Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 21
Sigrún Bára Friðfinnsdóttir fr.kv.stj. Geðhjálpar: Kveðja frá Geðhjálp Ritað í sumarbyrjun '93 Loksins er komið sumar eftir langan og strangan vetur. 1. september 1992 gengu í gildi lög um málefni fatlaðra, þar sem í fyrsta skipti var tilgreint, að meðal þeirra sem njóta skyldu laga þessara væru geðfatlaðir. Þarna var opinberlega staðfest að geðsjúkdómar gætu valdið fötlun. Þetta ásamt fleiru í lögunum voru nýmæli og varð til þess að með geð- fötluðum og aðstandendum þeirra óx sú von að brátt tæki að birta til í félagsþjónustu við þennan hóp, sér- staklega hvað varðaði búsetu og stuðn- ingsþjónustu. Liðu nú dagar og vikur en ekkert gerðist. A sama tíma í september klæddist félagsmiðstöð Geðhjálpar í vetrarbún- ing og vetrarstarfið hófst. Lengi hafði verið um það rætt í Geðhjálp að veruleg vöntun væri á góðu efni til nota og stuðnings fyrir sjálfshjálparhópa. Hrist var upp í enskukunnáttunni og handbókin þýdd, staðfærð nokkuð og ljósrituð. Leit hún svo dagsins ljós í október. Haldinn var kynningarfundur og hópstarf hófst svo í nóvemberbyrjun. Síðan þá hafa fundir verið haldnir á mánudögum kl. 19.30, aðstandendur, þriðjudögum kl. 20 og miðvikudögum kl. 20. Fundir þessir eru öllum þeim opnir sem áhuga hafa. Trú okkar er að hópstarf sem þetta geti hjálpað mörgum til að hjálpa sjálf- um sér. Fyrirlestrar, klúbbstarf, opin hús, námskeið og fleira voru svo á dagskrá hjá okkur sl. vetur. í sumar- byrjun leit svo dagsins ljós tímaritið Geðhjálp og farið var á sumarmót norrænna Geðhjálparfélaga í Fær- eyjum. Eitt af baráttumálum Geðhjálpar um alllangan tíma hefur verið að upp verði sett stuðningsþjónustafyrirgeð- fatlaða, sem aðstoði fólk til sjálfstæðr- ar búsetu á þess eigin forsendum. Sigrún Bára Friðfinnsdóttir. Fyrstaapríl gekkígildi samkomu- lag milli Geðhjálpar og Svæðisskrif- stofu Reykj avíkur um frekari 1 ið veisl u. Lögðum við þá af stað, full af bjartsýni um að loksins væri komin á laggirnar sú langþráða stuðningsþjón- usta, sem myndi aðstoða fólk við að „halda sjó“ á sem flestum sviðum mannlegs lífs, jafnt þeim sem eru svo heppnir að eiga heimili, svo og hinum þar sem gatan er eina heimilið. Gengið hefur á ýmsu, en í stórum dráttum erum við á réttri braut með þessa þjónustu, svo í dag eru ney tendur þjónustunnar orðnir tuttugu og fjórir og alltaf bætast nýir við. Vonandi fáum við fleiri úrlausnir í búsetu- málum, því alltof oft strandar allt á spurningunni: Hvar á ég að búa? Með samstilltu átaki allra þeirra sem nærri málefnum geðfatlaðra koma, erum við sannfærð um að hug- takið geðfatlaðir í reiðileysi — heyri brátt sögunni til. Eftirmáli í septemberbyrjun: r Iendaðanjúní varboðað til fundará Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, þar semfundarefnið var: Nánari skilgrein- ing á frekari liðveislu. Þar mætti til fundar fulltrúi frá félagsmálaráðuneyti sem sagði að túlkun ráðuneytis síns væri sú að einungis þeir sem væru í fastri búsetu og nteð heimilishjálp ættu að njóta „frekari liðveislu“. I stuttu máli þýddi þettaað einungis fjórir af þessum tuttugu og fjórum sem fengu þjónustu skyldu nú njóta hennar. Með þessari túlkun varekki grund- völlur fyrir samvinnu Geðhjálpar og Svæðisskrifstofu að svo stöddu. Var því samkomulaginu rift, en við Geðhjálparfólk héldum enn á bratt- ann og fórum fram á það við ráðuneytið að það endurskoðaði túlkun sína á „frekari Iiðveislu“ og hlutaðist til um að þjónusta við geðfatlaða í reiðileysi yrði sett upp. Undirtektir ráðuneytisins voru afar vinsamlegar, svo að við bíðum form- legs svars og erum ennþá bjartsýn, en afar óþreyjufull að hefjast handa á ný. Sigrún Bára. Frá norrænu sumarmóti. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.