Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 27
1 . , t ÉjjT * ..
Magnús Kristinsson. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir. Sigurbjörg Armannsdóttir Anna Valgarðsdóttir.
SPURT OG SPÁÐ
Síðla júnímánaðar sendi ritstjóri
nokkrum ágætum félögum okkar
tvær spurningar með ósk um svör í
ágústmánuði.
Spumingamar voru þessar:
1. Hvernig viljið þið sjá þróun
Öryrkjabandalags íslands á næstunni
varðandi stefnumið og störf?
2. Hvaða baráttumálum teljið þið
brýnast að vinna að einmitt núna?
Hér fara á eftir svör þau er bárust
og er þakkað vel fyrir þau.
Hverjum samtökum er nauðsyn
að efna í hugmyndabanka öðru hvoru,
því ekkert er hættulegra en stöðnunin
í öllu félagsstarfi.
Svörin eru birt hér í þeirri röð er
þau bárust:
Magnús Kristinsson fv. form.
Styrktarfélags vang. svarar fyrst:
1. Þau verði áfram hinn sterki
merkisberi allra fatlaðra í landinu og
fylgi fast eftir sanngjörnum kröfum
þeirra, hvað varðar lög og reglugerðir
sem í gildi eru á hverjum tíma.
Það merka samstarf sem átt hefur
sér stað á undanförnum árum milli
Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags-
ins, eflist enn meir og með því hugar-
fari, að þessi merku samtök sameinist
í ennþá öflugri heildarsamtökum,
öllum fötluðum til heilla.
Þá verður hinn sterki sterkari, og
„sterkur þekkist af verkum sínum“.
2. Húsnæðismál — atvinnumál,
hvoru tveggja mál málanna. Margt
annað má benda á t.d. menntunar- og
tómstundamál o.fl. Það er fullvíst að
ef þessir málaflokkar eru ekki tryggir
fer ótal margt úr skorðum. Lítum í
eiginn barm hvað gerist ef við verðum
húsnæðis- og/ eða atvinnulaus? Allt
fer úrskeiðis, svo einfalt er það.
Sá sem ekki fær einhverja úrlausn
mála, bíður oftar en ekki tjón á sál og
líkama. Engin félagasamtök hér á landi
hafa unnið kröftulegar en Öryrkja-
bandalagið að því að leysa húsnæðis-
mál fatlaðra á liðnum árum, svo við
megum vera stolt af, en betur má ef
duga skal, því enn eru langir biðlistar
eftir húsnæði.
A meðan svo er, veit ég af fyrri
reynslu, að áfram verður haldið meðan
einn vantar húsnæði.
Þótt vindurinn hafi verið í fangið
hvað varðar atvinnumálin, þá er bara
ein leið, sú að bíta á jaxlinn og leita
nýrra leiða, því stundum er sagt:
„mótlætið er oft dulbúinn vinur“.
Og næst svarar spurningunum
Sigurrós M. Sigurjónsdóttir form.
Sjálfsbjargar í Reykjavík:
1. Öryrkjabandalag Islands hefur
staðið sig vel í húsnæðismálum fyrir
fatlaða undanfarin ár, og veitti kannski
ekki af.
Ég tel mikla nauðsyn á því að
vinna áfram í þeim málum, því sjálf-
sagt er seint hægt að fullnægjaþörfum
fatlaðs fólks varðandi hentugt og ódýrt
húsnæði. Við vitum, að ekki er hlaupið
aðþví fyrirefnalítið fólk, að fjármagna
kaup á íbúð.
Enég vil sjáaðÖryrkjabandalagið
sinni meira aðildarfélögum sínum
bæði fjárhagslega og félagslega og
komi meira fram með þeim í ýmsum
málum, þegar tilefni gefst til.
Eins má hugsa sér að félögin leiti
til Öryrkjabandalagsins, því það á að
vera samnefnari félaganna út á við, til
að vinna með þeim að einhverju sér-
stöku máli, eða til að kynna vel það
félag, jafnvel vegna einhverra sér-
stakra umræðna í þjóðfélaginu.
2. Ég tel það brýnast þessa stundina
að standa vörð um þau réttindi sem
fatlaðir hafa verið aðnjótandi hjá
Tryggingastofnun ríkisins.
Það hefur kostað mikla baráttu
undanfarin um það bil 30 ár að ná þar
fram ýmsum réttindum til handa fötl-
uðu fólki.
En nú hefur það gerst á undan-
förnum mánuðum, að þessi réttindi
eru skert s.s. gagnvart hjálpartækjum,
bæði kaup og viðgerðir, og það má
ekki látaþetta gerast, án þess að samtök
eins og Öryrkjabandalagið láti í sér
heyra, og kanni málið ítarlega.
Þá svarar spurningunum Sigur-
björgArmannsdóttirí forystu MS-
félagsins:
1. Ég vildi sjá ÖBI. sem virkt afl í
stjómkerfinu í öllum þeim málum sem
varðaréttindi og skylduröryrkja. Ég á
ekki við pólitískt afl heldur að ÖBI.
eigi fulltrúa í nefndum og ráðum s veit-
arstjórna. Ég er ekki með þessu að
segja að við, þ.e. öryrkjar eigum að
njóta forréttinda, heldur geri ég þá
kröfu að við stöndumjafnfætis öðrum.
ÖBI. á að vera tengiliður milli keifisins
og öryrkja, og gæta hagsmuna þeima.
2. Það eru þau mál sem ÖBI hefur
verið að vinna þ.e. kjaramál, hús-
næðismál og ferlimálin þurfa líka
sífelltað veraádagskrá. Menntamál-
in eru afar mikilvæg, en mikið vantar
upp á að skólahúsnæði sé aðgengilegt
fyrirfatlaða. Mérfinnst nú enn brýnna
en áður vegna ástandsins í þjóðfélag-
inu að ÖBÍ standi vörð um hagsmuni
öryrkja.
Síðust er svo AnnaValgarðsdóttir
sem starfar hjá Geðhjálp:
l.Ég vil sjá Öryrkjabandalag-
Sjá bls 31
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS