Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 17
með að búa einir með vissri aðstoð og hún þarf ekki að vera mikil. Það er kannski ekki það fólk sem við þurfum að hafa mestar áhyggjur af nema til að sjá til þess að framboð sé af íbúðum við þess hæfi — hvort sem það vill búa eitt sér eða með öðrum. En það eru hinir þroskaheftu sem aðstoða þarf við að velj a og hafna og hafa hönd í bagga með að fá viðunandi úrræði—eignist sitt heimili eins og aðrir. Það er oft talað um for- ræðishyggju. Það kann vel að vera að hún sé stundum einum of mikil en það má heldur ekki ganga svo langt í að skapa þessum manneskjum frjálsræði að það gleymist að öll höfum við einhverntíma á ævinni þörf fyrir góð ráð og leiðbeiningar um það sem brennur heitast á okkur—þroskaheftir eru þar engin undantekning. Á hátíðlegum stundum er talað um fjölskylduna sem homstein þjóð- félagsins og vissulega er það rétt. Það er ekki hægt að hugsa sér þjóðfélag HLERAÐí HORNUM „Hvemig gastu fengið af þér að stela hjóli í kirkjugarði?“ „Eg hélt að eigandinn væri látinn'1. * Sú gamansaga gengur um hið kunna Hrafnsmál, að Olafur G. Einarsson hafi hringt í Davíð Oddsson og tjáð honum málalyktir varðandi það þegar Heimir rak Hrafn. Davíð átti þá að hafa sagt: „Ja, þetta er nú fornvinur minn, en hann verður nú samt að fá ráðningu fyrir þetta“. Þá segir sagan að Ólafur hafi anzað: „Já, einmitt það, ráðningu skal hann fá“, og allir vita svo eftirleikinn. * Hjón ein sátu heima að kvöldlagi. Húsbóndinn horfði á sjónvarp, hún las í ljóðabók. Allt í einu segir hún upp úr lestrinum: „Það er nú meiri karlinn þessi Tómas Guðmundsson. Er ekki vísan sem þú ortir til mín á brúð- kaupsdaginn hér í bókinni hans frá orði til orðs“. * Gömul saga er af óheppnum bónda sem átti mikinn dálætishund sem Snati hét. Bóndi var eitt sinn að heyja á sem ekki byggir tilveru sína á fjöl- skyldum og heimilum landsnranna. Við getum að vísu ekki horfið aftur til þess tíma þar sem heimilið sat í fyrir- rúmi; til þess erum við kornin of langt á braut þeirra þjóðfélagshátta að helst allir vinni utan heimilis og það flokkist undir munað að húsmóðirin sé heima- vinnandi og í mörgum tilfellum kærir hún sig ekki um það. B örn í dag þekkj a fæst að mamma sé alltaf til staðar ef eitthvað bjátar á. En ég held líka að sá tírni sem varið er með börnunum utan vinnutíma sé mikils virði. Falli fólk ekki í þá gryfju að ætla að taka þátt í öllu mögulegu félagslífi utan vinnu- tíma þá er sá tími sem hægt er að verja innan heimilisins með fjölskyldunni töluverður. Ekki vil ég gera lítið úr þætti félagslífsins og nauðsynlegt er að missa ekki alveg af þeim þætti en það má helst ekki vera á kostnað heim- ilis og bama. Sú fjölskylda sem er alltaf út og suður sitt í hverju lagi getur ekki verið hornsteinn neins þjóðfélags. Það er útengjum með tveim unglingum og sváfu þau í tjaldi og auðvitað var Snati með. Nú vaknar bóndi eina nóttina og er mál að pissa, vill forðast að vekja ungmennin og lyftir varlega tjald- skörinni og ætlar að hefja athöfnina. Ungmennin vakna hins vegar við skaðræðisöskur frá bónda, því Snati hafði glefsað í það sem hann hélt að væri biti sér ætlaður. * Verið var að tala um hjónaleysi í sveitinni, sem talið var að áður hefðu náð saman í fjárhúshlöðunni, þar sem bæði höfðu verið við gegningar. Þá varð einhverjum að orði: „Já, haldið þið að það hafi nú verið munur. Ekki er nokkur lifandi leið að elskast í þessum andsk. rúlluböggum“. * Sagan hermir að í heimsókn Noregskonungs til íslands hafi hann komið með dýrindis silfurborðbúnað frá Noregi til eigin veizlu sem hann hélt íslenzkum fyrirmönnum. f veizlunni er sagt að tveir vel þekktir fyrirmenn hafi litið teskeiðarnar gimdaraugum enda báðir safnarar. Nú laumar annar, sem við getum kallað Agnar teskeið í vasa sinn og sá eini sem sér þetta er hinn sem við köllum samveran og samábyrgðin sem skiptir svo miklu máli. Tímarnir breytast og mennirnir með. í fyrsta skipti um áraraðir upplifum við í slendingar atvinnuley si og minnkandi þjóðartekjur. Þetta mun komaniðuráfjölskyldum landsins — fyrst og fremst þeim efnaminni. Að vísu eru fjölskyldur mun fámennari en áður var og þess vegna ekki eins marga munna að metta. En kröfur samtímans hafa breyst — það sem þótti gott fyrir mörgum árum er óhugsandi í dag. En það breytir ekki þeirri staðreynd að standa verður vörð um velferð fjölskyldunnar — velferð almennings í landinu. Það verður að sjá til þess að allir hafi nóg að bíta og brenna og lífsgæðin skiptist jafnt milli fólksins í landinu. En fjölskyldan verður áfram að vera hornsteinn íslensks þjóðfélags ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Ásgerður Ingimarsdóttir. Grím, enda í sömu hugleiðingum. Hann tekur nú til við að reyna að ná sér í tdskeið en ekki vill betur til en s vo að skeiðin slæst í bollann og hann neyðist til að standa upp og halda ræðu. Öðru sinni endurtekur sagan sig. I þriðju tilrauninni tekst þetta nær alveg, en klingir þó örlítið í og fólk verður nú vandræðalegt mjög. Grímur stendur þó upp og segist ekki ætla að halda ræðu. „En nú ætla ég að sýna ykkur töfrabrögð. Hér er ég með teskeið og nú set ég hana hér í vasa minn og hókus-pókus — nú er hún í vasa Agnars“. * Misritanir og mismæli eru alltaf hvimleið fyrirbæri en út yfir tók þó þegar í auglýsingu eftir starfskrafti að virtri stofnun stóð neðst:, Jarðarförin auglýst síðar“. * Hrapallegt var og þegar útvarpsmaður einn sagði að landnámsmenn hefðu í fyrndinni kornið til Frónar. * Landskunnur klerkur var spurður að því hvort ekki væri erfitt að flytja langar stólræður án þess að hafa nokkurn stafkrók skrifaðan. „Ónei, það er bara að loka augunum og hugsa upphátt". FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.