Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 28
Af stj órnarvettvangi Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalagsíslandsþriðju- daginn 14. sept. og hófst hann kl. 16.30 í fundarherbergi bandalagsins. Formaður setti fund og stjómaði honum. Bauð sérstaklega velkomna Valgerði Auðunsdóttur varastjómar- mann SPOEX og Þorstein Jóhanns- son forstöðumann vinnustaða banda- lagsins. 1. Fyrsta dagskrármálið varðaði umsókn tveggja félaga um aðild að Öryrkjabandalagi Islands, en það eru MG-félagið og Alnæmissamtökin. Framkvæmdaráð fjallaði ítarlega um málið og mælti með samþykki við stjórn. Formaður fór nokkuð yfir þessi mál og nokkrar umræður urðu almennt um fjölgun félaga innan bandalagsins, svo og um það hversu félögin starfa, hvernig aðalfundum þeirra er háttað svo og um raunverulegt félagatal þeirra (skuldlausir félagar). Einnig talsvert rætt um samstarf og samruna félaga sem vinna að svip- uðum málum með áþekka fötlun að baki. Stjórnin mælti einróma með meðmælum við aðalfund varðandi aðild beggja félaganna. 2. Næst voru teknir fyrir reikningar bandalagsins og skýrði gjaldkeri bandalagsins, Hafliði Hjartarson, reikningana og fór yfir alla meginþætti. Formaður og gjaldkeri gerðu athugasemd viðbókun endurskoðanda um gjöld vegna Glits frá 1/1—31/8 '93, semekki stæðist miðað viðeðlileg skil reikninga. Frá reikningunum verður greint í umfjöllun aðalfundar um þá og gerð grein fyrir helstu liðum þeirra. Talsverðar umræður urðu um reikningana og endurskoðun þeirra. 3. Fjárhagsstaða Öryrkj abandalags Islands og málefni Glits. Formaður reifaði fjárhagsstöðu bandalagsins sem óneitanlega tengist Glitmálinu, en ljóst að miðað við sama tíma og í fyrra eru tekjur frá Islenzkri getspá nokkuð minni í ár. 4. Nokkrar að- haldsaðgerðir hafa því verið ákveðnar hjá bandalaginu. Að öðru leyti fór Þorsteinn Jóhannsson yfir stöðuna hjá Glit. Hann rakti söguna frá því hann kom hér að verki og hvað helzt hefði þar gerzt. Akveðið í maí að hætta rekstrinum og gera ráðstafanir til þess að reyna að draga úr tapinu sem mest. Gerði grein fyrir hvernig þar hefði til tekist og fór svo yfir þá heildarupp- hæð, sem bandalagið hefur innt af hendi og mun gera á næstu árum Tals- vert var um fyrirspumir og nokkrar umræður íkjölfarið. Formaður þakk- aði Þorsteini Jóhannssyni afar vel fyrir unnin störf að skilum varðandi Glit h.f. 4. Kjör fulltrúa í stjóm Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Fram- kvæmdaráð mælti með Þóreyju Ólafs- dóttur í stjórnina og var það einróma samþykkt. 5. Kjör 2ja fulltrúa í stjórn Starfs- þjálfunar fatlaðra og eins til vara. Framkvæmdaráð bandalagsins mælti meðþeimArnþóri Helgasyni og Helga Seljan í stjórn og Jarþrúði Þórhalls- dóttur til vara og var það einróma samþykkt. 6. Alþjóðadagur fatlaðra 3. des. n.k. Asgerður Ingimarsdóttir reifaði það mál, greindi frá samþykkt Samein- uðu þjóðanna á haustdögum '92 um að gera 3. des. árlega að alþjóðadegi fatlaðra. Hún flutti útdrátt úr bæklingi sem borizt hafði um ýmislegt það sem einkenna mætti þennan dag og baráttu- mál honum tengd. Að okkur sneri það að gera þennan dag sem myndarlegastan. Ymsarhug- myndir reifaðar í þeim efnum. Málinu vísað til framkvæmdaráðs. Undir liðnum: Önnur mál komu fram eftirfarandi erindi: a) Ólöf Ríkarðsdóttir vakti máls á deilum milli félagsmálaráðherra og annaiTa ráðherra m.a. um húsaleigu- bætur. Ræddi viðbrögð samtakanna Þak yfir höfuðið og kynnti ályktanir samtakannaalltfrá 1989umþessi mál og nauðsyn þess að koma húsaleigu- bótum á. Kynnti ályktun sem hópurinn samþykkti fyrr um daginn. Um hana urðu allmiklar umræður. Að þeim loknum var hún samþykkt samhljóða og er svohljóðandi: Stjórn Öryrkjabandalags Islands skorar á ríkisstjórn Islands að beita sér fyrir því að hið fyrsta verði teknar upp húsnæðisbætur til leigjenda og lög þar um samþykkt á haustþingi 1993. Mikill hluti öryrkja býr í leiguhúsnæði og er þ ví hér um brýnt hagsmunamál fyrir þáaðræða. Stjórn Öryrkjabandalags Islands beinir því jafnframt til ríkis- stjórnarinnar að fjármagn til hús- næðisbóta skerði í engu það fé sem varið verður til uppbyggingar félagslegra íbúða. b) Hafliði Hjartarson minnti á meðferð reikninga á aðalfundi, hvort ekki væri rétt að getið væri um sam- þykki stjórnar við framlagningu þeirra og var það talið sjálfsagt. c) Hafdís Hannesdóttir minnti á 25 ára afmæli MS-félagsins og opið hús að Alandi 13 af því tilefni mánu- daginn 20. sept. og kvað félagsfólki mikla ánægju að því ef stjómarmenn vildu líta inn. d) Formaður vakti máls á því að vitneskja hefði borizt um að skerða ætti framlög Norðurlandaráðs til sam- starfs fatlaðra á Norðurlöndum mjög verulega. Samþykkt var að skrifa Sig- hvati Björgvinssyni, samstarfsráð- herra Norðurlanda og til þess mælst að Islendingar beiti áhrifum sínum á norrænum vettvangi til að koma í veg fyrir áformaðan niðurskurð. e) Formaður greindi frá skipan uppstillingamefndar fyrir aðalfundinn en hana skipa: Vilhjálmur Vilhjálms- son, Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Jóna Sveinsdóttir. f) Sigrún Bára greindi frá græn- metismarkaði Geðhjálpar hið næsta kvöld. g) Asgerður greindi frá bókinni Atlantic Destiny Iceland, en í þeirri bók eru tvær heilsíður um Öryrkja- bandalag Islands—myndum prýddar. Asgerður vakti athygli á að þarna væru í samanþjöppuðu formi gagnlegar og góðar upplýsingar um bandalagið á ensku, ef félögin vildu nýta sér það. h) Síðast vakti svo Guðlaug Svein- bjarnardóttir athygli á hinum mikla niðurskurði sem væri staðreynd varð- andi þjálfun fatlaðra barna m.a. hefði iðjuþjálfun ekki fengist greidd í tvo mánuði. Formaður sleit svo gagn- legum fundi um kl. 19.00. H.S.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.