Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 2
fréttabréf
ÖRYRKJABANDALAGS
ÍSLANDS
3.TÖLUBLAÐ
6. ÁRGANGUR 1993
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Helgi Seljan
Prentun:
Steindórsprent/
Gutenberg h.f.
Ljósmynd á forsíðu:
Björn G. Eiríksson
FRÁ HÖFNINNI
Frá ritstjóra
Að baki er sumarið, sólríkt víða, en heldur hryssingslegt annars
staðar. Veðurfarssveiflur okkar kæra lands eru hluti af umhverfi
okkar og þó óblítt blási á stundum þarf engan að undra, hvað þá að
æðrast skuli. Sveiflumar í íslenzku samfélagi eru oft ærið lfkar og í
veðurfarinu, góðæri í öllum greinum skiptist á við þrengingatíð þar
sem alltof margt reynist öndvert ganga.
Auðvelt er svo að yfirfæra þetta á einstaklinginn sjálfan sem
sveiflast getur frá hamingjuhæðum yfir í algera örvænting.
Sígandi lukka er bezt, segir orðtakið og sannleikur er í því fólginn.
I félagslegu tilliti er nú að ganga í garð tími anna og athafna eftir leyfi
sumarsins þar sem starfsemin liggur gjarna í dálitlum dvala. Hér á bæ
er eins og jafnan áður í mörg hom að líta. Framundan er aðalfundur
bandalagsins þar sem umsvif öll eru tíunduð og litið fram á leið.
Hinn mikli fjöldi úrlausnarefna sem hingað berst daglega sannar
hvoru tveggj a: mikla þörf margra fyrir aðstoð af ýmsu tagi og eins hver
nauðsyn er hér á þjónustu í svo mörgu.
Þegar enn nýju tölublaði Fréttabréfsins er fylgt úr hlaði skal enn
minnt á það, hversu brýnt er að sem flestir komi að efni þess, að hinn
almenni félagi láti til sín heyra. I þessu blaði ereinmitt reynt að fá fram
raddir fleiri og á því verður að vera eitthvert áframhald. f senn þarf
Fréttabréfið að vera baráttutæki, boðberi hugmynda og miðill tíðinda
af vettvangi starfsins.
Fréttabréfið hefur þessi ár sannað að margir ritfærir aðilar hafa lagt
því liðsinni mætagott sem vissulega verður seint fullþakkað. Sú
hvatning skal samt enn einu sinni ítrekuð að enginn liggi á ritliði sínu
sem um það er fær að láta þar til sín taka.
Hverpistillafþvítagierdýrmæturogsýnirbeturbreiddbandalagsins
og víðfeðmi málaflokksins en öll mælgi ritstjórans samanlögð.
Með ósk um ágætan vetur, svo í andlegu sem í veðurfarslegu tilliti.
Helgi Seljan.
EFNISYFIRLIT
Frá ritstjóra ..2 Rifjað upp í rælni 20
Velferð í voða ..3 Kveðja frá Geðhjálp 21
Fræðslufundir og útgáfustarf ..4 Að synda eða sökkva 22
M.G.-félag Islands stofnað ..5 Velferð allra 24
Heimsókn fulltrúa Evrópuráðsins ..6 Framkvæmdasjóður fatlaðra 25
í aðdraganda aðalfundar ..7 Frá LAUF 25
Þrjár ljóðaþýðingar ..7 Hæfingarstöð í Keflavík 26
Af vettvangi SPOEX ..8 Spurt og spáð 27
Huldusjúkdómurinn ..9 Af stjórnarvettvangi 28
Hlerað í hornum 10, 13, 14, 17, 33 Samstarf samtakanna 29
Tölvumiðstöð fatlaðra 10 Fullkominn fatlaður öryrki 32
Úr vísnabanka Böðvars Hvers er rétturinn? 34
Guðlaugssonar 11 Lög ÖBÍ 35
Nýja MS-húsið 12 Minningar frá þjóðhátíð 36
Skóflustunga tekin að nýju MS-húsi 13 Lífs míns sælust sumartíð 37
Lífið - þetta líf 14 Málefni fatlaðra 39
Tíðindi í textasímamálum 15 Heimabyggðin fyrir alla 42
Hugleiðing vegna árs fjölskyldunnar 16 I brennidepli 46
Hugleiðing 18 Frá Örtækni 48