Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 43
Flutt úr sambýli í íbúð. Bryndís Þórhalls tók myndina. þjónustuuppbyggingu sem nefnd er heildstæð einstaklingsmiðuð þjónusta í heimabyggð. Norska sveitarfélagið Meland hefur byggt upp fyrirmyndar samfélag þar sem þátttaka allra ertalin miklvæg. Við mörkun stefnu á uppbyggingu í málefnum fatlaðra á Austurlandi hefur starfsfólk Svæðisskrifstofunnar sótt hugmyndir og þekkingu til Meland og orðið fyrir áhrifum þaðan. Við frekari þróun á málefnum fatlaðra á Austur- landi verður reynslan frá Meland þýðingarmikil, til dæmis það hvemig þeir hafa aukið ábyrgð sveitarstjómar- manna og dregið þá inn í umræðuna um hvernig sköpuð er heildstæð þjónustafyrirfatlaða í sveitarfélaginu. Umfang og tilgangur rannsóknarverkefnis. Megintilgangur þessa verkefnis er að gera rannsókn eða könnun á nú- verandi starfi þ.e. að meta þá þjón- ustuppbyggingu sem þegar er hafin í málefnum fatlaðra á Austurlandi og stefnir að því að fatlaðir hafi tækifæri og rétt til að búa í sinni heimabyggð og fá þar þá þjónustu sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Skoðað verður hvernig tekist hefur til við að skapa heildstæða og einstaklingsmið- aða þjónustu í heimabyggð, hvaða þjónusta er veitt, hverjir fá þjónustu í heimabyggð og með hvaða móti hefur verið reynt að tryggja félagslega þátttöku fatlaðra einstaklinga? Jafnhliða rannsóknarverkefninu er gert ráð fyrir þróunarvinnu. Þá er ætl- unin að þróa og lýsa m.a. út frá nið- urstöðum matsins aðferðum/leiðum sem eru til þess fallnar að skapa heild- stæða einstaklingsmiðaða þjónustu í heimabyggð. Skoðað verður hvað þurfi að vera til staðar svo hægt sé að skapa öllum fötluðum félagslega þátt- töku, búsetuog lífsgæði í heimabyggð- inni. Þetta verkefni verður unnið af starfsfólki Svæðisskrifstofu. Auk þess er gert ráð fyrir að til þurfi að koma utanaðkomandi ráðgjöf og hefur nú þegar verið gengið til samstarfs við tvo aðila. Upplýsingaöflun er forsenda þess- arar þróunarvinnu, til að fá sem víðtækastar upplýsingar verður leitað til allra þeirra aðila sem hafa með heilbrigðis-, mennta- og félags- þjónustu á Austurlandi að gera. Þessir aðilareru: S.S.A. (Samband sveitar- félaga á Austurlandi), sveitarfélög á Austurlandi (sveitarstjórnir, félags- málanefndir), heilsugæslustöðvar, fræðsluskrifstofa, leik- grunn- og framhaldsskólar og starfsfólk sem vinnur með fötluðum. Einnig verður leitað til fatlaðra og aðstandendaþeirra svo og til hagsmunafélaga fatlaðra. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 er tóku gildi 1. september sama ár, er stefnt að því að auka hlut sveitarfélaga í þjónustu við fatlaða og að þjónustan falli meira að almennri félagsþjónustu sveitarfélag- anna. Almenn rök meðaukinni ábyrgð sveitarfélaga varðandi þjónustu við fatlaðra er að þannig verði enn frekar stuðlað að samskipan og jafnrétti fatlaðra á við aðra þjóðfélagsþegna. Meiri ábyrgð sveitarfélaga stuðlar að nærþjónustu sem tryggir betri þekk- ingu á þörfum fatlaðra og þar af leið- andi meiri líkur á að þjónustan verði betri. Reynslan hefur sýnt að mörg sveitarfélög eru ekki í stakk búin til að auka ábyrgð gagnvart fötluðum skjól- stæðingum sínum. Það er því von þeirra er standa að þessu verkefni að það stuðli að kynningu á málefnum fatlaðra og geti þannig auðveldað og hvatt sveitarfélög til að yfirtaka þjón- ustu við fatlaða og/eða aukið ábyrgð þeirra gagnvart fötluðum þegnum sínum. Hugtök er tengjast verkefninu Með hugtakinu “Heimabyggðin fyrir alla” eða heimahéraðið er hér átt við að fatlaðir einstaklingar fái þjón- ustu, sem er aðlöguð sérþörfum þeirra, á sömu stöðum og aðrir borgarar og í því sveitarfélagi eða bæjarfélagi sem þeir eru fæddir í og/eða búa í. Stefna NFPU, (norræn samtök um málefni þroskaheftra) sem Hansen (Berit) gerir grein fyrir lýsir vel hvað hérerátt við meðheildstæðri einstakl- ingsmiðaðri þjónustu: að sveitarfélög- in beri ábyrgð á að byggja upp heild- stæða þjónustu á öllum sviðum í heimahéraði, að uppbyggingin eigi sér stað í samvinnu milli allra þjónustu- greina, að stefnt skuli að því aðaðlaga þjónustu að þörfum hvers og eins einstaklings. Með heildstæðri þjónustu á öllum sviðum er m.a. átt við: Ráðgjöf, dag- vistun, skóla, tómstundatilboð, vinnu, íbúð. Með þjónustu við foreldra eða að- standendur er átt við: Ráðgjöf, hvíld, að skilgreina reglugerðir, upplýsinga- miðlun, samvinna við foreldra- og hagsmunasamtök. Varðandi heimahérað er átt við að miðlaupplýsingum og fræðsluþannig, að íbúar sveitarfélaga geri sér grein fyrir að þeir eru samábyrgir gagnvart fötluðum. Hvað varðar þjónustugreinar og starfsfólk er átt við að bjóða upp á þróunarstarf, m.a. námskeið og framhaldsmenntun. (Berit). Lífsgæði er eitt af grunnhugtökum þessa verkefnis. Stangvik segir að þátttaka í venjulegu lífi í sam- FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.