Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 10
í sambandi við húðsjúkdóma sem
menn gera sér almennt ekki grein fyrir.
Við getum nefnt hann andlega fötlun.
Hér er átt við vanmáttarkennd,
óöryggi, sem lýsir sér þannig að
sjúklingnum finnst hann óvelkominn,
óæskilegur félagsskapur, óhreinn,
útskúfaður. Allir skilja þessa tilfinn-
ingu hjágeðsjúklingum, en hún liggur
ekki eins ljós fyrir hjá húðsjúklingum,
nema þá meðal holdsveikra. Það er
erfitt að skilgreina þessa tilfinningu
og mæla áhrif hennar því að í henni
felst ekki aðeins að sjúklingurinn sé í
raun óvelkominn, heldur líka það að
hann ímyndar sér að hann sé óvelkom-
inn.
Þannig er að mörgu að hyggja og
margs að spyrja þegar meta skal fötlun.
En það er ljóst að mælikvarði á fötlun
af völdum húðsjúkdóma er nauðsyn-
legur, og skilgreining hans á erindi í
kennslubækur hjúkrunarfólks og
félagsfræðinga.
Helga Ingólfsdóttir.
HLERAÐí
HORNUM
Mikill hægrimaður notaði oft það ráð
til að þagga niður í vini sínum, sem í
senn var mikill vinstrimaður og biblíu-
fróður vel, að vitna í þessi orð úr biblí-
unni: Hjarta viturs manns slær til
hægri, en heimskingjans til vinstri.
Þetta tók sá biblíufróði nærri sér, en
einn góðan veðurdag kom hann sigri
hrósandi með nýja þýðingu á biblíunni
þar sem nú stóð: Hjarta viturs manns
slær á heillabraut en heimskingjans til
ógæfu. Hægrimaðurinn horfði orðlaus
á ósköpin.
*
Prestur einn kom í heimsókn á bæ þar
sem sagt var, að bóndi berði konu sína
ótæpilega. Svo vildi til að bóndi og
kona hans voru fyrir dyrum úti og
bóndi með hnefann á lofti. Þegar hann
sá prest, brá honum, en greip í konu
sína og mælti stundarhátt: „Nú hefð-
irðu dottið hjartað mitt, ef ég hefði
ekki stutt við þig“.
*
Þennan skemmtilega orðaleik heyrði
ritstjóri hjá Gísla Helgasyni: „Veiztu
hvað mamma Evitu Peron sagði við
hana þegar hún var lítil?“ „Borðaðu
E-vítamín — Evíta mín“.
TMF
Tölvumiðstöð fatlaðra
Kynning á verkefni á vegum
Tölvumiðstöðvar fatlaðra.
„Tölvuver fyrir fötluð börn og unglinga“
Tölvumiðstöð fatlaðra hyggst, ef fjármögnun fæst, setja í gang
tilraunaverkefnið„Tölvuverfyrirbörn og unglinga“. Aætlað er að hefja
verkefnið í október 1993 og að það standi fram í marslok 1994, þ.e. í sex
mánuði. Verkefnið verður síðan endurskoðað að afloknumreynslutíma.
Meginmarkmið tölvuversins er að gera fötluðum börnum og
unglingum kleift að nýta sér þá möguleika sem tölvutæknin býður upp
á og að miðla þekkingu um þá möguleika sem tölvan veitir fötluðum.
Tölva sem tæki til að efla þroska og sjálfstæði barna
Börn byrja ung að sýna tölvu með tilheyrandi hugbúnaði mikinn
áhuga, tölva er því miðill sem höfðar vel til barna og unglinga. Tölvan
er mörgum hjálpartæki til skrifta og boðskipta, en hún getur einnig verið
tæki til leikja. Ekki má vanmeta gildi leiksins því að í gegnum leik
þroskast börn, þau þroska hreyfifæmi, sjálfstæði, mál og hugtakanotkun.
Leikurinn er því öllum börnum mikilvægur. Fötluð börn sem gera
margar misheppnaðar tilraunir í leik missa gjarnan móðinn og þar með
áhugann á frekari tilraunum. Því þarf að aðlaga leikinn að þörfum
barnsins. Góður hugbúnaður og stýribúnaður tölvu er ein leið til þess.
Tölvan er tæki til að upplifa „ég get sjálf“- tilfinningu sem öllum er
mikil væg á þroskabrautinni. Að kynnast tölvum í gegnum leik auðveldar
þeim seinna meir að nýta sér þær í námi og starfi.
T öl vu verið, hvað verður í boði?
I tölvuverinu verði helstu tölvumerkin (PC, Machintosh,
Archimedes), ásamt sérbúnaði s.s. snertiborð, snertiskjár, rofar og
tengibox.
Sérbúnaður eins og snertiborð og snertiskjár eru tæki til að nota
tölvuna á annan hátt en með venjulegu lyklaborði. Sem dæmi um
sérbúnað má nefna snertiskjá með tilheyrandi hugbúnaði sem nýtist
m.a. sjónskertum börnum.
Gerð hugbúnaðar hefur mikla þýðingu, leitast verður við að hafa
hugbúnað sem hentar til leiks, þjálfunar og náms.
Foreldrar, kennarar og aðrir geta pantað tíma í tölvuverinu, tekið
barnið með og prófað hugbúnað og sérbúnað.
S tarfsmenn töl vuversins munu leitast við að fylgjast með nýjungum,
miðla þeim og aðstoða fólk við að útvega sér búnað.
Sannfæring mín er sú að tölvutæknin veitir okkur ýmsa nýja
möguleika sem við Islendingar ættum að nýta og aðlaga að okkar
aðstæðum.
Því er von mín að Tölvumiðstöð fatlaðra muni stuðla að framgangi
tölvunotkunar hjá ungu kynslóðinni og leggja þar með grunninn að
þróun tölvumála fatlaðra á Islandi.
I sept.byrjun '93.
Sigrún Jóhannsdóttir
forstöðumaður.