Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 25
í huga í þeirri ævarandi baráttu sem réttindabarátta fatlaðra er og rétt að allir, jafnt þeir sem samfélagsþjónust- unnar njóta og ekki síður þeir sem eru svo lánsamir að þurfa ekki á henni að halda, geri sér ljóst. * Þegar kreppir að í samfélaginu og dagskipan stjórnvaldaerað spara á sem flestum sviðum, þá er ekki óeðlilegt að fyrst sé litið til útgjalda- frekustu málaflokkanna, heilbrigðis- og tryggingamála auk menntamála. En þar verður að fara að með mikilli gát s vo ekki sé kastað fyrir róða margra áratuga starfi heldur verður að leita spamaðar fyrst og fremst með því að gæta að hvemig hátti skipan og fyrir- komulagi mála sem verður að vera í stöðugri endurskoðun. r Aðurnefndar tækniframfarir auka i ekki aðeins á kostnað heldur hljóta þær einnig að stuðla að sparnaði með því að leysa af hólmi þjónustu og búnað sem áður var veittur af hinu opinbera, sem þá er ekki ástæða til að veita lengur. Framfarir á þessu sviði þurfa því ekki að þýða stöðuga aukn- ingu útgj alda fyrir samfélagið. Fy llsta ástæða er fyrir ráðamenn að staldra við með reglulegu millibili og gæta betur að hvort því fé sem samfélagið ráðstafar til sameiginlegra þarfa sé varið með skynsamlegum hætti og hvort það megi nýta betur, þó megin- markmiðið hljóti að vera að koma í veg fyrir að sóun geti nokkurs staðar átt sér stað án þess að við því sé brugð- ist. Það á hins vegar ekki að vera neitt feimnismál að viðurkenna að öll samfélagsþj ónusta h vort sem er á sviði heilbrigðis- eða félagsmála kostar mikla peninga, peninga sem verða ekki teknir annars staðar en af þeim skattpeningum sem allur almenningur greiðir til samfélagsins. Þessa stað- reynd er alltof oft reynt að fara í kring- um og hana reynt að fela. En slíkur feluleikur er engum til góðs, hvorki þeim sem að samfélagsþjónustunni starfa, þeim semnjótahennarné heldur skattborgurunum, sem þjónustuna greiða. Bolli Héðinsson. Höfundur er hagfræðingur og á sœti í tryggingaráði. Framkvæmdasj óður fatlaðra Úthlutun 1993: Viðfangsefni: Þús.kr. 1. Til viðhalds á stofnunum fatlaðra.................54.100 2. Leikfangasöfn......................................3.500 3. Svæðisskrifstofur, öryggisbúnaður brunavarnir......8.000 4. Atvinnumál fatlaðra................................2.500 5. Styrkur vegna félagslegra íbúða....................7.645 6. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins................750 7. Til kannana og áætlana.............................4.500 8. Til hönnunar á hús f. Starfsþjálfun fatlaðra.......1.500 9. Kostnaður vegna aðgengismála......................13.000 10. Byggingar (sambýli og vinnustofa) Hólabergi 86.....11.000 11. Bygging heimilis f. fjölfötluð böm Árlandi.........25.000 12. Styrkur til MS-félagsins vegna byggingar dagstofnunar ...5.000 13. Skammtímavistun Reykjavík-Reykjanes................25.000 14. Styrkurtil Blindrafélagsins v/viðbyggingar Hamrahlíð ....6.000 15. Stofnkostnaður vegna sambýla Fannafold og Tindaseli ....4.000 16. Hæfingarstöð Keflavík...............................7.000 17. Kaup á sambýli Kópavogi............................18.000 18. Verndaður vinnustaður Akranesi......................1.320 19. Vemdaður vinnustaður Borgarnesi.......................170 20. Kaup á áfangastað fyrir geðfatlaða - ísafirði.......8.000 21. Bygging heimilis fyrir fjölfatlaða Sauðárkróki.....28.000 22. Sambýli Blönduósi - útskrift af Sólborg............15.500 23. Sambýli Húsavík - útskrift af Sólborg..............15.500 24. Bygging sambýlis fyrir fjölfatlaða á Akureyri.......5.000 25. Bygging vistheimilis fyrir börn Selfossi...........16.500 26. Heimili og vinnustaður fyrir geðfatlaða Skaftholti.20.000 27. Kaup á húsnæði fyrir svæðisskrifstofu Suðurlands....9.420 28. Þroskahjálp Suðurnesjum - styrkur v/Lyngsels og til brunavama.....................................1.263 29. Sambýli Reykjanesi.................................18.000 30. Sólborg - sérdeild fyrir atferlistruflaða...........2.900 31. Oráðstafað - félagslegar íbúðir, (Þroskahjálp, geðfatlaðir), sambýli...............................32.000 Samtals:............................................370.068 Frá LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki (LAUF) gáfu nýverið út „PERSÓNUSKILRÍKI fyrir fólk með FLOGAVEIKI á ÍSLANDU sem eru ætluð þeim félagsmönnumLAUF semerumeðflogaveiki. Þarkoma fram ýmsar upplýsingar s.s. nafn og heimilisfang svo og nafn nánasta aðstandenda eða þess aðila sem nauðsy nlegt er að hafa samband við ef um alvarlegt krampaflog er að ræða. Einnig er gert ráð fyrir að þeir sem bera skilríkin munu tilgreina hvaða lyf þeir taka hverju sinni svo og þau viðbrögð sem flogaveiki þeirra útheimti. Almenn viðbrögð við krampaflogum eru síðan tilgreind á baksíðu. Fólki er bent á að hafa samband við skrifstofu LAUF, Ármúla 5, 108 Reykjavík, í síma 812833. A IAUF PERSÓNUSKILRÍKI fyrir fólk með FLOGAVEIKI á ÍSLANDI FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.