Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 22
Erna F. Baldvinsdóttir kennari: Að synda eða sökkva Flest mætum við einhverntíma á lífsleiðinni þungbærum aðstæðum af ýmsunr toga. Langstæður mótvindur kostar oft nrikið sjálfsuppgjör. Við verðum að gera það upp við okkur hvort lífið sé þess virði að berjast fyrir því. Erfiðleikarnir séu til þess að vaxa með þeim. Gullna reglan er að reyna alltaf að hugsa jákvætt unr örðugleik- ana. Að reyna — að hugsa — að trúa. Vissulega er andstreymi oft slíkt að svo virðist sem öll sund séu lokuð. þá þarf að finna björtu hliðarnar. Þær eru alltaf til, nraður verður bara stundum að leita þeirra. Reynslusögu okkar vil ég segja frá í þeirri von að hún megi hjálpa öðrum. Eiginmaður nrinn Vilhjálmur Vilhjálmsson (hér nefndur V.V.) á að baki þrotlausa sjúkrasögu, sem hefur markað hvern einasta sólarhring í lífi hans og fjölskyldu hans allt frá árinu 1972. Hann var samfleytt undir læknishendi frá árinu 1973 og var sendur í fjölmargar rannsóknir og athuganir, án þess að nokkrum hugkvæmdist að rannsaka höfuð hans með tiliti til æxlismyndunar fyrr en í apríl 1989 að hann var sendur í höfuðrannsókn í sneiðmyndatæki Landspítalans og sjúkdómsvaldurinn fannst loksins — heilaæxli. Gerðist það að tilhlutan heimilislæknis okkar eftir að V.V. leitaði til hans 17. apríl 1989 vegna þess að sjón hans hafði á hálfum mánuði daprast mjög (móðusýn). Fram að þessum trma var ekki vitað af hverju sjúkdómseinkenni V.V. stöfuðu. Vitað er að heilaæxli af því tagi sem V.V. hafði geta verið mjög lengi að vaxa. Æxliðvarfjarlægt meðskurðaðgerðáBorgarspítalanum hinn 20. apríl 1989. Æxlið var 50 gr. að þyngd og á stærð við appelsínu en góðkynja. Skurðaðgerðin heppnaðist mjög vel en eftir standa ýmsar varanlegar heilaskemmdir, sem ætla má að stafi af því hversu seint æxlið greindist. Er hann metinn 75% öryrki hjá Tryggingastofnun ríkisins eftir skurðaðgerðina. Svo virðist sem mistök margra lækna hafi hér átt sinn þátt í því hve langstæð sjúkdómsgreiningin varð. Við lítum svo á að enginn einn læknireigi hér sök en óskandi er að sjúkrasaga V.V. verði lærdómur þeim læknum sem með mál hans hafa farið öll þessi erfiðu ár og að sá lærdómur megi hjálpa þeim að greina fyrr sjúkdómsvald annarra einstaklinga með lík höfuðmein. Að sigurvegarar fái að verða þeir sjúklingar sem síðar koma með heilaæxli á líkum stað og V. V. hafði það. — Að þeir þurfi ekki að ganga aðra eins raunagöngu árum saman og hann varð að gera. Við fórum fram á rannsókn á sjúkrasögu V.V., sjúkdómsgreiningu og meðferð, í þeirri von að af málinu yrði dreginn lærdómur. Að okkar bestu sérfræðingar í læknastétt mættu auka þekkingu sína og verða betri og færari sérfræðingar. Þann 29. júlí 1989 skrifuðum við hjónin Olafi Olafssyni landlækni bréf ásamt grófu yfirliti yfir sjúkrasögu V. V. Landlæknir — siðamáladeild og Læknaráð Islands, höfðu málið til meðferðar. Niðurstaða þeirra fékkst 22. júní 1990. Orð Ólafs Ólafssonar landlæknis voru þá við eiginkonu V. V. „að þetta væri erfiðasta og flóknasta mál sem hann hefði fengiðtil meðferðar á embættisferlinum og að ekkert mál hefði verið eins rækilega krufið og þetta mál“. Samt fékk þetta mál slíka afgreiðslu. Landlæknir afmarkaði aðeins eina spumingu í öllu málinu til siðamáladeildar. „Spurt er: Var eðlilega staðið að rannsókn sjúklings árið 1987 m.t.t. hugsanlegs heilaæxlis. Siðamáladeild afgreiddi erindið með eftirfarandi tillögu til læknaráðs: Læknaráð ályktar að eðlilega hafi verið staðið að þeim rannsóknum sem gerðar voru árið 1987. Hins vegar telur læknaráð að vinnureglum hafi ekki verið fylgt eðlilega eftir að innlagningarbeiðni N.N. (ákveðins læknis) glataðist í júní 1987. Eftir umræður samþykkti meirihluti læknaráðs fyrri hluta tillögunnar en ekki þann síðari. Ályktun landlæknis: „Ég getfallistá að eðlilega hafi veríð staðið að rannsókn V. V. í júní 1987, þó að heilaœxli hafi ekki greinst þar eð sjúklingur hafði ekki einkenni um slíkt. En ég tel að vinnureglum hafiekkiveriðfylgtþegarinnlagningarbeiðni N.N.(ákveðinslæknis)glataðistogvarðtilþessaðVilhjálmur var ekki vistaður á sjúkrahúsi tilfrekari rannsókna Aðstoð við að leita réttar okkar fengum við ekki hjá landlæknisembættinu. Okkar reynsla er sú að í landlæknisembættinu á neytandinn engan réttargæslumann. — Landlæknir erfulltrúi læknannaog líkafulltrúi neytandans. Hann vinnur mál í hendur siðamáladeildar, er formaður læknaráðs og fundarstjóri þess og skilar einnig séráliti r málum (sbr. mál V.V.). Mín spurning er hvort sami maður geti átt svo mörg hlutverk lögum samkvæmt? Tryggir slíkt hlutlausa málsmeðferð? Eg bendi því fólki eindregið á að vilji það leita réttar síns varðandi læknamistök þá sé það mikilvægast að finna straxtraustanlögfræðing,áðurennokkuð annaðeraðhafst. Strax í byrjun hélt ég dagbók um gang málsins og

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.