Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Page 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Page 10
Ásgerður Ingimarsdóttir framkv.stj.: Af erlendum vettvangi ✓ Itengslum við félagsmálafundi Sameinuðu þjóðanna (Social summitt) í Kaupmannahöfn í byrjun mars héldu ýmis samtök, sem Öryrkjabandalag Islands er aðili að, fundi og fórum við formaður ÖBÍ, Ólöf Ríkarðsdóttir,og framkvæmda- stjóri, Ásgerður Ingimarsdóttir, þangað til að sitja fjóra fundi. Við vorum mjög ánægðar með að þessum fundum var safnað svona saman því óneitanlega er hentugra fyrir okkur Islendinga að geta sótt svo marga fundi í einu heldur en að þurfa að kosta fólk á einn og einn fund. Fyrsti fundurinn var stjórnar- fundur Norræna endurhæfingarsam- bandsins (Nordisk Forening for Rehabilitering) sem ÖBÍ hefur verið aðili að í mörg ár. Norðurlöndin hafa forystu þar til skiptis og eru Norð- menn í forsvari nú. Þessi samtök hafa að ýmsu leyti átt erfitt uppdráttar í seinni tíð og hafa öðruhvoru komið upp raddir um að leggja þau niður en þegar öllu hefur verið á botninn hvolft og umræður farið fram um málið hefur fólki þótt rétt að þau störfuðu áfram enda einu samtök sinnar tegundar á Norðurlönd- unum. Núverandi formaður hefur mikinn áhuga á að rífa starfið upp og voru miklar umræður um hvernig hægt væri að auka fjölda aðildarfélag- anna. Rætt var um að fagfélög væru e.t. v. of fá innan samtakanna og hvort ætti að reyna að fá fleiri þeirra til samstarfs. á var rætt um dreifingu upp- lýsinga á milli Norðurlandanna um fundi og ráðstefnur, sem höfða til hinna ýmsu félaga. Ákveðið var að hafa einn tengilið í hverju landi, sem gæfi upplýsingar til skrifstofu samtakanna um það sem væri að gerast í hverju landi fyrir sig af því efni sem höfðað gæti almennt til félaga NFR. í því skyni myndi NFR gefa út fréttabréf nokkrum sinnum á ári, þar sem slíkar upplýsingar birtust. Núna er ég undirrituð fulltrúi íslands á þessum vettvangi og vil ég endilega biðja þau íslensk samtök, sem hyggj- Ásgerður Ingimarsdóttir. ast halda fundi eða ráðstefnur um endurhæfingarmál eða málefni fatl- aðra almennt að senda tilkynningar til ÖBÍ um slíkt, svo ég geti miðlað félögum okkar á Norðurlöndunum þeim upplýsingum. Þá mun ég einnig reyna að koma á framfæri þeim upp- lýsingum, sem berast til mín um það sem er að gerast á hinum Norðurlönd- unum eftir því sem þær fregnir berast hingað. NFR hefur haldið ráðstefnur fjórða hvert ár og verður haldin ráð- stefna á vegum samtakanna í Ósló í nóvember n.k. Nokkuð var rætt um hvert yrði efni ráðstefnunnar en það er ekki ákveðið enn. Næsti fundur sem við stöllur sótt- um var fundur, sem var íbein- um tengslum við fundi SÞ. Þar voru samankomnir fulltrúar frá áhuga- mannasamtökum víða um heim. (NGO Disability Forum). Þennan fund sátu um 100 manns og hófst hann með ávarpi danska félagsmálaráð- herrans, Karin Jespersen. Þá kynnti Holger Kallehauge, fv.landsdómari, efni ráðstefnunnar. Kallehauge hefur verið formaður HNR (Handikapp- organisationernes Nordiske Rád) undanfarin ár og er feikilega vel máli farinn og víðsýnn maður, sem hefur sett sig ákaflega vel inn í öll málefni fatlaðra en hann er sjálfur í hjólastól. Hann var einn af fyrirlesurum á ráðstefnu um málefni fatlaðra hér á Islandi sl. vor. Þá talaði Bengt Lindqvist, um- boðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann minnti á reglur SÞ (Stand- ard Rules) og hvernig löndin hefðu framkvæmt þær - bað hann menn að hugleiða hvernig brugðist hefði verið við þeim í hinum ýmsu löndum og hvernig staðið væri að þeim. Á eftir Bengt Lindquist töluðu síðan Johan Wesemann, formaður European Disability Forum sem stofnað var í janúar 1993 og Dr. Einar Helander frá UNDP. Þá ræddi Kallehauge aftur um notkun reglnanna í alþjóðlegum og svæðisbundnum skilningi. Að loknum þessum framsögu- erindum var dreift spurningalista til þátttakenda sem þeir voru beðnir að útfylla. Spurningarnar gengu allar út á hvemig ástand mála fatlaðra væri í heimalöndum þátttakenda miðað við reglur SÞ. Eg hef gmn um að það hafi vafist fyrir mörgum að svara þessu svona allt í einu en við vorum svo lánsamar að hafa séð svipað plagg áður, sem okkur hafði verið sent frá HNR og þar með vorum við ekki alveg á beru hjarni með að svara þó það tæki auðvitað sinn tíma. Spurningarnar voru margvíslegar m.a. um aðgengi og þá ekki ein- göngu um aðgengi húsa heldur einnig um aðgengi blindra og heyrnarlausra að upplýsingum o.fl. og hvernig staðið væri að hjálpartækjamálum. Þá var spurt um lög er snerta málefni fatlaðra og hvemig og hvort upplýs- ingum væri komið á framfæri um rétt- indi fatlaðra. Spurningar voru einnig um ferlimál og húsnæðismál. Þar sem við áttum að gefa einkunnir fyrir svörin þótti okkur nokkuð skorta á að sumar spurning- anna væm nógu beinskeyttar. Sumum þeirra hefði maður viljað svara á fleiri en einn veg. T.d. var spurt um hvort fatlaðir gætu sinnt trúmálum að eigin vild. Eins og við vitum öll er ekki skipt sér af trúmálum eða kirkjugöngu 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.