Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Blaðsíða 20
þjálfarar auk aðstoðarmanna. í sj úkra-
þjálfuninni fer fram meðferð/þjálfun
og ráðgjöf einstaklinga og hópa.
Áárinu 1992 komuliðlega 12.500
einstaklingar í meðferð/þjálfun og í
hópþjálfun á níunda hundrað manns.
Að sjálfsögðu er sundlaugin mikið
notuð. Á árinu 1992 komu tæplega 19
þúsund sundlaugargestir.
Sundlaugin er opin „öllum fötluð-
um“ ákveðna tíma að deginum og síð-
an er hún leigð út til ýmissa stofnana
og félagasamtaka aðra tíma.
Lokaorð
Af öllu þessu sést að mikið er um
að vera í Sjálfsbjargarhúsinu. Ekkert
lát er á eftirspurn eftir hverju einu sem
boðið er upp á í húsinu hvort heldur er
um að ræða dvöl á Vinnu- og dval-
arheimilinu, í Dagvist Sjálfsbjargar
eða á Endurhæfingarstöðinni.
Alls staðar er löng bið eftir að
komast að. Flestir þurfa að komast að
sem allra fyrst og mörgum er biðin
erfið.
Þetta er staðreynd, þrátt fyrir þá
gríðarlega miklu uppbyggingu í mál-
efnum fatlaðra sem átt hefur sér stað á
sl. 20 árum og vil ég síst af öllu gera
lítið úr þeirri uppbyggingu.
Ef til vill hefur áhersla sl. ára verið
of einhæf. Megináherslan hefur verið
lögð á sambýli og félagslegar/vernd-
aðar íbúðir. Er það vel svo langt sem
það nær. Ég vil í því sambandi geta
þess að enn hefur ekkert sambýli verið
byggt sem sérstaklega er ætlað hreyfi-
hömluðum.
Það má ekki missa sjónar af heild-
inni. Ég fullyrði að heimili á borð við
Sjálfsbjargarhúsið með þeirri starf-
semi sem þar fer fram kemur til með
að þurfa að vera fyrir hendi í okkar
samfélagi, þrátt fyrir að það sýnist
vera ódýrari kostur að fatlað fólk búi
á sínu heimili. Þess vegna þarf að
halda vörð um heimili eins og heimi lið
í Hátúni 12. Uppbygging velferðar-
innar þarf að haldast í hendur. Allir
þurfa að fá úrlausn við hæfi. V alkostir
fatlaðra þurfa að vera fyrir hendi hvað
varðar búsetu eins og annarra. Margir
kostir geta verið góðir, allt eftir þörfum
hvers og eins.
Frá upphafi hefur Vinnu- og dval-
arheimilið verið rekið af daggjöldum
frá ríkinu. Nú hefur orðið breyting þar
á og nú er heimilið komið á föst fjárlög.
I framhaldi af því var aðskilinn rekstur
skrifstofu Iandssambandsins og
Vinnu- og dvalarheimilisins.
Stj óm V innu- og dvalarheimilisins
hefur ráðið Tryggva Friðjónsson fram-
kvæmdastjóra þess frá 1. júlí '93.
Að lokum óska ég öllu heimilis-
fólki svo og öllum starfsmönnum
heimilisins allra heilla í framtíðinni.
Megi það áfram vera þeim er standa
að því og stjóma til sóma hér eftir sem
hingað til.
Kristín Jónsdóttir.
Riíjað upp í rælni
Eins og ýmsum mun kunnugt hafa þeir víða farið og skemmt (fyrir!)
fólki, Karvel Pálmason, Sigurður Jónsson og ritstjóri. Um það allt
hafa ýmsar vísur orðið til. Má vera að þær séu ekki mikils virði, en sýna
þó broslegu hliðina á þessu öllu, en sumir vildu nú máske meina að sú
broslega væri eina hliðin á þeim kumpánum.
Svona voru þeir kynntir Karvel og Helgi meðan þeir sátu báðir á þingi:
Ég andvarp heyrði við
inngangsdyr.
Æ, af hverju þurfti að velj’ann?
Og Austfirðinga ég einlægt spyr:
Er ekki hægt að selj’ann?
Frá Alþingi er svo annar til:
Já, er ekki þarna Karvel?
Nei, Vestfirðinga ég víst ei skil.
Æ, veifið þið honum farvel.
Þegar Karvel veiktist var ort:
Vinur kær, sú von er æst
verði skjótur bati.
Aldrei hefur áður fæðst
unaðslegri krati.
Svo batnaði Karvel og þá var
kveðið:
Varla liðna tíð skal trega
tápið átti sigurför.
Karvel heilsum hjartanlega
hetjan er með bros á vör.
Einu sinni skemmtu þeir félagar á
kvennasamkomu:
Nú á snærið heldur hljóp
haldið skal þó striki.
Eins og væru í hænuhóp
hanar þrír á priki.
Sjálfslýsing Helga af öðrum sögð:
Við tónana lítt er hann laginn
en lætur sig hafa það þó.
Ég sá hann í sjónvarpi um
daginn
og sá og heyrði nóg.
Andsvar við klaufalegri kynningu
veizlustjóra:
Okkar mark og æðsta vissa
ykkur létta vistina.
En ekki að þið ættuð að missa
alla matarlystina.
Einu sinni lék mikill
sjálfstæðismaður undir hjá Helga
og Karvel:
Hér stöndum við kommi og krati
og kyrja nú ætlum við.
En yrðum þó alveg á gati
ef íhaldið veitti ei sitt lið.
Og ekki hefur byrlega blásið:
Komnir erum við Karvel hér
krunkandi enn á stjá.
Andlausir bara eins og er
amen og haleljúa.
Og ekki batnaði það:
Fátt er nú sem hugann herðir
hér um æviveg.
Eins og hlutir illa gerðir
erum þú og ég.
Og er þá ekki rétt að á enda á sjálfs-
lýsingu sem skýrir þennan pistil
hér að framan:
Sig í líma leggur hann
Ijóðaglímu stunda kann.
í sælli vímu syngur hann
sullar rími yfir mann.
H.S.