Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 32
Sigurður Björnsson fulltrúi: Fullkominn fatlaður öryrki Fororð: Texti sá eða öllu heldur leikþáttur sá sem hér fylgir á eftir hef- ur verið áefnisskrá H ALA-leikhópsins að undanförnu. Þátturinn er uppruna- lega á sænsku en Steinunn Harðardóttir félagsfræðingur þýddi hann á íslensku fyrir nokkrum árum í tilefni af hjálp- artækjasýningu á Hótel Loftleiðum. Þar voru sett upp nokkur leikin atriði af Sjálfsbjargarfélögum og fleirum. Var hinn fullkomni fatlaði þar á meðal! Síðan þá hefur stykkið legið í láginni þar til Omar Walderhaug og Kristinn Guðmundsson „eðalhalar" tóku til við að blása lífi í það á nýjan leik. Túlkunin er sögu ríkari og fólk verðurbara að sæta lagi til að sjá þetta þegar tækifæri gefast. Einhverjir kunna að hafa heyrt textann í útvarpi en undirritaður var fenginn til að lesa hann á rás 1. Það er samt eins og að borða smjör án brauðs að hafa ekki þá kumpána fyrir augum um leið og talið er meðtekið. Hér kemur svo þátturinn eins og hann er leikinn í dag: FULLKOMINN FATLAÐUR ÖRYRKI SigurðurBjörnsson. Er nokkrum af hinum fullkomnu fötluðu komið fyrir á vernduðum vinnustöðum eða í sérskólum fyrir fatlaða. (Öryrkinn erberfættur og telur á sér tærnar og borar í nasimar). Ef hinn fullkomni fatlaði erreglu- lega gáfaður, sem er eins og við vitum mjög óvanalegt, hlotnast honum sá heiður að fara í verslunarskóla fyrir fatlaða. (Öryrkinn telur á sér puttana sæll og ánægður). bæjarleið og er þess vegna búinn að panta far með ferðaþjónustu fatlaðra tveimur sólarhringum fyrirfram. (Öryrkinn fer í dáleiðslu og hringir í síma). Þess vegna er óþarfi fyrir hinn fullkomnafatlaðaaðþvælastíalmenn- um almenningsfarartækjum og er það alger ruddaskapur af fötluðum að „sjokkera“ viðkvæmar heilbrigðar sálir með nærveru sinni. (Öryrkinn færir sig að upplesara og heilsar og sest hjá honum, upplesarinn rýkur úr sæti sínu mjög miður sín og fer sem lengst frá öryrkjanum). Fullkomnir fatlaðir geta átt perlu- vin eða vinkonu, sem einnig er full- komlega fötluð. (Öryrkinn gengur aftan við stólinn án þess að hreyfast úr stað og ky ssir dömuna í hj ólastólnum). Perluvinurinn eða vinkonan býr í hinum enda bæjarins, en þau hringja eða skrifa hvort öðru einu sinni í viku minnst. (Öryrkinn gengur frá hjóla- stólnum grátandi og vinkar). Fullkominn fatlaður öryrki er góð- ur, auðmjúkur og nægjusamur. (Öryrkinn þrýstir sér að upplesara. Klappar upplesara á vanga). Hann veit að aðrir hafa betri skiln- ing á þörfum hans en hann sjálfur til að taka ákvarðanir, sem eru hinum fullkomna fatlaða fyrirbestu. (Öryrk- inn gefur upplesara lykil eða smápen- inga). Fullkominn fatlaður öryrki er meðvitaður um stöðu sína. Hann reynir aldrei að ná lengra en hin alvitru endurhæfingaryfirvöld hafa ætlað honum. (Öryrkinn réttir upp annan fótinn og annan handlegg). Hluti hinna fullkomnu fötluðu fara samviskulega á örorkulífeyri þegar þeir verða 16 ára. (Upplesari réttir öryrkjanum lykilinn eða smápening- inn til baka og klappar honum á kollinn). Þegar hann útskrifast hefur hann komist á toppinn á ferli sínum, sem atvinnulaus fatlaður verslunarmaður. (Öryrkinn stikar um gólf með hönd undir kinn og klórar sér). Fullkominn fatlaður býr heima hjá pabba og mömmu vemdaður af þeim eins og glóandi gimsteinn. (Upplesari skeinir öryrkjann). Fullkominn fatlaður tekur þátt í aðlögunarnámskeiði fyrir fatlaða. (Öryrkinn heldur ræðu og heilsar fólki úti í sal). Af og til kemuryndislega gott fólk og stendur fyrir veislu og skemmti- atriðum fyrir hina fullkomnu fötluðu eins og þingmenn og aðrir skemmti- kraftar. (Öryrkinn klappar saman höndum og hlær rosalega). Fullkominn fatlaður er skyggn og veit alltaf hvenær hann þarf að fara Fullkominn fatlaður giftir sig hvorki né stofnar fjölskyldu því hinn fullkomni fatlaði getur ekki verið að eiga böm, sem verða þjóðfélaginu byrði. (Öryrkinn kíkir undir buxna- strenginn, en upplesarinn stoppar hann). Hinn fullkomni fatlaði er mjög trúaður, því hann trúir því að þjáningin borgi sig, því einhvern tímann í framtíðinni verði hann ekki fatlaður lengur. (Öryrkinn krýpur á kné og biður til guðs). Hinum fullkomna fatlaða vöknar um augun þegar ákvörðunaraðilarnir, pólitíkusar, blaðamenn og allt hitt alvörufólkið talar svo fallega um rétt hinna fötluðu. (Öryrkinn hallar sér að upplesara og grætur, upplesarinn fer í hjólastólinn og öryrkinn keyrir hann út). Eftirmáli Eins og þú sérð ágæti lesandi er

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.