Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 37
Arnþór Helgason form. ÖBI.:
LÍFS MÍNS
SÆLUST SUMARTÍÐ
Flestir eiga sér draum. í nútíma
samfélagi miðast draumar fólks
við þær kröfur sem markaður og tíska
gera til manna. Sumir draumar krefj ast
útgjalda, aðrir góðrarheilsu, vina, fé-
laga eða samstarfsmanna. Sá, sem
þetta ritar, hefur notið þess að lifa við
þokkalega heilsu þá fjóra áratugi sem
skaparinn hefur gefið honum og hin
seinustu árin hefur hann einnig gefið
undirrituðum eiginkonu, sem er bæði
vinur og félagi.
Frá barnæsku hafa hjólreiðar verið
mér ótrúleg ástríða. Eg eignaðist
tvíhjól þegar ég var á 10. ári og hjólaði
á því um götur Vestmannaeyja og í
Hljómskálagarðinum í Reykjavík, en
til þess fékkst sérstakt leyfi umsjónar-
manns garðsins. En þegar nálgaðist
10 ára afmælið fékk ég slæma flensu
og að henni afstaðinni komst ég að því
að mér hafði daprast svo sýn að ég sá
illa kantsteinana meðfram göngustíg-
um garðsins.
Hjólið flutti ég þó með mér til
Vestmannaeyja um sumarið en notaði
það lítið. Síðla sumars hjólaði ég þó
inn í Herjólfsdal og lenti þar í árekstri
við hliðstólpa. Sá ég þá að hj ólreiðafer-
ill minn var á enda og leiddi hjólið
heim. Þegar ég var staddur á móts við
íbúðarhús foreldra minna mætti ég
kúnum hennar Sigurbjargar í Breið-
holti. Eg hef alltaf verið hræddur við
nautgripi og vék því úr vegi fyrir kún-
um eins og kurteisum dreng sæmdi.
Eg gætti þess hins vegar ekki að fyrir
sunnan húsið var djúpur skurður því
að verið var að undirbúa lagningu
gangstéttar. Eg féll ofan í skurðinn,
hjólið ofan á mig og missti ég með-
vitund.
annig endaði ferill minn sem hj ól-
reiðamanns. Frændi minn og
félagi, Lárus Grétar Ólafsson, reyndi
nokkru síðarýmsaraðferðirtil þess að
endurvekj a hj ólreiðar mínar. Ein þeirra
ferða endaði með því að hundur elti
Arnþór Helgason.
okkur og náði að glefsa í kálfann á
mér.
Síðan liðu árin. Eg missti sem bet-
ur fer þá litlu sjón sem ég hafði og
flutti suður. I lok 8. áratugarins eignað-
ist Blindrafélagið nokkur tveggja
manna hjól. Við hjónin fengum eitt
þeirra lánað fyrir nokkru en eitthvað
var í ólagi með gírastillingar og varð
því ekkert úr hjólreiðum.
Síðastliðið vor komumst við að
því að reiðhj ólaverslunin Örninn hafði
flutt inn tveggja manna fjallahjól. Við
hjóninfórumástúfanaað skoðahjólið
því að við höfðum tröllatrú á fjallahjól-
um. Þegar við prófuðum hjólið náði
Elín varla niður á fótstigin og var það
gert að skilyrði að úr því yrði bætt,
ættu samningar að nást. Þeir Arnar-
menn hófu nú umfangsmiklar breyt-
ingar á hjólinu og loksins náðist að
lækka fremri hnakkinn og stytta fót-
stigin þannig að eiginkonan náði niður
og var þá hjólið keypt. Þar sem það er
mun lengra en önnur hjól hlaut það
nafnið Ormurinn langi.
að spurðist fljótt á meðal vina og
kunningja að Ormurinn væri
kominn í eigu okkar. Brást einn þeirra
við, frægur hjólreiðakappi, og gaf
okkur bandaríska fræðigrein um
tveggja manna hjól. Þar eru nokkur
atriði tilgreind sem skipta máli þegar
slíkum fáki er riðið:
1) Stýrimaður ræður öllu. 2) Með-
reiðarmanni ber að hlýða skilyrðis-
laust. 3) Unnt er að ná miklum skriði
á jafnsléttu eða þegar hallar undan
fæti en búast má við að hjólið mjakist
upp brekkur eins og 18 hjóla trukkur.
Því ber að krækja fyrir brekkur. 4)
Ekki er æskilegt að menn reyni að
hjóla standandi fyrren þeir hafahjólað
að minnsta kosti 160 kílómetra. 5)
Samhæfing verður að vera góð. Þessi
grein og þær reglur sem tilteknar voru
féllu í góðan jarðveg enda eru kvenrétt-
indatímar og konur í sókn á öllum
sviðum.
Viðurkenndi ég fúslega forræði
konu minnar og naut þess að hlýða
henni í þessu sem öðru!
Við hófumst þegar handa við að
hjólavítt og breitt um Reykja-
víkursvæðið og verkjaði okkur fyrst í
allan skrokkinn. Fljótlega var farið að
ræða um lengri ferðir. Tengdaforeldrar
mínir eiga sumarbústað austur í
Grímsnesi í landi Klausturhóla og
þegar við fundum að okkur óx stöðugt
ásmegin við hjólreiðarnar var farið að
ámálga þann kost að hjóla austur í
Grímsnes. Tengdafaðir minn rifjaði
það upp að árið 1939 hjólaði hann
ásamt vini sínum norður til Akurey rar
og suður aftur. Honum fannst þessi
tilhugsun um að fá okkur hjónin hjól-
andi austur svo spennandi að við
ákváðum að h vað sem öðru liði yrðum
við að láta af þessu verða til þess að
valda honum ekki vonbrigðum; þetta
hefur sennilega verið andleg afsökun
okkar til þess að telja í okkur kjark.
Vinkona Elínar hafði hins vegar svo
miklar áhyggjur af þessu ráðabruggi
að hún bauðst til þess að fylgja okkur
eftir á bifreið þeirra hjóna með eigin-
manni sínum og fóstursyni og hafa
Sjá næstu síðu
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS