Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 6
Arnþór Helgason form. ÖBÍ.: Heimsókn fulltrúa Evrópuráðsins til Öryrkjabandalags íslands Síðastliðið sumar var hér á ferð pólskur maður að nafni Andrzej Urbanik, en hann vinnur á vegum einnar nefndar Evrópuráðsins að rann- sóknum á vinnumarkaðinum. Við- fangsefni þessarar nefndar er einkum að athuga skyldur og hlutverk stjórn- valda, verkalýðssamtaka, atvinnurek- enda og samtaka fatlaðra við að útvega fötluðu fólki nauðsynlega endurhæf- ingu, aðstoð og eftirfylgd á vinnustað auk áhrifaofangreindra aðila á rekstur verndaðra vinnustaða og úthlutun hjálpartækja. Sendi hann á undan sér langan lista spurninga sem vöktu í brjósti sumra Islendinga visst óöryggi vegna ófullkominnar löggjafar hér á landi og vissrar skammsýni sem ríkt hefur í þessum efnum. Er þar við eng- an sérstakan að sakast. Forystumenn samtaka fatlaðra bera engu minni ábyrgð á frumstæðum ákvæðum laga en verkalýðshreyfingin, atvinnurek- endur eða stjórnvöld. FulltrúarÖryrkjabandalagsins, þau AmþórHelgason, formaður, Guð- rún Hannesdóttir, forstöðumaður Starfsþjálfunar fatlaðra og Þorsteinn Jóhannsson, forstöðumaður vinnu- staða bandalagsins, hittu Urbanik að rnáli á fundi sem haldinn var 16. júní síðastliðinn. Var þar farið vítt og breitt yfir þennan málaflokk og borin saman ákvæði íslenskra laga við lög grann- þjóðaokkar. I framhaldi af fundi þess- um var ritað bréf þar sem vakin var athygli á eftirtöldum atriðum: 1.1 íslenskum lögum er engin ákvæði að finna sem skylda fyrirtæki til þess að fara að tilmælum eða kröf- um samtakafatlaðraeða verkalýðs- félaga um málefni fatlaðra starfs- manna. Þetta takmarkar á vissan hátt starfsgetu samtakanna og getur orðið þeim fjötur um fót í nútíma samfélagi þar sem gætir aukins atvinnuleysis og nauðsynlegt er að standa vörð um velferðarkerfið. A það hefur verið minnst að ein leið til að bæta hér úr væri að stofna Arnþór Helgason. nefnd sem í sætu fulltrúar verka- lýðssamtakanna, samtaka fatlaðra og félagsmálaráðuneytisins. Hlut- verk þessarar nefndar væri að miðla upplýsingum og hefði hún jafn- framt lagaheimild til að fylgja eftir réttindum fatlaðra á vinnumarkað- inum. Til þess að þetta sé hægt verður að gera grundvallarbreyting- ar á íslenskri vinnulöggjöf. At- vinnulöggj öfin er nú í endurskoðun vegna evrópska efnahagssvæðis- ins. Það er mjög þýðingarmikið að hugmyndir þessar verði þar að veruleika. 2. Vísað er til X. og XII. kafla laga nr. 59/1992 um réttindi fatlaðra, sem fjalla um liðveislu og atvinnu. Þar er einungis um að ræða rammalög- gjöf sem tekur til skyldna stjóm- valda vegna starfa fatlaðra hjá hinu opinbera, á almennum vinnumark- aði og á vernduðum vinnustöðum. Nú er sérstök nefnd að störfum við að semja tillögur um þessi atriði. Samtök fatlaðra hafa starfrækt verndaða vinnustaði frá því á 4. áratug þessarar aldar og á undan- förnum árum hafa verið stofnaðir nokkrir vemdaðir vinnustaðir á vegum stj órn valda. Lögin um málefni fatlaðra veita hins vegar samtökum engan sérstakan rétt til stofnunar vemdaðra vinnustaða eða leggja þeim nokkrar skyldur á herðar um atvinnuleit. Þó verður að geta þess að nokkur samtök fatlaðra hafa verið virk við að útvega félagsmönnum sínum atvinnu og hafa verið til ráðuneytis við að breyta atvinnuumhverfi í þeirra þágu. Samkvæmt þeim reglum sem nú eru í gildi getur reynst flókið að sækja um hjálpartæki. Mismunandi hópar fatlaðra heyra undir ólíkar stofn- anir. Reglurnareru reyndarþannig að komið getur til árekstra milli ráðuney ta félagsmála og tryggingamála. Nauð- sy nlegt er að einfalda þau lög og reglu- gerðir sem gilda um úthlutun hjálpar- tækja og gera þau skilvirkari. En skylt er að viðurkenna að biðtími eftir hjálp- artækjumer styttri hérá landi en víðast hvar annars staðar og allvel er fötluðu fólki séð fy ri r tækn i legum hj álpartækj - um. Vegna þeirrar umræðu sem nú stendur yfir um valddreifingu er rétt að taka fram að fötluðum er það í hag að úthlutun hjálpartækja vegna atvinnu, náms eða daglegra þarfa sé sem mest á einni hendi. Þessi tilvitnun í bréf Öryrkja- bandalagsins til Urbaniks gefur aðeins litla mynd af þeim umræðum sem spumingar hans vöktu. Hitt stendur þó óhaggað að miki 1 þörf er á samræ m- ingu löggjafar á þessu sviði. Þegar ný lög um málefni fatlaðra voru samin gerðum við, sem að samningunni stóð- um, þá meginskyssu að taka ekki tillit til nýrra ákvæða sem komist hafa inn í lög grannþjóðanna. Að vísu var vakin athygli á nýmælum um atvinnumál en það gerðist svo seint á samningartíma laganna að litlu sem engu varð um þokað. Því eru þau ákvæði sem nú eru í lögum um rétt fatlaðra til atvinnu og forgang að öðru jöfnu lítils virði. á urðu þau meginmistök að fyrir handvömm stjómvalda mistókst að samræma ákvæði laga um félags- þjónustu sveitarfélaga, málefni fatl- aðra og tryggingalöggjöfina. Því rætt- ist lítið úr þeim frumskógi sem þegar

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.