Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 30
var haldin í Bretlandi á vegum Mencap (Royal Society for Mentally Handi- capped Children and Adults). Islend- ingar sendu út 49 verk. Aðstandendur sýningarinnar völdu nokkur verk til sýningar, þar af seldust fjórar myndir. Listamennimir sem áttu verk á sýning- unni eru eftirtaldir: Asta María Magnúsdóttir, Guðný Björnsdóttir, Heiða Austfjörð, Jökull Kristinsson, Linda Rós Lúðvíksdóttir, Kristín Jónsdóttir, Rut Grímsdóttir og Þóra Björnsdóttir. Alda Sveinsdóttir vann að því að velja verk á sýninguna og Jakob Frímann Magnússon var tengi- liður vegna verkefnisins í Englandi. I vor var svo boðið til kaffisamsætis á veitingastaðnum Gullna Hananum, þar sem þeir sem áttu verk á sýningunni fengu viðurkenningar og þeir sem seldu verk fengu ávísun sem greiðslu fyrir verkin. Þetta verður vonandi hvatning fyrir viðkomandi listamenn til að halda áfram á listabrautinni og einnig hvatning fyrir fleiri að feta þessa jákvæðu braut. LIST Til stóð að halda listahátíð sem bæri heitið „List án landamæra“ undir merkjum samtakanna Very Special Arts International. En samskonar hátíðir voru haldnar vítt og breitt um Evrópu síðastliðinn vetur. Fallið var frá þessu, en ákveðið var að boða til fundar þar sem listsköpun fatlaðra yrði rædd. A fundinn mættu, auk full- trúa samtaka fatlaðra, fulltrúar nokk- urra sem hafa unnið að listsköpun. A fundinum kom fram vilji til samstarfs. M.a. voru menn sammála um að gott væri að koma á fót sameiginlegum vettvangi varðandi listsköpun fatlaðra. Akveðið var að efna til annars og stærri fundar eða ráðstefnu í vetur þar sem þessi mál og fleiri sem tengjast listsköpun verða rædd. Þess má geta að Samvinnunefndin styrkti starfsemi Halaleikhópsins úr sameiginlegum sjóði samtakanna. Þar er á ferð mjög áhugavert starf sem er öllum opið. Haldið var leiklistarnám- skeið undir stjórn Guðmundar Magn- ússonar leikara. Auk smærri sýninga, setti leikhópurinn uppog sýndi gaman- leikinn Aurasálina eftir Moliere. Rannveig Traustadóttir kom nýlega frá námi í Bandaríkjunum og hefur nú hafið störf við Háskóla Islands. Samvinnunefndin ákvað að Hér er heldur betur byggt og brasað styrkja Rannveigu vegna mikilvægra rannsóknarstarfa sem fjalla um fjöl- skyldur fatlaðra á Islandi. Þá ákvað samvinnunefndin að sty rkj a könnun sem ber heitið Heima- byggðin fyrir alla og verður unnin af Guðbjörgu Gunnarsdóttur. I rann- sóknarþætti verkefnisins verður þró- unaruppbygging á Austurlandi metin sem stefnir að því að fatlað fólk hafi tækifæri og rétt til að búa í sinni heima- byggð. Þá er gert ráð fyrir þróunar- vinnu, þar sem skoðað verður hvað þurfi að vera til staðar svo hægt sé að skapa öllum fötluðum félagslega þátt- töku, búsetu og lífsgæði í heima- byggðinni. SKÁTANÁMSKEIÐ Eins og undanfarin ár var í sumar starfræktur Útilífsskólinn af skáta- félögunum Skjöldungum og Dalbúum í samstarfi við samtök fatlaðra. Dag- skráin er fjölbreytt og þátttakendum hefur verið gefinn kostur á upplifun í náttúrunni að hætti skáta. Starfsmenn Útilífsskólans hafa mikla reynslu af skátastarfi og starfi með fötluðu fólki. Einnig hefur einn starfsmaður nokkra táknmálskunnáttu. Þátttaka hefur minnkað nokkuð milli ára. Efalaust má þar um kenna minni kaupmætti fólks auk þess sem Reykjavíkurborg hefuraukiðmjögþjónustu sínaáþessu sviði og býður nú upp á mun fleiri kosti fyrir fötluð börn heldur en var þegar skátarnir fóru af stað með Útilífsskólann í samstarfi við samtök fatlaðra fyrir 5 árum. NÁMSKEIÐ FYRIR FULLTRÚA í SVÆÐISRÁÐUM Samtökin stóðu fyrir fræðslu- og umræðufundi 5.—6. marsfyrirfulltrúa sína í svæðisráðum og varamenn þeirra. Þar var fjallað um verksvið og hlutverk svæðisráðanna. Haldin voru erindi um mannréttindi, hugmynda- fræði, lög, reglugerðir auk þess sem fjallað var um ýmsar hindranir á vegi svæðisráða s.s. litlar fjárveitingar og ófullnægjandi starfsaðstöðu. FERÐAÞJÓNUSTA Nefnd þeirri sem vann að undir- búningi ráðstefnu um ferðaþjónustu fatlaðra haustið 1992 varfalið að starfa áfram í nafni Samvinnunefndarinnar til þess að reyna að fylgjast með og hafa áhrif á framgang mála á þessu sviði. Nefndin sendi m.a. bréf til Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún hvatti til að vinna færi í gang vegna breyttra laga um málefni fatlaðra sem m.a. fela í það í sér að miklar og auknar skyldur eru lagðar á sveitarfélögin. Á ráðstefnunni og fundum sem nefndin hefurhaldið, hefurm.a. verið fjallað um nauðsyn samræmdrar þjón- ustu og reglna milli sveitarfélaganna. Nefndin mun fylgjast grannt með þessum málum áfram. HÚSNÆÐISMÁL Samvinnunefndinhefurbaristfyrir því að hús sem byggð eru fyrir fatlað fólk svari þörfum fólks og kröfum

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.