Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Qupperneq 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Qupperneq 3
X .. / Olafur H. Sigurjónsson stjórnarm.OBI.: Menntun - atvinna Atvinnuleysi er ekki aðeins alvar- legt mál fyrir hvem þann sem ekki fær notið starfskrafta sinna, atvinnuleysi er sömuleiðis alvarlegt mál fyrir það samfélag þar sem það viðgengst. I ríkjum Evrópusam- bandsins eru milljónir manna án atvinnu og víða mælist atvinnuleysið 1 tveggja stafa prósentutölu. I aldurs- hópnum 16-35 ára er allt að því fjórði hver maður án atvinnu, þetta er sami aldurshópurinn og skipaði her banda- manna sem vann sigur á nasismanum fyrir 50 árum og byggði upp Evrópu í lok stríðsins. Að atvinnuleysi skuli vera með þessum hætti í Evrópu er því miður merki um víðtæka félagslega vanþróun og Öryrkjabandalag Islands hafnar þessari fyrirmynd. Atvinnuleysi hefur það eðli að hlutfallslega mun fleiri fatlaðir verða fyrir því að fá ekki atvinnu og þó atvinnuleysi sé alvarlegt fyrir alla er það þó enn erfiðara fyrir fatlaðan einstakling. ær raddir heyrast stundum að örorkumat og í framhaldi af því örorkubætur merki, að ekki sé til þess ætlast að fatlaður maður á örorkubótum stundi atvinnu. Þetta er misskilningur sem vert er að uppræta. A 50% öryrki þá einungis að stunda 50% vinnu og sá sem er með 100% örorku ekkert að gera? Þessi skilningur er hugsanlega til kominn vegna sögulegra atvika. Auðvitað eru fatlaðir ekki einsleitur hópur frekar en þeir sem við fulla getu búa. Við verðum ef til vill að breyta hugtakinu. Við lítum svo á að þessar bætur séu til þess að gera fötluðum kleift að taka þátt í starfí og leik. Fatlaðir eiga að hafa sömu réttindi og aðrir til vinnu, sömu atvinnuréttindi og fullan aðgang að réttindakerfi verkalýðsfélaga. Öryrkjabandalagið mun vinna að skiln- ingi verkalýðsfélaga á þessu. Öryrkjabandalagið mun gera allt sem í þess valdi er til að fá snúið þeirri þróun við, að atvinnuleysi er að grafa um sig á íslandi. Þó tækni nútímans hafi það í för með sér að sífellt færri þurfi til að sinna brýnni vöruframleiðslu þá þarf samfélagið á framlagi allra að halda til margvíslegra verka. Til þess að svo megi verða þarf að sinna menntun fatlaðra mun betur en verið hefur. s Iyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er ekki að finna atriði sem tengjast menntunarmálum fatlaðra sérstaklega, en þar kemur fram almenn áhersla á aukna menntun og hljótum við að líta svo á að menntun fatlaðra sé ekki undanskilin. Menntun og þjálfun er öllum mikilvæg og eiga fatlaðir ekki síst mikið undir því að fá haldgóða og trausta menntun og þjálfun hverskonar. Menntun gefur aukna víðsýni og er þannig í sjálfu sér þýðingarmikill hluti af reynslu sem fatlaðir eiga ekki að fara á mis við . Menntun gefur lrka aukna faglega hæfni og starfsgetu. Menntun er aðferð til að hugsa, miklu frekar en safn staðreynda. Kunnátta er rannsóknir, leit og svörun spurninga, lausn vanda og að skilja lögmál og atburðarás ásamt því að átta sig á ástæðu og afleiðingu. Einhverju sinni sagði þekktur kennslubókahöfundur í lífefnafræði að utanbókarlærdómur væri ekki aðferð til að tileinka sér viðfangsefnið, ekki frekar en þegar verið er að læra að nota landakort þá læra menn ekki kortið utanað. Nóg er að kunna á tákn korts- ins því þá er hægt að lesa hvaða kort sem vera skal. Stórir kennsluhópar eru vandamál í öllu skólakerfinu. Þeir hvetja til einhæfrar kennslu- og prófaðferða sem höfða til lægri vitsmunaþátta. Verkleg kennsla er skorin niður þegar þrengt er að skólum, þetta á ekki bara við um grunn- og framhaldsskóla heldur er um átakanleg dæmi að ræða við Háskóla íslands þar sem verkleg kennsla er felld niður. Til að fatlaðir geti nýtt sér þjónustu skólakerfisins þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) Blindir og sjónskertir fái aðgang að tækjum og þjón- ustu sem þeir þurfa. b) Heyrnarskertir fái þá táknmálstúkun sem þeir þurfa. c) Tekið sé tillit til hreyfihömlunar í skipulagi bygginga og annarri aðstöðu. d) Andlega fatlaðir nemendur þurfa verulega meiri og ítarlegri kennslu. Kennsla fatlaðra barna og unglinga á að fara fram í hinu almenna skólakerfi eins og kostur er og í samræmi við það sem einstök samtök fatlaðra hafa farið fram á. Ekki er ásættanlegt að fjölskyldur neyðist til að flytja inn á höfuðborgarsvæðið til þess að kennsla fatlaðs fjölskyldumeðlims geti farið fram. Umfang Starfsþjálfunar fatlaðra og Tölvumiðstöðvar fatlaðra sem vissulega hafa unnið stórmerkt brautryðj- andastarf þarf að stórauka og koma upp þjónustu af þessum toga víðar um landið, eðlilegur vettvangur þessa eru fjölbrautaskólar sem nú sinna fullorðinsfræðslu í auknum mæli. Að þessu verki þurfa að koma stjórnvöld, samtök atvinnulífs og heildarsamtök fatlaðra. s Ilögum urn fatlaða I. kafli 2 gr. segir svo: „Við fram- kvæmd á markmiðum laganna skal tryggja heildar- samtökum fatlaðra og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir er varða málefni fatlaðra”. A þetta hefur nokkuð skort því þetta merkir einfaldlega að aðildarfélög eiga að koma að málum strax í upphafi, Sjá næstu síðu Ólafur H. Sigurjónsson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.