Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 16
Ásgerður Ingimarsdóttir framkv.stj.: Hugleiðing vegna árs fj ölskyldunnar 1994 Eins og við höfum áður sagt frá hér í blaðinu hafa Sameinuðu þjóðirnar ákveðið að árið 1994 verði ár fjölskyldunnar. Þegar við leiðum hugann að stöðu fjölskyldunnar í dag kemur í ljós að staða hennar hefur brey st að mun gegn- um árin. Horfin er svokölluð stórfjöl- skylda þar sem margir ættliðir bjuggu á sama heimili og bömin ólust upp við að alltaf væri einhver heima, sem gæti sinnt þeim á öllum tímum. I dag búa yfirleitt saman á heimili „pabbi, mamma, börn og bíll“ og meirihluta dags er enginn heima á heimilinu þ.e.a.s. í þéttbýlinu ogjafn- vel til sveita hefur þetta breyst þó nokkuð. Þar er orðið meira um þétt- býliskjama og með niðurskurði og fækkun búfj ár hafa fleiri úr s veitunum orðið að leita vinnu utan síns heimilis. Fjölskyldan í dag er samt að mínu áliti ekkert meira sundruð en áður. Það er ábyggilega í flestum fjölskyld- um töluverð samheldni og þó ekki búi al 1 i r á sama hei mi 1 i er stöðugt samband á milli fjölskyldumeðlima. Að vísu er það liðin tíð að einhver sé heima sem getur litið eftir börnunum dagstund, ef skreppa þarf frá og versla eða svo- leiðis, en það er líka liðin tíð að famar séu sérstakar versl- unarferðir nema í stórmarkaðinasem núem orðnirhelstu staðirnir þar sem þú rekst á kunn- ingja. Hins vegar er fjölskyldan margbrotnari en áður var að því leytiaðnúermeira um einstæða for- eldra, sem halda heimili með börn- um sínum. Hjóna- skilnaðir hafa aukist og einnig er það þannig í dag Ásgerður Ingimarsdóttir. að þó stúlka eignist barn utan hj ónabands er ekki mikið um að bamið sé gefið eða látið í fóstur. Hvað sem sagt verður um nútímakerfið býður það frekar upp á að fólk geti alið börn sín upp sjálft en þurfi ekki að gefa þau eða láta í fóstur þó hins vegar sé alltaf nóg af góðu fólki, sem með glöðu geði vill taka að sér að ala upp annarra manna börn. að sem skiptir mestu máli í sam- bandi við fjölskyldur er að þær haldi vel saman og veiti börnum það öryggi, sem þau þurfa svo mjög á að halda í uppvextinum. Börnin þurfa að vita að þó mamma og pabbi vinni bæði utan heimilis þá sé heimilið það skjól og sá skjöldur, sem hægt er að treysta. Þá er ekki verra að gott sam- band sé svo við afa og ömmur beggja megin, því næst foreldrunum eru það oft afi og amma sem eru hald og traust. Að því er varðar fjölskyldur fatl- aðra hafa tímarnir einnig breyst mikið. Hér áður fyrr voru slíkir einstaklingar heima á heimilunum enda víða nógir til að sinna þeim. Síðan kom tímabil sem fatlaðir — einkum þroskaheftir — voru sendir að heiman á stofnanir, sem að sínu ley ti var góð lausn fy rir þá einstaklinga, sem óhugsandi var að gætu búið heima. Síðan breyttist viðhorfið aftur með tilkomu annarra úrræða — dagvistarstofnana, vernd- aðra vinnustaða og sérskóla. Þar með var fólki gert kleift að hafa fötluð börn heima og láta þau sækja þau úrræði sem hægt var að fá heiman frá sér. Loks komu til skammtímavistanir þannig að foreldrar eða aðrir aðstand- endur gátu komist í frí vitandi það að börnunum liði vel á meðan. En foreldrar verða ekki alltaf til staðar og ekki er víst að aðrir að- standendurséutil- búnirtilaðtaka að sérhlutverkþeirra. f dag er hug- myndinsúaðflest- ireigiað getabúið einir — eiga sitt heimili sjálfir. Þegar við tölum umfatlaðaeruþeir eins misjafnir og þeir eru margir. Þeir sem eru lík- amlega fatlaðir — t.d. hreyfihaml- aðir — eiga oftar en ekki auðvelt Södd og sæl.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.