Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 26
Anna Margrét Guðmundsdóttir þroskaþjálfi: Hæfingarstöð í Keflavik vígð Til hvers — Fyrir hverja Föstudagurinn 28. maí var sólríkur og bjartur dagur fyrir margra hluta sakir. Suðurnesjabúar höfðu lengi átt sér þann draum að fatlaðir íbúar gætu fengið þjónustu við sitt hæfi í sinni heimabyggð. Eitt af því sem skorti var dagtilboð, þar sem fullorðnir fatlaðir fengju þjálfun með það að leiðarljósi að undirbúa þá undir þátttöku í atvinnulífinu. Því var það kærkomið fagnaðarefni þegar Hæfingar- og þjónustumiðstöð fyrir fatlaða var formlega tekin í notk- un í Keflavík að viðstöddu fjölmenni. I upphafi bauð Þór Þórarinsson framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu gesti velkomna. Hann rakti í stuttu máli hlutverk stöðvarinnar og þær væntingar sem henni fylgja. Að því loknu ávaipaði Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu gestina. Þegar Margrét hafði lokið máli sínu lýsti hún yfir formlegri opnun Hæfingar- og þjónustumiðstöðvar á Suðumesjum. Mörg ávörp voru flutt og Suður- nesjabúum færðar heillaóskir í tilefni dagsins. Byggingarsaga húsnæðisins var rakin en aðeins liðu nokkrir mánuðir frá því að það var keypt og þar til það var fullbúið. Aðal verktakar voru bræðurnir Stefán og Ari Einars- synir. Fulltrúar frá hagsmunasamtökun- um svo og sveitarfélögunum fluttu ávörp og færðu Hæfingarstöðinni góðar gjafir. Einnig bárust gjafir frá líknarfélögum og einstaklingum. Kom fram í máli manna að miklar væntingar eru til þeirrar starfsemi sem fram mun fara í Hæfingarstöðinni. Að lokum bauð Þór Þórarinsson f.h. Svæðisskrifstofu Reykjaness gest- um upp á veitingar og að skoða hið nýja húsnæði. Við opnunina voru starfsþjálfunar- staðurinn Örvi svo og Hæfingar- Anna Margrét Guðmundsdóttir. stöðin Bæjarhrauni 2 Hafnarfirði með kynningu á starfsemi sinni. Sambýlið við Klettahraun í Hafnarfirði kynnti einnig starfsemi sína, gestum gafst þarna kærkomið tækifæri til að berja augum þau verkefni sem unnin eru á þessum stöðum og spyrja starfsmenn viðfangsefnanna spjörunum úr. Hæfingarstöðin í Keflavík verður rekin með svipuðu sniði og í Hafnar- firði.Starfsemin miðar að því að efla möguleika fatlaðra til virkrar starfs- þátttöku í samfélaginu með því að bjóða upp á fjölbreytt þjónustutilboð. Markmiðið er að efla starfshæfni h vers og eins. Öll verkefnin eru miðuð við getu einstaklingsins. Bæði er um að ræða vinnuverkefni og þjálfunarverkefni. Vinnuþjálfunin felur í sér að reynt verður að fá verkefni frá ýmsum fyr- irtækjum og félagasamtökum. Verk- efnin eru einföld og fela oftast í sér pökkun, röðun, flokkun svo eitthvað sé nefnt. Verkefnin eru síðan aðlöguð að hverjum einstakling. Fyrirhugað er að fara út í eigin framleiðslu á vörum sem höfðað gætu sérstaklega til Suður- nesjamanna. Með eigin framleiðslu er viðhaldið þeirri færni sem verið er að þjálfa upp í vinnuverkefnunum. Þjálfunarverkefnin eru margvísleg og hafa það markmið að gera einstakl- inginn hæfan til þess að taka þátt í ýmiss konar vinnuverkefnum allt eftir getu og áhuga hvers og eins. Gert erráð fyrir að Hæfingarstöðin geti verið áfangi á leið fatlaðra til atvinnu á almennum vinnumarkaði. Hæfing af þessu tagi gerir mörgum fötluðum kleift að mæta þeim kröfum sem gerðar eru á almennum vinnu- markaði. Þar sem um breiðan hóp fatlaðra er að ræða er ljóst að ekki munu allir geta farið á vinnumarkað- inn. I þeim tilfellum gefur Hæfingar- stöðin þeim einstaklingum tækifæri til þess að fást við viðfangsefni utan heimilis í samræmi við getu og áhuga. Hæfingar- og þjónustumiðstöðin er til húsa að Hafnargötu 90 í Keflavík. í sama húsnæði eru ýmis fyrirtæki og félagasamtök með aðsetur sitt. Starf- semin fellur vel að þeim rekstri sem Sjá bls. 31 Svipmynd frá vígslunni.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.