Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 35
Lög Öryrkjabandalags Islands NAFN 1. gr. Nafn bandalagsins er ÖRYRKJA- BANDALAG ÍSLANDS, heildar- samtök fatlaðra, skammstafað ÖBI. heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. TILGANGUR 2. gr. Tilgangur bandalagsins er: a. að koma fram fyrir hönd fatlaðra gagnvart opinberum aðilum í hvers kyns hagsmunamáium svo sem varðandi löggjöf og framkvæmd hennar og í dómsmálum er snerta rétt fatlaðra. b. að efla samstarf við félög fatlaðra um land allt og samvinnu þeirra á milli og stuðla að félagastofnun þar sem þess gerist þörf. c. að starfrækja upplýsingaskrifstofu fyrir öryrkja. d. að hafa samstarf við eða eiga aðild að fyrirtækjum sem stuðla að vel- ferð öryrkja. e. að annast samstarf og tengsl við félagasamtök erlendis, er vinna á líkum grundvelli og hagnýta reynslu þeirra í þágu bandalagsins. f. að vinna að öðrum sameiginlegum málefnum öryrkja. AÐILD 3. gr. í bandalagið geta gengið félagasam- tök, sem starfa á landsgrundvelli og hafa það sem aðal verkefni að vinna að málefnum tiltekinna öryrkjahópa. Þau félög, sem áttu aðild að Öryrkjabanda- lagi íslands á aðalfundi 1992 skulu halda réttindum sínum. Hveit félag innan bandalagsins starfar algjörlega sjálfstætt. Inntöku- beiðni skal senda stjórn bandalagsins, sem síðan leggur beiðnina fyrir aðal- fund þess til afgreiðslu. í lögum félag- anna, sem að bandalaginu standa, skal taka skýrt fram tilgang þeirra og hverjir njóti þar réttinda. Félögunum ber að senda bandalaginu skýrslu árlega, ásamt endurskoðuðum reikningum. AÐALFUNDUR 4. gr. a. Aðalfundur bandalagsins fer með æðstu völd í málefnum þess. Á aðalfundi eiga rétt til setu 3 fulltrúar tilnefndir af hverju aðildarfélagi bandalagsins og mynda þeir full- trúaráð. b. Aðalfund skal halda í október ár hvert og skal hann boðaðurbréflega með minnst fimm vikna fyrirvara. Fundarstað og tíma skal tilgreina í fundarboði. c. Tillögur um lagabreytingar, sem óskaðereftiraðræddar verði, skulu vera skriflegar og komnar í hendur stjórnarinnar þremur vikum fyrir fundinn. Framkomnar tillögur og skýrsla stj ómar skulu sendar aðild- arfélögum í síðasta lagi fjórtán dögum fyrir aðalfund. d. Áður en fundarstörf hefjast skulu fulltrúar leggja fram kjörbréf frá félagi sínu til samþykktar. Einfald- ur meirihluti ræður úrslitum mála. Lagabreytingar þurfa þó 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþykki. Atkvæðagreiðslur skulu vera leynilegar, ef þess er óskað. e. Á fundinum gefur stjórnin skýrslu um störf sín og leggur fram endurskoðaða reikninga til afgreiðslu. FULLTRÚARÁÐSFUNDUR 5. gr. Fulltrúaráðsfund skal boða, telji aðalstjórn nauðsyn bera til og einnig, ef tvö félög innan bandalagsins óska þess, enda tilkynni þau ákveðið umræðuefni. Fulltrúaráðsfundur er ályktunarbær. Fundurí fulltrúaráði er löglegur, hafi hann verið boðaður bréflega með minnst 3ja sólarhringa fyrirvara. AÐALSTJÓRN OG FRAMKVÆMDASTJÓRN 6. gr. a. Á aðalfundi tilnefnir hvert félag fulltrúa sinn í aðalstjórn og einn til vara. Úr hópi aðalstjómarmanna kýs aðalfundur formann, varafor- mann, ritara, gjaldkera og með- stjórnanda og mynda þeir fram- kvæmdastjórnbandalagsins. Kosn- ing er til tveggja ára — þó þannig að annað árið skal kjósa formann og gjaldkera, en hitt árið varafor- mann, ritara og meðstjómanda. Einnig skal kjósa 3 varamenn í framkvæmdastjórn til eins árs í senn. Framkvæmdastjórnarmenn skulu ekki sitja lengur en 3 kjörtímabil samfellt. b. Framkvæmdastjóm afgreiðir mál milli aðalstjórnarfunda og leggur meiriháttar mál í hendur aðal- stjómar. Þá getur aðalstjóm einnig vísað málum til afgreiðslu fram- kvæmdastjórnar. Aðalstjórnar- fundir skulu haldnir a.m.k. fjórum sinum á ári. STARFSEMI OG REKSTUR 7. gr. Starfsemi bandalagsins byggist á tekjum frá íslenzkri getspá, framlagi frá félögum bandalagsins og opin- berum styrkjum. Árlegar greiðslur félaganna ákveður aðalfundur, og skulu þær miðaðar við brúttótekjur félaganna, þó aldrei hærri en 1%. 8. gr. a. Aðal- og framkvæmdastjóm sjá um hag bandalagsins og annast starf- semi þess og rekstur í samræmi við lög þess og samþykktir aðalfundar. Fjárhagslegar skuldbindingar skulu samþykktar af aðalstjóm. b. Framkvæmdastjórn ræður fram- kvæmdastjóra bandalagsins og gerir við hann ráðningarsamning, sem staðfestur skal af aðalstjórn banda- lagsins. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri banda- lagsins gagnvart aðal- og fram- kvæmdastjórn. c. Framkvæmdastjóri ræður aðra starfsmenn bandalagsins og gerir við þá ráðningarsamning sem Sjá síðu 45 r FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.