Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 47
Hingað inn á borð berast eðlilega hin ýmsu fréttabréf og rit aðild- arfélaga Öryrkjabandalagsins. Utgáfa þessi er öll hin markverðasta og má bæði lesa sér til um verkefni dagsins sem og framtíðaráform, auk ýmiss konar fróðleiks, sem gott er að miðla til sem flestra. Mest af þessu er unnið í sj álfboðavinnu önnum kafinna félaga og er því dýrmætara í raun. Stundum er það sagt einkenni okk- ar íslendinga, hversu óvenjulega rit- glaðir við séum. I útgáfu af þessu tagi eru slíkir eiginleikar óneitanlega hinir ágætustu, því bæði í nútíð og ekki síður í framtíð er hér oft um ómetan- legar heimildir að ræða, sem eiga eftir að verða gott vegarnesti þeim sem baráttuna heyja í framtíðinni. Útgáfa af þessu tagi vekur ævin- lega aukna samkennd félaganna, vekur og virkjar um leið og henni ber því að halda við. Hins vegar er þetta blað hinn ákjós- anlegi sameiginlegi vettvangur, jafnt kynningar sem skoðanaskipta fyrir aðildarfélögin í heild sinni. Það verður seint ofbrýnt fyrir fé- lögum okkar að sjá til þess að hlutur þeirra hvers og eins liggi ekki eftir, þegar árgöngum Fréttabréfs ÖBI., sífjölgandi, verður flett af fróðleiks- þyrstum. * Um leið og nýr heilbrigðis- og tryggingaráðherra er boðinn vel- kominn til starfa á víðsjálli tíð og vandasamri skal enn á ný ítrekuð nauðsyn þess að um aðgerðir allar af hálfu stjómvalda sé sem allra bezt samstarf við samtök fatlaðra. A þessum haustdögum þrenginga íþjóðarbúskapskiptirþað öryrkjaafar miklu hvernig hlutaskiptum þjóð- félagsins verður háttað. Löngum hefur það einkennt um of efnahags- sem aðhaldsaðgerðir að þeim hefur verið hlíft sem sannanlega megamissaenbyrðarnarþvíþungbær- ari þeim sem minna hafa til ráðstöf- unar. Þegar svo þrengir að sem nú, gildir það öllu öðru frekar að þeim sé hlíft sem enga þola skerðinguna. í þeim hópi eru öryrkjar að yfir- gnæfandi hluta og öll frekari afkomu- skerðing þar er útilokuð, ef ekki á illa að fara. Þjóðfélag dæmist af því hver hlutaskipti em höfð í heiðri á erfiðri tíð, þá reynir á varanlegan grunn vel- ferðar og raunverulegt réttlæti. Fjárlagaafgreiðslan nú mun þar lýsa leiðina og því skal á það treyst að allar aðrar leiðir verði fremur farnar en frekari kjaraskerðing þeirra sem við þrengstan hlut búa. Farnaður þjóðarinnar sem heildar er hér í veði einnig, því undirstaðan þar er einmitt sú að allir megi búa við þau lífskjör að af þeim megi þó lifa. * egar til fjárlagagerðar er hugsað er einnig rétt að líta til málefna fatlaðra og h ver þróun þar muni verða. Útlínur þess munu liggja fyrir þegar þetta blað kemur út, en afgreiðslan er þá eftir af Alþingis hálfu. Þess ber að gæta vel að þó þróun hafi verið ör síðustu árin, þá er enn afar skammt frá því þróunin hófst og hún því skemmra á veg komin en víða annars staðar. Stöðnun málaflokksins er því afar hættuleg, því þörfin kallar svo víða og alltof margt enn óleyst. Samtök fatlaðra viðurkennanauð- syn þess að fara hægar, þegar að þreng- ir, en þau hljóta að vona að framhald verði áfrekari uppbyggingu. Samtökin benda einnig á að ný lög geta og eiga að vísa veg til fleiri og fjölbreyttari lausna, lausna sem einnig geta verið ódýrari ef rétt er að staðið og einkum til lengri tíma litið. Þarkemur sjálfstæðari búseta með liðsinni góðu til sem fremsta úrræðið. Samtökin eru reiðubúin til samstarfs við stjórnvöld um hverja þá nýja leið sem er hvoru tveggja skjólstæðingum sem og samfélaginu í heild heilladrjúg. Þau trey sta því einnig að til hins ítrasta verði reynt að tryggja það að þróun málafokksins megi halda áfram, því stöðnun er stórhættuleg og kemur samfélagsheildinni síðar í koll, þó meginatriði sé það að svo margir bíða úrlausnar að einskis má láta ófreistað að ley sa vandamálin sem fyrst og bezt. * Það vekur athygli okkar hér á bæ þegar við erum að fást við skatta- mál einstakra tekjulágra öryrkja, h versu mörgum þeirra er gert að greiða gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Nefskattur þessi sem tekinn var upp fyrir allmörgum árum hefur vissu- lega skilað vel sínu mikilvæga hlut- verki og lagasetningin á bak við hann var með því ánægjulegra sem fengist var við á þeim tíma. Svo skattsár sem þessi þjóð er hefur lítið heyrzt eða ekkert af nöldri út af þessari skattlagningu, enda vona trúlega flestir að þeir nái aldri til að mega njóta í einhverju. Spumingin er hins vegar um hvar eigi að setja þau tekjumörk sem miða skal gjaldskyld- una við. Þegar við horfum á þessar lágu tekj utölur þá spyr maður sig óneit- anlega, hvort hér sé ekki offari farið, hvort ekki eigi að setja önnur og hærri tekjumörk sem skilyrði gjaldtöku. Að vísu voru gerðar breytingar um sl. áramót sem lækkuðu þau tekjumörk sem skatttaka almennt miðast við, svo vart er þess að vænta að undir ábend- ingu af þessu tagi yrði tekið. En trúlega ætti að freista þess við löggjafann að með einhverjum hætti yrði átekjulág- um öryrkj um tekið, því þetta fólk mun- ar um þessar þúsundir og spurningar hljóta að vakna um réttmæti gjaldtöku af svo lágum tekjugrunni þeirra sem örorka hrjáir. Alla vega er rétt að taka málið upp á réttum vettvangi og sjá til hverja leiðréttingu er unnt að fá. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.