Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 36
Gísli Helgason tónlistarm.: Minningar frá þjóðhátíð r Aþessu ári voru liðin 20 ár frá eldgosinu í Heimaey, en það hófst aðfararnótt 23. janúar 1973 og lauk formlega 3. júlí sama ár. Vestmanna- eyingar hafa minnst þessa atburðar með ýmsum hætti. Það rifjaðist upp fy rir mér hér á dögunum að þj óðhátíðin það árið var ansi sérstæð. Ég festi á blað það sem ég mundi og fer það hér á eftir. Ég man snemma eftir mér á þjóð- hátíðum. Þær voru tilhlökkunarefni og þá var stanslaus sunnudagur allan tímann, sem hátíðin stóð yfir. Nokkr- um sinnum man ég eftir að hún fyki út í veður og vind, en menn biðu bara eftir að lægði og héldu svo áfram. Annars var yfirleitt gott veður á þjóðhátíð. Ég hef ekki verið mikill þjóðhátíðarmaður á liðnum árum. En samt líður mér einkenni lega þann tíma sem hún stendur yfir, hvar sem ég er staddur. Þá er hugurinn heima og minningamar hrannast upp í huganum. Ein ógleymanlegasta þjóðhátíðin er gosþjóðhátíðin, sem haldin var á Breiðabakka árið 1973. Þá vomm við Amþór bróðir minn með Eyja- pistilinn og það var ákveðið að við færum til Eyja að afla efnis. Þjóðhátíðin var haldin aðeins einn dag, sunnudag og á henni vom allir þeir, sem þá vom úti í Eyjum, um 500 manns og nær engir aðkomumenn. Að sjálfsögðu þurfti að semja þjóð- hátíðarlag og einhvern veginn atvik- aðist að Arni Johnsen tók það að sér. Hann hringir í okkur á föstudags- k völdinu fy rir þj óðhátíð og segist vera búinn að semja bæði lagið og textann. Ég segi honum að koma heim til okkar daginn eftir, við skulum æfa lagið og síðan spila það inn á band hjá útvarp- inu. Arni kemur svo askvaðandi snemma laugardagsmorguns, sest inn í stofu og byrjar að raula lagið og ágætis texta, “Við höldum þjóðhátíð, þrátt fyrir böl og stríð, við höldum þjóðhátíð í dag”. o.s.frv. Við Amþór hlustuðum á í mikilli forundran og hann spyr hvort Árni sé viss um að hafa samið lagið. “Já”, svaraði Ámi. “Ég fór í gegnum plötuna með Gísli Helgason. lögunum hans Geira (Oddgeirs Kristjánssonar) og þetta er ekkert af þeim”. Ég spyr þá Árna hvort þetta sé ekki ansi líkt laginu Gamla gatan og raulaði það. Ámi stökk upp og sagði: “Æ, ég hljóp yfir það, við verðum að brey ta þessu”. Þeir Amþór settust nið- ur og endursömdu lagið. Arnþór samdi fyrri kaflann, en Ámi hélt viðlaginu. S vo fórum við niður í útvarp, gengum þangað hásyngjandi til þess að muna örugglega lagið og allir sem við mættum snéru sér við þegar þeir heyrðu þennan “undurfagra” Eyja- söng, og við spiluðum þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1973 inn á band. Þegarþjóðhátíðarlagiðvarfrumflutt Eggert Sigurlásson heitinn (sem mig minnir að hafi verið formaður Knattspyrnufélagsins Týs, en þeir Týrarar héldu þjóðhátíðina árið 1973) setti þjóðhátíðina á Breiðabakkanum og það var messa að hefðbundnum hætti. Stebbi pól, (Stefán Árnason fyrrum yfirlögregluþjónn í Eyjum var þulur á þjóðhátíðum frá 1922 og fram til 1977, enhannléstþáskömmufyrir þjóðhátíð. Hann var landsfrægur fyrir sterka rödd sína), flutti aldrei þessu vant þjóðhátíðarræðuna og ef ég man rétt, þá fjallaði hún um samgöngumál. Mér fannst það frábært hjá Stebba að þegar hann vitnaði í dagblaðið Vísi, las hann beint upp úr blaðinu og lauk svo ræðunni sinni. Og svo voru ýmis atriði. Þegar kvöldvakan hófst, átti hún að byrja á frumflutningi þjóðhátíð- arlagsins 1973. Við þrír, þ.e. undirrit- aður, Arnþór Helgason og Árni Johnsen áttum að flytja lagið og kölluðum okkur að gamni okkar “Hljómsveit og kórEyjapistils”. Sem við stöndum uppi á sviði og ætlum að hefja flutning lagsins eftir að Stebbi hafði kynnt það með mikilli þrumu- raust og virðuleik, varð þrúgandi þögn, ég fékk í magann og ég spyr: “Hvemig er lagið”? Höfundamir mundu það ekki svo að við báðum um smáfrest á meðan við reyndum að muna lagið. Við fórum niður í Klauf (þ.e. fjaran fyrir neðan Breiðabakka) og með aðstoð bárunnar kom það og við stigum aftur á svið. Eitthvað lfkaði mönnum ekki „besetning” hljómsveit- arinnar, því að bassaleikari, trommu- leikari og harmónikkuleikari ásamt fleiri gítaristum og einni fiðlu bættust í hópinn og þjóðhátíðarlagið var æft á sviðinu og svo frumflutt með pomp og prakt. Oafvitandi skotárás Skemmtiatriði hófust og svo hófst dans. Við Arnþór ásamt Hrafni Bald- urssyni tæknimannni frá útvarpinu höfðum rölt um svæðið og rabbað við fólk í misjöfnu, en yfirleitt í góðu ástandi. Okkur varð eitthvað þannig innanbrjósts að nauðsynlegt var að fara niður í fjöru. Þegar við höfðum lokið okkur af þar, upphófst mikil skothríð frá Breiðabakkanum og flugeldum rignir yfir okkur. Við stóðum eins og bjánar niðri í Klauf, hlógum eins og vitley singar og tókum það til bragðs að nota segulbandstæki útvarpsins, sem hvert kostaði þá um hálfa milljón, sem hjálma. Prikunum rigndi niður í fjöru og sum lentu alveg rétt hjá okkur. Sýningunni linnti og við tókum ofan segulbandstækin og ætluðu aftur upp á bakka, en þá hófst hálfu meiri skothríð og við vorum nú vissir um að lifa þetta ekki af eða koma skaðbrenndir upp úr fjörunni. En svo varð ekki og við komumst til að taka þátt í dansinum, þar sem ýmsir sjálfboðaliðar, þar á meðal nokkir úr Sjá bls. 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.