Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 19
eins og litlar fbúðir. En það breytir
ekki því að mikil aðsókn er að heim-
ilinu nú sem fyrr. Dvalarheimilið er í
sífelldri þróun og reynt er að bæta og
auka þjónustuna eftir því sem kostur
er.
I gegnum tíðinahafa samtökin ver-
ið heppin með að fá til sín gott fólk til
starfa, sumt hefur verið svo trygglynt
við heimilið að það hefur verið í starfi
frá upphafi. Má þar nefna t.d. þær
Astu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og
Þórdísi Davíðsdóttur sjúkraliða.
77/ aukinnar sjálfsbjargar
Nú hefur verið ráðinn félagsráð-
gjafi og iðjuþjálfi í húsið og hefur
ráðning þeirra gert það betur kleift en
áður að vinna markvisst að auknum
tengslum íbúa innbyrðis með hóp-
vinnu. Einnig hefur íbúum verið gefinn
kostur á ferðalögum innanlands og
utan.
Að undanfömu hefur markvisst
verið unnið að því að auka sjálfsbjörg
íbúa með nafn hússins að leiðarljósi
eins og hjúkrunarforstjórinn Guðrún
Erla Gunnarsdóttir hefur komist að
orði.
Nýlega hefur stjórn Vinnu- og
dvalarheimilisins samþykkt að 2
skammtímavistunarrými verði í
húsinu fyrir þá einstaklinga sem eru í
brýnni vistunarþörf svo hægt sé að
hvíla aðstandendur í 1-2 mánuði í
senn. Einnig em þessi skammtímavist-
unarrými kærkomin fyrir fatlaða íbúa
úti á landbyggðinni sem þurfa að
skreppa til borgarinnar tímabundið.
Endurhœfingaríbúð
Eitt af því ánægjulegasta að mínu
mati sem átt hefur sér stað í þróun
heimilisins er að þann 16. apríl sl. var
vígð svokölluð endurhæfingaríbúð að
viðstöddu miklu fjölmenni. Þessi íbúð
er í íbúðaálmu hússins og er ætluð
hreyfihömluðu fólki sem í dag býr á
stofnunum eða hefur nýlega fatlast af
völdum sly ss eða sjúkdóms. Markmið-
ið er að eftir 8—12 vikna endurhæf-
ingu/þjálfun geti einstaklingurinn er
þar dvelur lifað sjálfstæðu lífi á eigin
heimili. Hann þekki getu sína með
tilliti til daglegs lífs. Hann ráði við
þær aðstæður að búa einn. Hann læri
að skipuleggja sín fjármál með það að
markmiði að endar nái saman. Til
þess að þessu markmiði verði náð
þurfa viðkomandi einstaklingur og
fagaðilar að vinna vel saman að sam-
eiginlegu markmiði.
Jafn miki 1 vægt er að eftir þjálfunar-
tímabilið verði einstaklingnum gert
kleift að eignast eigið heimili með
þeirri aðstoð sem hann þarf áað halda.
Þar kemur fyrst í huga minn leiguíbúð
á félagslegum grunni t.d. leiguíbúð í
eigu Hússjóðs Öryrkjabandalagsins
og að næg „liðveisla“ verði fengin
fyrir utan heimaþjónustu og heima-
hjúkrun efþörf krefur. Frekari liðveisla
er nýmæli í lögum um málefni fatlaðra,
sem tóku gildi 1. sept. '92 og á því
eftir að koma í lj ós h vemig þau reynast
fötluðum. Það verður mjög forvitnilegt
og spennandi að fylgjast með því
hvernig til tekst með endurhæfingar-
íbúðina. Megi sem flestir njóta góðs
af henni í framtíðinni.
Maður er manns gaman
Ekki er hægt að fjalla um Sjálfs-
bjargarhúsið án þess að geta um einn
merkan þátt, sem er Dagvist Sjálfs-
bjargar, sem hefur verið undir styrkri
stjórn Steinunnar Finnbogadóttur frá
upphafi eða frá 4. mars 1979.
DagvistSjálfsbjargarerætluðfötl-
uðum einstaklingum, sem búa eða
dvelja mikið einir á heimilum sínum.
Margir sem dvelja í dagvistinni
eru mikið hreyfihamlaðirog eiga mjög
erfitt með að tjá sig vegna sjúkdóma
eða áfalla sem viðkomandi hefur orðið
fyrir.
Hjá Dagvist Sjálfsbjargar er gert
ráð fyrir 30 manns dag hvern. heim-
ilismenn nú eru á aldrinum 42ja-93ja
ára. Gen er ráð fyrir að fólk á aldrinum
16-66 ára geti sótt um í dagvistinni.
I dag eru 46 einstaklingar sem
njóta dagvistar þar sem eftirspurn og
þörf á dagvist er mjög mikil. Þá er
reynt að leysa brýnustu þörf og þannig
komið til móts við sem flesta.
Dagvistineropinfrákl. 8.30 til 16.30
virka daga. Heimilisfólk fær morg-
unverð, hádegisverð og eftirmiðdags-
kaffi. Allir eru sóttir heim og ekið
heim að starfsdegi loknum.
Eg má til með að geta þess að í
starfi mínu hjá Hússjóði Öryrkja-
bandalagsinshefégátt ágæt samskipti
við Steinunni og veit að hún rekur
heimilið með miklum sóma og leysir
allra vanda eins vel og kostur er og tek
því undir orð hennar þar sem hún
segir:
„Reynslan hefur sýnt og sannað
þau 14 ár sem Dagvist Sjálfsbjargar
hefur starfað, að dagvist leysir vanda
margra einstaklinga mjög vel. Hún
dregur úr einangrun og gefur félags-
skap, möguleika til ýmiss konar
afþreyingar og starfs, slítur fólk ekki
úr tengslum við fjölskyldu og heimili
en gefur nauðsynlega vernd, sem ekki
gæfist nema með sólarhringsdvöl á
stofnun ella, eða að einstakir fjöl-
skyldumeðlimirværubundnirheima".
Hreyfing hressir og bcetir
Enn einn mikilvægurþáttur í starf-
seminni í Hátúni 12 er Endurhæf-
ingardeild Sjálfsbjargar sem er skipt í
tvo þætti, sundlaug og sjúkraþjálfun.
Kristín Guðmundsdóttir yfir-
sjúkraþjálfari stjórnarþeirri starfsemi
af mikilli röggsemi. Sjúkraþjálfun
Sjálfsbjargar starfar alla virka daga
frá kl 8-16. Þar starfa 5-6 sjúkra-
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS