Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 18
Kristín Jónsdóttir þroskaþjálfi HUGLEIÐING í tilefni 20 ára afmælis Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar Þann 7. júlí sl. var haldin hátíð í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12, Reykjavík. Tilefnið var að þann dag fyrir 20 árum flutti fyrsti íbúi hússins í það. Hátíðahöldin hófustkl. lOárdegis með girnilegum og glæsilegum árbít að hætti Sjálfsbjargarhússins. Margt var um manninn, þéttsetinn hátíðarsalurinn. Afmælisbarninu bárust fjölmargar fallegar blóma- skreytingar og nýskipaður fram- kvæmdastjóri heimilisins, Tryggvi Friðjónsson, las upp heillaóskir sem komu víða að. Margir tóku til máls og óskuðu heimilinu velfarnaðar í fram- tíðinni, þar á meðal nýskipaður heil- brigðis- og tryggingaráðherra GuðmundurÁrni Stefánsson. Að árbít loknum var haldið í Ráðhús Reykja- víkur í boði borgarstjóra Markúsar Arnar Antonssonar. Klukkan 16 var svo opið hús í Sjálfsbjargarhúsinu, með skemmtiatriðum, söng og grillveislu. Þá var þröng á þingi í húsinu því að nokkur hundruð manns komu á opna húsið og glöddust með heinrilisfólki. Ekki var öllu lokið enn, því að um kvöldið var haldinn útidans- leikur, enda veður ágætt og allir í hátíðaskapi. I tilefni afmælisins vil ég segja nokkuð frá húsinu og starfseminni. Góðir hlutir gerast hœgt Á stofnþingi Sjálfsbjargar lands- sambands fatlaðra sem haldið var í Reykjavík dagana4.-6. júní 1959, voru mæ ttir fu 11 trúar frá þei m Sj álfsbj argar- félögum sem stofnuð höfðu verið. Á þessu þingi landssambandsins var gerð einróma samþykkt þess efnis, að bygging dvalarheimilis fyrir mikið fatlað fólk sky ldi vera eitt af aðal verk- efnum samtakanna. Mikil undirbúningsvinna var unnin og kynnti stjórn landsambandsins sér Kristín Jónsdóttir. Farið í Ráðhúsið í voldugum vagni. fyrirkomulag sambærilegra bygginga á Norðurlöndum svo að allt mætti fara sem best af stað. Reykjavíkurborg úthlutaði sam- tökunum lóðaðHátúni 12 í Reykjavík. Það varþáverandi félagsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson sem tók fyrstu skóflustunguna að húsinu 28. október 1966, að viðstöddu fjölmenni. Ibúar hússins kornu alls staðar að af landinu. Sumir komu af sjúkra- stofnunum eða elliheimilum, aðrir komu frá sínu fyrra heimili. Það er óhætt að segja að þá hafi ekkert heimili verið til sem ætlað var fyrir mikið fatlað fólk. Húsið var skipulagt og teiknað með það fyrir augum að það yrði fyrst og fremst heimili og að heimilisfólkið gæti lifað sem eðlilegustu einkalífi, stundað vinnu og fengið þjálfun og tekið þátt í félags- og menningarlífi eftir því sem áhugi þess leyfir. Vinnu- og dvalarheimilið var hannað á árunum '64- '66 og herbergin teiknuð í samræmi við það sem þá tíðkaðist á hinum Norðurlöndunum. I Vinnu- og dvalarheimilinu eru 45 einstaklingsherbergi sem eru 16 fermetrar að stærð. íbúarnir eru 45, þeireru áaldrinum 34ra-77 ára. Heim- ilisfólk býr þar mismunandi lengi, allt eftir óskum hvers og eins. Sumir óska eftir að flytja að heiman, aðrir kjósa fremur að vera um kyrrt. Sjálfsbjargarhúsið er á sinn hátt barn síns tíma. Ef það væri byggt nú væru íbúðirnar (herbergin) skipulögð

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.