgörðum sem gera samgöngur milli byggðar- laga mjög erfiðar stóran hluta ársins. Samtalseru íbúará Austurlandi u.þ.b. 13.060 í 30 sveitarfélögum, það fjöl- mennasta með 1.750 fbúa en það fá- mennasta með36íbúa. AAusturlandi er skortur á fagfólki með sérfræði- menntun innan félags-, mennta- og heilbrigðisstofnanaog langtertil höf- uðborgarsvæðisins þar sem stjómsýsla og lykilsérfræðiþjónusta er. Af þeim sökum hafa margir fatlaðirog aðstand- endur þeirra flutt frá Austurlandi, sérstaklega hér á ámm áður. A undanförnum árum hefur þró- un in í málefnum fatlaðra á Austurland i brey st í þá vem að leik- og grunnskólar hafa veitt fötluðum börnum þjónustu í sínum heimaskóla og í framhaldi af því fóru að koma kröfur um áfram- haldandi þjónustu í heimabyggð, frá fötluðum, aðstandendum þeirra og öðrum sem létu sig málið varða. Jafnframt hafði mikil umræða farið fram meðal starfsfólks um galla þess að flytja fólk í sérþjónustu fjarri heimabyggð. Áámnum 1990-1991 vannstarfs- hópur, sem samanstóð af fagfólki Svæðisskrifstofu, að mótun megin- markmiða fyrir málefni fatlaðra á Austurlandi. I kjölfarið var ákveðið að hverfa frá frekari uppbyggingu á sérþjónustu við fatlaða og þau mark- mið sett að byggja upp einstaklings- miðaða og sveigjanlega þjónustu í heimabyggð hvers og eins í samvinnu við bæjar- og sveitarfélög. Stefnan var tekin á samvinnu við sveitarfélögin með það að mark- miði að auka ábyrgð þeirra gagnvart fötluðum einstaklingum á við aðra þegna sveitarfélagsins. Ábyrgð, áhugi og þátttaka sveitar- og bæjarfélaga er forsenda þess að hægt sé að byggja upp þjónustu í heimabyggð. Á haustönn 1991 stóð yfir um- ræðulota um skólann fyrir alla og heimabyggðina fyrir alla. Umræðu- lotan var samstarfs verkefni eftirtalinna aðila: Samtakanna Þroskahjálpar á Austurlandi, Hermeshópsins (hópur skólamanna á Austurlandi), Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Austur- landi og Fræðsluskrifstofu Austur- lands. Fyrir tilstilli þessara aðila kom Ingvald Bastesen frá Meland en hann er starfsmaður norska félagsmálaráðu- neytisins, og hefur áratuga reynslu af að byggja upp heildstæða þjónustu fyrir fatlaða í sveitarfélaginu Meland í Noregi. Þessi umræðulota var vett- vangur til að kynna málefni fatlaðra fyrir sveitarstjómarmönnum, aðstand- endum og öðrum hópum er tengjast menntafélags- ogheilbrigðisþjónustu á Austurlandi. Auk þess gafst gott tækifæri fyrir þessa hópa að ræða saman og skiptast á skoðunum um þá

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.