Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1995, Síða 20
Gluggað í góða skýrslu
Blindrafélagsins
Mörg félaga okkar senda frá sér
fróðlegar og vel gerðar árs-
skýrslur þar sem þau greina glögglega
frá hinum ýmsu þáttum starfsins.
Ritstjóri hefur að undanförnu
verið að glugga nokkuð í ársskýrslu
Blindrafélagsins, en aðalfundur þess
félags var haldinn föstudaginn 17.
marz og þar var þessi skýrsla lögð
fram. Þess er þá fyrst að geta að hér
eru á ferð, auk ársreikninga fimm,
ekki færri en 9 skýrslur og því af
kappnógu að taka.
I fyrsta lagi er skýrsla formanns
Ragnars R. Magnússonar þar sem
hann greinir frá stjórn og starfsfólki
og segir frá starfsmannabreytingum
ársins sem voru ósmáar.
Helgi Hjörvar tók sem kunnugt er
við stöðu framkvæmdastjóra af
Halldóri Rafnar og síðan lét Aðal-
steinn Steinþórsson af störfum, en
hann var bæði framkvæmdastjóri
Blindravinnustofunnar sem og skrif-
stofustjóri Blindrafélagsins. Þar er og
greint frá því að skrifstofan hafi færzt
um set í rýmra og betra húsnæði í
Hamrahlíðinni eða þar sem Blindra-
bókasafn Islands var áður.
Félagsfundir voru tveir og fræðslu-
erindi flutt á báðum. Sagt er
nokkuð frá happdrætti félagsins í
harðnandi samkeppni, gjöfum og
áheitum, rausn margra sem alltaf er
mikil og vel þegin. Greint er frá við-
byggingunni við Hamrahlíð 17, sem
fokheld var 15.október sl. Skipulag
húsnæðis í heild var fullunnið á starfs-
árinu. Opinberir styrkir námu á árinu
um 13.5 milljónum króna. Sömuleið-
is er greint frá ýmsum framlögum
félagsins til fjölbreyttra verkefna. Þá
er kafli um útgáfu- og upplýsinga-
starf m.a.: Valdar greinar, Blindrasýn,
fréttasnælda til félagsmanna og end-
urprentun bæklingsins: “Hvernig að-
stoðar þú okkur blinda og sjónskerta”.
Morgunblaðið hóf útgáfu með raf-
rænu sniði fyrir blinda og sjónskerta
lesendur í árslok 1994. Þá er Hljóð-
bókagerðin að undirbúa stofnun
hljóðbókaklúbbs fyrir almenning. Þá
er sérkafli um flutning Blindrabóka-
safnsins og gerð grein fyrir fjölmörg-
um nefndum á vegum félagsins og
ýmiss konar innra starfi. Sagt er frá
stofnun Daufblindrafélags Islands.
Sömuleiðis er góður kafli um Eir og
blindradeildina þar, en í fulltrúaráði
Eirar eiga blindir og blindravinir 3
fulltrúa. Þá er og greint frá aðild
félagsins að ýmsum ráðum og nefnd-
um, sagt frá dýrmætum námskeiðum
Sjónstöðvar Islands, nýjum félags-
fána, auknum tölvusamskiptum o.fl.
Eitt það eftirtektarverðasta í ítar-
legri skýrslu er um skoðanakönnun
sem félagið lét gera um félagslega
stöðu blindra og sjónskertra á landi
hér, en könnunin verður birt og þá
þykir mér líklegt að hún fái hér nokkra
umfjöllun. Að lokum er greint frá
erlendum samskiptum. Þetta var um
skýrslu stjórnar.
s
Iskýrslu Blindravinnustofunnar,
sem Helgi Hjörvar ritstýrir, er
þeirra ánægjulegu tíðinda getið að
hagnaður hafi orðið af rekstri og sala
aukiztum 11,5%. Burstarnireru aðal-
framleiðsluvaran. 26 manns voru að
jafnaði í starfi í 18 stöðugildum þar
af 18 fatlaðir í 10 stöðugildum.
I skýrslu Hljóðbókadeildar, for-
stöðumanns Gísla Helgasonar, kennir
margra grasa. Þar voru fjölfaldaðar
tæpar38þúsundsnældur. Framleidd-
ir 224 nýir titlar og 61 eldri titill.
Útseld vinna er minni og verkefnum
hefur nokkuð fækkað svo umtalsvert
tap varð á árinu. Er greint frá eðlileg-
um skýringum þess. 4 bókatitlar
hljóðbóka voru gefnir út og síðan fer
forstöðumaður ítarlega yfir möguleika
hljóðbókaklúbbs. Þá greinir hann
rækilega frá útgáfu Morgunblaðsins
á stafrænu formi og ýmsum byrjunar-
erfiðleikum þ.a.l.
Þá er kafli um talgervil sem for-
stöðumaður segir svo um: “íslenzki
talgervillinn opnar nær ótæmandi
möguleika fyrir blinda og sjónskerta
í framtíðinni”. Margan fleiri fróðleik
má í skýrslunni finna.
Skýrsla félagsráðgjafa Ernu
Guðmundsdóttur, fjallar mest um
meginverkefni ársins þ.e. skjólstæð-
ingavinnu og umsjón með hjálpar-
tækjum. Fram kemur að 76 leituðu
til þjónustunnar í u.þ.b. 215 skipti.
Þar kemur einnig fram að hjálpartæki
eru mest pöntuð frá Bretlandi og
Bandaríkjunum. Meðal annarra verk-
20