Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 14
Höfundur lengst til hægri. Svanlaug Böðvarsdóttir: Lífið — þetta líf Hugleiðing í Alandinu Ungur andi berst létt áfram. Smá uppstreymi frájörðu lyftir honum hærra. Oendanlega löng leið er fram- undan, allt er eftir, því lífið er langt og nú þegar æskan á í hlut er og virðist allt eiga eftir að gerast, og geta gerst. MS-félagið er að verða 25 ára. Margt er liðið og margt framundan. Hvað höfum við að segja sem erum þess aðnj ótandi að d velj a í Álandi 13 ? Fyrst og fremst er það í mínum huga þakklæti til þeirra sem þar stjórna og vinna. Þar ríkir ótrúlega mikil og góð aðstoð við okkur, sem MS-sjúkdómur- inn hefur hremmt. Ég hugsa til þeirra sem í blóma lífsins er kippt burt af atvinnu- og athafnasviðinu, en það horfum við upp á þarna, eins og forystan hefur lýst svo vel í blöðum og ritum. Ég hef engu við það að bæta öðru en því að undirstrika hversu marg- vísleg og margbreytileg sjúkdómsein- kennin eru. Hjólastóllinn bíður sumra og ekki síst þeirra ungu. En hvernig er svo lífið dagsdaglega á þessum stað, þessu heimili? Er þar alvara, sorg og sút? Ekki er það og er það þessu góða heimili að þakka að þar ríkir góður andi og vinir og félagar verða allir. Þama er athafnaþránni fullnægt eftir því sem þrótturinn leyfir. Otrúlegustu listaverk eru unnin í handavinnu sem góður leiðbeinandi stjórnar. Sem sagt: Það er stunduð margs konar handmennt, lesin eru blöð og spil tekin fram og er þá oft glatt á hjalla. Sj úkraþj álfari er til staðar og flestir njóta góðrar þjálfunar hjá honum og svo er jafnvel dansað, þegar búið er að liðka sig í ýmsum æfingum. Öll forysta er þarna til fyrirmyndar og starfsfólk allt útvalið sómafólk. Svo er einn daginn tilkynnt um ferðalag. Allir leggja við eyru og augu, því ótal ferðalög sem við höfum farið í hafa verið meiriháttar gleðiferðir. Síðasta sumarferðin okkar var í Þórs- mörk. Er það ekki dálítið djarft af þessu fólki að ætla svo langt? En þangað fórum við og dásam- legri ferð mun vandfundin. Fegurðin í Þórsmörk — dásamleg. Ilmur birkis og blóma, fuglasöngur, lækjarniður, fegurð í háum björgum og blómaskraut allt um kring. Þá kom forystan enn til skjalanna. Allar veitingar eins og best varð á kosið. Þessi dagur var eins og við hefðum hitt á óskastund. Ég er hér að lýsa í fáum dráttum broti af því öllu sem mig langar að þakka. Ég þakka af heilum hug þetta heimili í Álandi 13. Ég vona og trúi að áform þeirra, sem nú hugsa stórt, megi rætast sem best og fyrst. S vanlaug Böðvarsdóttir. Þessa hugljúfu og glögguhugleiðingu hinnar ágœtu MS-konu er ritstjóra Ijúft að birta. Af svona efni mætti gjarnan meira vera. HLERAÐí HORNUM Heyrnarlaus kona var að ljúka við að ryksuga íbúðina þegar sonur hennar kemur heim. Hann horfir forviða á móðurina með ryksuguna. Þegar hún sér hann segir hún: „Úff, þetta var sko erfitt“. „Já, það skil ég“, sagði sonurinn „en heldurðu að það hefði ekki gengið betur ef þú hefðir sett ryksuguna í gang“. * Kona ein var að lýsa myndarskap sín- um og fínheitum heima hjá sér og orðaði það svo: „Hjá mér eru nú veit- ingarnarekki skomar viðöxl“. Sömu- leiðis þetta: „Ja, það er nú allt teppalagt hjá mér á milli þils og veggja, og svo er ég með skósíðar gardínur". * Það gerðist einu sinni sem oftar suður á Spáni að maður nokkur varð ástfang- inn af ungri stúlku. Eitthvað höfðu foreldrar stúlkunnar við þetta að at- huga en samþykktu þó trúlofun þeirra að lokum. Spánverjar eru trúræknir og siðavandir vel og því fengu pilturinn og unnusta hans ekki að njóta ásta enda hefði því fylgt alltof mikil áhætta. Foreldrar stúlkunnar þurftu eitt sinn að bregða sér af bæ og fólu 12 ára gömlum bróður hennar að hafa gætur á henni. Foreldrarnir voru hins vegar ekki fyrr komnir út fyrir bæjarmörkin en unnustann bar að garði og sagði við piltinn að hann skyldi fara út og telja þá vegfarendur sem framhjá gengju. Hann skyldi borga honum 50 krónur fyrir hvem þeirra. Eftir drykklanga stund kom strákur inn og var þá unga fólkið farið upp á loft. Hann hrópaði því: „Nú eru komnir tólf'. „Haltu áfram að telja“, kallaði unnustinn. Að drykklangri stund liðinni kom strákur aftur inn og hrópaði: „Heyrðu, nú getur þetta orðið dálítið dýrt hjá þér því að það er heil líkfylgd að fara framhjá“. * Útigangsmaður kom inn á lög- reglustöð og kvaðst hafa verið rændur. „Og hversu mörgum munum var stolið?“ „105“. „Hvemig í ósköpunum geturðu sagt svo nákvæmlega um það?“ „Nú ég var með tvo spilastokka og einn upptakara“.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.