Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 45
Lög ÖBÍ Afbls.35 staðfestur skal af framkvæmda- stjórn. d. í ráðningarsamningum skal nánar kveðið á um starfssvið starfsmanna bandalagsins. 9. gr. Reikningsárbandalagsinseralman- aksárið. Reikningar þess skulu endurskoð- aðir af löggiltum endurskoðanda ásamt tveimur félagskj örnum skoð- unarmönnum, sem kosnir skulu á aðalfundi bandalagsins. Endurskoð- aðir reikningar skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. júní ár hvert. ÚRSÖGN ÚR BANDALAGINU 10. gr. Aðalfundur getur vikið aðildarfélagi úr Öryrkjabandalagi íslands, gegni það ekki þeim skyldum, er því ber samkvæmt lögum og samþykktum eða vinnur gegn hagsmunum banda- lagsins og þarf til þess samþykki 2/ 3 hluta fundarmanna. Vilji félag segja sig úr Öryrkja- bandalagi íslands skal það gjört eigi síðar en hálfu ári áður en reiknings- ári bandalagsins lýkur og úrsögn send stjórninni. ÖNNURÁKVÆÐI 11. gr. Aðalstjórn bandalagsins er heimilt að setja reglur um nánari fram- kvæmd einstakra lagagreina og skulu þær birtar aðildarfélögum þess. 12. gr. Öryrkjabandalag íslands verðurein- ungis lagt niður berist um það tillaga, sem samþykkt er af meirihluta aðal- stjómar. Skal tillaga sú kynnt við boð-un næsta aðalfundar. Tillagan þarf samþykki 2/3 hluta fulltrúa á aðalfundi og sérstökum fundi full- trúaráðs, er halda skal minnst þrem- ur mánuðum og mest 6 mánuðum eftir aðalfund. Verði bandalagið lagt niður skulu eignir þess notaðar í þágu öryrkja á íslandi samkvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar. Ákvæði til bráðabirgða 1: „Þegar framkvæmdastjórn er kosin fyrsta sinni eftir lögum þessum skulu for- maður og gjaldkeri kosnirtil tveggja ára en aðrir stjórnarmenn til eins árs“. Ákvæði til bráðabirgða 2: „I fyrsta skipti skal kosið samkvæmt lögum þessum á aðalfundi 1993“. Samþykkt á aðalfundi ÖBÍ. 16/10 1992. Hvers er rétturinn? Afbls .34 Það þykir nú sjálfsagður hlutur að allir hafi aðgang að síma. Alþingi hefur verið svo vinsamlegt að úthluta blindu og sjónskertu fólki nokkrum frísímum, þannig að notendur frísíma þurfa einungis að borga umframskrefin. Fyrir nokkrum árum fórum við hjá Blindrafélaginu að huga að því hvort ekki væri hægt að fá símaskrána gefna út á stafrænu formi svo að blindir tölvunotendur gætu flett upp í henni. Blindrafélagið hafði samband við Póst og síma, sem benti okkur á að skrifa tölvunefnd, sem gaf grænt ljós. Fyrir tæpum tveimur árum var svo símaskráin tilbúin á þennan hátt. Þá höfðum við samband við yfirmann fjarskiptasviðs Pósts og síma og fórum fram á að fá tiltekinn fjölda af símaskránni endurgjaldslaust og bentum á að allir símnotendur fá símaskrána prentaða og geta þannig flett upp í henni, ef sjónin er í lagi. Þessi ágæti yfirmaður varð fúslega við beiðni okkar og fögnuðum við mjög á þeim föstudegi, sem þetta gerðist. Strax á mánudeginum eftir umræddan föstudag kom í ljós að sá dagur var til mæðu. Nokkrum undirmönnum yfirmannsins líkaði ekki ákvörðun hans og lyktir urðu þær að Póstur og sími bauð símaskrána á tölvutæku formi á 50 þús. krónur eintakið, en buðu okkur helmingsafslátt. Við fórum á fund póst- og símamálastjóra og þaðan á fund samgönguráðherra með áskorun um þetta mál frá félagsfundi Blindrafélagsins, en neikvætt svar barst frá ráðherra eftir að málið hafðiveriðþartilumfjöllunarírúma tvo mánuði. Þannig standa mál nú að þeir, sem eru sjónskertir, en geta með tilstyrk tölvu flett upp í símaskránni þurfa að greiða 25 þús. krónur fyrir eintakið. Okkur þótti að vonum ranglæti heimsins mikið í þessu máli, en ákváðum að vera bjartsýn í þeirri von að réttlætið sigri á einhvern hátt og sjónskertu fólki verði gert kleift að notfæra sér símaskrána endurgjaldslaust eins og öðrum símnotendum, sem þurfa að greiða eitthvað undir þúsund krónum fyrir eitt aukaeintak. Gísli Helgason. Minningar frá... Af bls 37 Logum, Sigurgeir Björgvinsson harmónikkuleikari, Hjálmar Guðnason, Diddi fiðla og fleiri spiluðufyrirdansi.Menn skemmtu sér konunglega og það var dulítið kalt á sviðinu svo að menn ornuðu sér með eldvatni af ýmsum gerðum. Um tvöleytið hafði fækkað svo í hljómsveitinni að við Arnþór sáum okkur tilneydda að fara upp á svið og halda áfram með Sigurgeiri og Sissa Þórarins trommara. Fljótlega bættist Hermann Ingi Hermannsson við og fyrr en varði var klukkan orðin fjögur. Þá auglýsti ég eftir formanni þjóðhátíðarnefndar til þess að slíta þjóðhátfðinni, en hann gaf sig ekki fram og hefur ekki gert enn. Ég kallaði þá að nú væri ballinu lokið. Þá upphófust mikil fjöldamótmæli og nokkrir vaskir menn röðuðu sér á sviðsbrúnina svo að við komumst ekki niður og héldum áfram. Þegar klukkan var korter yfir fimm um morguninn og sólin risin á fætur, sá ég smáskarð í vegginn, reif í Arnþór og dró hann niður af sviðinu og með dyggri aðstoð Hrafns Baldurssonar tæknimanns frá útvarpinu, hlupum við eins og fætur toguðu út af svæðinu með dansgesti á hælunum því að þeir vildu halda áfram. Pallbíll frá rafveitunni var að fara í bæinn og við hentum okkur upp á hann og lentum í kaffi á slökkvistöðinni, þar sem ég hringdi í Jón Múla og sagði honum að þjóðhátíðinni hefði lokið óformlega um hálf sexleytið. Formlega er henni ekki enn lokið og mun varla ljúka héðan af, því að svo minnisstæð er hún. Gísli Helgason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.